Æðsti klerkur Írans hafnar kröfu Trumps

Æðsti klerkur Írans hafnar kröfu Trumps

Æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að þjóðin muni aldrei gefast upp eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur krafist.

Æðsti klerkur Írans hafnar kröfu Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 18. júní 2025

00:00
00:00

Æðsti klerk­ur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, seg­ir að þjóðin muni aldrei gef­ast upp eins og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur kraf­ist.

Æðsti klerk­ur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, seg­ir að þjóðin muni aldrei gef­ast upp eins og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur kraf­ist.

Þá var­ar hann Banda­rík­in við því að Banda­ríkja­menn verði fyr­ir „óbæt­an­leg­um skaða“ ef þjóðin skipt­ir sér af átök­um Írans og Ísra­els.

„Þessi þjóð mun aldrei gef­ast upp fyr­ir þving­un­um frá nein­um,“ sagði Khamenei í ræðu sem les­in var upp í rík­is­sjón­varp­inu.

„Banda­rík­in ættu að vita að öll hernaðarí­hlut­un mun án efa leiða til óbæt­an­legs skaða.“

Don­ald Trump hef­ur til skoðunar ýms­ar sviðsmynd­ir er kem­ur að átök­un­um á milli Írans og Ísra­els, þar á meðal hugs­an­lega árás Banda­ríkj­anna á Íran. Þetta herma heim­ild­ir Wall Street Journal eft­ir fund Trumps með þjóðarör­ygg­is­ráði Banda­ríkj­anna í Hvíta hús­inu í gær.

Íranir hafa að undanförnu hótað gífurlegum afleiðingum fyrir Ísrael, en …
Íran­ir hafa að und­an­förnu hótað gíf­ur­leg­um af­leiðing­um fyr­ir Ísra­el, en segja má á ríkið hafi ekki náð að valda jafn mikl­um skaða og orð þeirra gefa til kynna. Nú hóta þeir Banda­ríkja­mönn­um öllu illu. AFP/​Sam­sett mynd/​Atta Kenare/​Char­ly Tri­bal­leau

Geta auðveld­lega ráðið Khamenei af dög­um

Don­ald Trump krafðist í gær „skil­yrðis­lausr­ar upp­gjaf­ar“ Írana og varaði við því að Banda­rík­in gætu auðveld­lega ráðið Khamenei af dög­um í færsl­um á sam­fé­lags­miðli sín­um, Truth Social.

„Við vit­um ná­kvæm­lega hvar hinn svo­kallaði „æðsti leiðtogi“ er í fel­um. Hann er auðvelt skot­mark en hann er ör­ugg­ur þar. Við ætl­um ekki að taka hann úr um­ferð (drepa!), að minnsta kosti ekki í bili,“ sagði í færslu Trumps.

Í ann­arri færslu sagðist hann hafa fulla stjórn á loft­helgi Írans.

„Íran­ar hafa gott loft­varn­ar­kerfi en það stenst ekki sam­an­b­urð við „dótið“ sem er hannað, fram­leitt og búið til í Banda­ríkj­un­um. Eng­inn ger­ir þetta bet­ur en gömlu góðu Banda­rík­in.“

Frá upp­hafi for­setatíðar Trumps hef­ur hann reynt að semja við Írani um að þeir láti af áætl­un­um sín­um um að smíða kjarn­orku­vopn. Eft­ir ít­rekaðar til­raun­ir til að fá Írani að samn­inga­borðinu virðist þol­in­mæði Trumps vera kom­in að þrot­um, ef marka má um­mæli hans síðustu sól­ar­hringa.

mbl.is