Áslaug Íris geislaði í sænskri hönnun

Fatastíllinn | 18. júní 2025

Áslaug Íris geislaði í sænskri hönnun

Myndlistarkonan Áslaug Íris Friðjónsdóttir geislaði við opnun sýningarinnar Spegilmynd í Þulu á dögunum. Áslaug klæddist síðkjól frá sænska merkinu Rodebjer. 

Áslaug Íris geislaði í sænskri hönnun

Fatastíllinn | 18. júní 2025

Kjóllinn klæddi myndlistarlistakonuna Áslaugu Írisi vel.
Kjóllinn klæddi myndlistarlistakonuna Áslaugu Írisi vel. Samsett mynd

Mynd­list­ar­kon­an Áslaug Íris Friðjóns­dótt­ir geislaði við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar Speg­il­mynd í Þulu á dög­un­um. Áslaug klædd­ist síðkjól frá sænska merk­inu Rode­bjer. 

Mynd­list­ar­kon­an Áslaug Íris Friðjóns­dótt­ir geislaði við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar Speg­il­mynd í Þulu á dög­un­um. Áslaug klædd­ist síðkjól frá sænska merk­inu Rode­bjer. 

Kjóll­inn er mynstraður með óljósu blóma­mynstri í græn­um, hvít­um og svört­um tón­um. Sniðið er beint en erm­arn­ar eru ósam­hverf­ar. Það þýðir að erm­arn­ar eru ekki eins sniðnar held­ur er vinstri erm­in efn­is­meiri.

Sídd kjóls­ins nær fyr­ir neðan ökkla.

Efnið í kjóln­um er 100% rayon. Rayon er einnig þekkt sem viskós en hef­ur einnig verið markaðssett sem gervisilki vegna líkr­ar áferðar. Efnið er meðal ann­ars unnið úr trefj­um úr trjám og plönt­um. Mjög marg­ar út­gáf­ur af efn­inu eru til og geta áferðir þeirra verið eins og silki, ull, bóm­ull og hör. 

Rode­bjer hef­ur notið mik­illa vin­sælda bæði hér á landi og í Skandi­nav­íu síðustu ár. Hér á landi fæst það í versl­un­inni Andrá Reykja­vík sem er staðsett í miðbæn­um. Föt­in eru frjáls­leg og flæðandi, mynstr­in heill­andi en einnig finn­urðu vel klæðskerasniðna jakka og dragt­ir frá merk­inu.

Kjóll­inn fæst hins veg­ar í net­versl­un­inni Boozt í græn­um lit en einnig í bleik­um. 

Hér er bolur úr sama efni og mynstri frá Rodebjer. …
Hér er bol­ur úr sama efni og mynstri frá Rode­bjer. Hann fæst í Andrá og kost­ar 23.900 kr.
Kjóllinn er klassískur og mynstrið fallegt.
Kjóll­inn er klass­ísk­ur og mynstrið fal­legt.
mbl.is