Æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að þjóðin muni aldrei gefast upp eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur krafist.
Æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að þjóðin muni aldrei gefast upp eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur krafist.
Æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að þjóðin muni aldrei gefast upp eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur krafist.
Þá varar hann Bandaríkin við því að Bandaríkjamenn verði fyrir „óbætanlegum skaða“ ef þjóðin skiptir sér af átökum Írans og Ísraels.
„Þessi þjóð mun aldrei gefast upp fyrir þvingunum frá neinum,“ sagði Khamenei í ræðu sem lesin var upp í ríkissjónvarpinu.
„Bandaríkin ættu að vita að öll hernaðaríhlutun mun án efa leiða til óbætanlegs skaða.“
Donald Trump hefur til skoðunar ýmsar sviðsmyndir er kemur að átökunum á milli Írans og Ísraels, þar á meðal hugsanlega árás Bandaríkjanna á Íran. Þetta herma heimildir Wall Street Journal eftir fund Trumps með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær.
Donald Trump krafðist í gær „skilyrðislausrar uppgjafar“ Írana og varaði við því að Bandaríkin gætu auðveldlega ráðið Khamenei af dögum í færslum á samfélagsmiðli sínum, Truth Social.
„Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en hann er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki í bili,“ sagði í færslu Trumps.
Í annarri færslu sagðist hann hafa fulla stjórn á lofthelgi Írans.
„Íranar hafa gott loftvarnarkerfi en það stenst ekki samanburð við „dótið“ sem er hannað, framleitt og búið til í Bandaríkjunum. Enginn gerir þetta betur en gömlu góðu Bandaríkin.“
Frá upphafi forsetatíðar Trumps hefur hann reynt að semja við Írani um að þeir láti af áætlunum sínum um að smíða kjarnorkuvopn. Eftir ítrekaðar tilraunir til að fá Írani að samningaborðinu virðist þolinmæði Trumps vera komin að þrotum, ef marka má ummæli hans síðustu sólarhringa.