Myndlistarkonan Áslaug Íris Friðjónsdóttir geislaði við opnun sýningarinnar Spegilmynd í Þulu á dögunum. Áslaug klæddist síðkjól frá sænska merkinu Rodebjer.
Myndlistarkonan Áslaug Íris Friðjónsdóttir geislaði við opnun sýningarinnar Spegilmynd í Þulu á dögunum. Áslaug klæddist síðkjól frá sænska merkinu Rodebjer.
Myndlistarkonan Áslaug Íris Friðjónsdóttir geislaði við opnun sýningarinnar Spegilmynd í Þulu á dögunum. Áslaug klæddist síðkjól frá sænska merkinu Rodebjer.
Kjóllinn er mynstraður með óljósu blómamynstri í grænum, hvítum og svörtum tónum. Sniðið er beint en ermarnar eru ósamhverfar. Það þýðir að ermarnar eru ekki eins sniðnar heldur er vinstri ermin efnismeiri.
Sídd kjólsins nær fyrir neðan ökkla.
Efnið í kjólnum er 100% rayon. Rayon er einnig þekkt sem viskós en hefur einnig verið markaðssett sem gervisilki vegna líkrar áferðar. Efnið er meðal annars unnið úr trefjum úr trjám og plöntum. Mjög margar útgáfur af efninu eru til og geta áferðir þeirra verið eins og silki, ull, bómull og hör.
Rodebjer hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og í Skandinavíu síðustu ár. Hér á landi fæst það í versluninni Andrá Reykjavík sem er staðsett í miðbænum. Fötin eru frjálsleg og flæðandi, mynstrin heillandi en einnig finnurðu vel klæðskerasniðna jakka og dragtir frá merkinu.
Kjóllinn fæst hins vegar í netversluninni Boozt í grænum lit en einnig í bleikum.