Átök Ísraels og Írans stigmagnast

Átök Ísraels og Írans stigmagnast

Ekkert lát var á árásum Írana og Ísraela á fimmta degi átakanna þrátt fyrir ákall erlendra leiðtoga um stillingu.

Átök Ísraels og Írans stigmagnast

Átök á milli Ísraels og Írans | 18. júní 2025

Íbúar Tel Avív leituðu skjóls í bílastæðahúsi í fyrrinótt er …
Íbúar Tel Avív leituðu skjóls í bílastæðahúsi í fyrrinótt er Íranar skutu eldflaugum á borgina. Ísraelsher sagðist hafa skotið flestar niður. AFP/Menahem Kahana

Ekk­ert lát var á árás­um Írana og Ísra­ela á fimmta degi átak­anna þrátt fyr­ir ákall er­lendra leiðtoga um still­ingu.

Ekk­ert lát var á árás­um Írana og Ísra­ela á fimmta degi átak­anna þrátt fyr­ir ákall er­lendra leiðtoga um still­ingu.

Ísra­els­her greindi frá því að gerðar hefðu verið tvær bylgj­ur af loft­árás­um í vest­ur­hluta Íran. Einnig greindi her­inn frá því að ír­anska hers­höfðingj­an­um Ali Shadmani hefði verið ráðinn bani í Teher­an, höfuðborg Írans, aðfaranótt þriðju­dags. Íransk­ir miðlar greindu frá því að árás­ir hefðu verið gerðar í borg­inni Is­fa­h­an, þar sem er að finna kjarn­orku­innviði, og að víðtæk trufl­un hefði orðið á net­sam­bandi í land­inu í gær. Ekki var ljóst hvað olli en Íran setti tak­mark­an­ir á net­notk­un eft­ir að Ísra­els­menn hófu árás­ir á landið.

mbl.is