Bandaríkin ætli sér stærri hluti en reiknað var með

Alþingi | 18. júní 2025

Bandaríkin ætli sér stærri hluti en reiknað var með

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um stöðuna í átökunum á milli Ísraels og Íran, áhrifin sem þau kunna að hafa og þjónustu við Íslendinga á svæðinu.

Bandaríkin ætli sér stærri hluti en reiknað var með

Alþingi | 18. júní 2025

Loftvarnakerfi Ísraels sést hér skjóta niður írönsk flugskeyti yfir borginni …
Loftvarnakerfi Ísraels sést hér skjóta niður írönsk flugskeyti yfir borginni Tel Aviv í nótt. AFP

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra kom á fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í morg­un þar sem rætt var um stöðuna í átök­un­um á milli Ísra­els og Íran, áhrif­in sem þau kunna að hafa og þjón­ustu við Íslend­inga á svæðinu.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra kom á fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í morg­un þar sem rætt var um stöðuna í átök­un­um á milli Ísra­els og Íran, áhrif­in sem þau kunna að hafa og þjón­ustu við Íslend­inga á svæðinu.

Pawel Bartoszek, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og þingmaður Viðreisn­ar, seg­ir nefnd­ina hafa átt góðan og op­in­ská­an fund með ráðherra um stöðu mála.

Hann seg­ir ein­hverja Íslend­inga hafa haft sam­band við borg­araþjón­ustu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins frá því á föstu­dag, þegar Ísra­els­menn hófu loft­árás­ir á Íran, en síðan þá hafi árás­ir gengið á víxl.

„Við höf­um öll áhyggj­ur af öll­um meiri­hátt­ar átök­um á þessu svæði og það væri gott ef það væri hægt að finna ein­hverja diplóma­tíska leið út úr þess­um átök­um. Svæðið má ekki við því að það sé meiri olíu hellt á þenn­an eld,“ seg­ir Pawel í sam­tali við mbl.is.

Pawel Bartoszek er þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar.
Pawel Bartoszek er þingmaður Viðreisn­ar og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Óvar­legt að tjá sig um fyr­ir­ætlan­ir Trump

Fram hef­ur komið að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hafi til skoðunar ýms­ar sviðsmynd­ir er kem­ur að átök­un­um milli Ísra­els og Íran, þar á meðal hugs­an­lega árás Banda­ríkj­anna á kjarn­orku­innviði í Íran. Banda­ríkja­her hef­ur aukið viðveru sína í aust­ur­hluta Miðjarðar­hafs og Ar­ab­íu­hafi, en varn­ar­málaráðuneytið hef­ur þó sagt það ein­ung­is í varn­ar­til­gangi.

Trump hef­ur kraf­ist skil­yrðis­lausr­ar upp­gjaf­ar Írana og seg­ir Banda­rík­in hafa fulla stjórn á loft­helgi þeirra.

Pawel seg­ir óvar­legt að tjá sig um hugs­an­leg­ar fyr­ir­ætlan­ir Banda­ríkja­manna að svo stöddu enda breyt­ist staðan mjög hratt.

„Það má lesa í þeirra yf­ir­lýs­ing­ar að þeir ætli sér ein­hverja stærri hluti í þess­um átök­um held­ur en reiknað var með miðað við fyrstu yf­ir­lýs­ing­ar.“

Pawel ger­ir ráð fyr­ir að ut­an­rík­is­mála­nefnd þings­ins muni funda ört næstu daga, bæði til að klára ein­staka þing­mál og líka til að fara yfir stöðu mála í Mið-Aust­ur­lönd­um.

„Ég geri ráð fyr­ir að nefnd­in muni funda ótt á títt á næstu dög­um og þá oft með ráðherra.“

mbl.is