Justin Bieber lýsir reiði og brotinni sál

Justin Bieber | 18. júní 2025

Justin Bieber lýsir reiði og brotinni sál

Justin Bieber virðist vera að hreinsa til í vinahópnum sínum eftir að hann birti skjáskot af tilfinningaþrungnum samskiptum við ónafngreindan vin á Instagram í vikunni. 

Justin Bieber lýsir reiði og brotinni sál

Justin Bieber | 18. júní 2025

Justin Bieber tjáir sig um andlegt ástand.
Justin Bieber tjáir sig um andlegt ástand. AFP

Just­in Bie­ber virðist vera að hreinsa til í vina­hópn­um sín­um eft­ir að hann birti skjá­skot af til­finn­ingaþrungn­um sam­skipt­um við ónafn­greind­an vin á In­sta­gram í vik­unni. 

Just­in Bie­ber virðist vera að hreinsa til í vina­hópn­um sín­um eft­ir að hann birti skjá­skot af til­finn­ingaþrungn­um sam­skipt­um við ónafn­greind­an vin á In­sta­gram í vik­unni. 

„Að biðja ein­hvern sem er með áfall­a­streitu um að hætta að vera með áfall­a­streitu er ein­fald­lega grimmt,“ skrifaði söngv­ar­inn í ein­um skila­boðunum.

Á við reiðis­vanda­mál að stríða

Í sam­tal­inu lýs­ir hann því að hann sé brot­inn og að hann eigi við reiðivanda­mál að stríða. Hann seg­ist ekki leng­ur sætta sig við vini sem kalla viðbrögð hans að „missa sig“ og seg­ir vinátt­unni lokið.

„Ég þarf ekki á þér að halda sem vini. Ég á góða vini sem virða mörk,“ skrifaði hann áður en hann lokaði á viðkom­andi.

Tjá­ir sig um and­legt ástand

Bie­ber held­ur áfram að tjá sig um and­legt ástand sitt á In­sta­gram-færsl­um í kjöl­farið. Þar sagði hann m.a. að enda­laus­ar spurn­ing­ar um hvort hann væri í lagi væru frek­ar íþyngj­andi en hjálp­leg­ar.

Dag­inn eft­ir skrifaði hann að fólk væri sí­fellt að segja hon­um að „laga sig“ - en bætti við:

„Held­urðu að ef ég gæti lagað mig, að þá hefði ég ekki gert það fyr­ir löngu?“

Færsl­urn­ar birt­ust í kring­um feðradag­inn í Banda­ríkj­un­um, en Bie­ber fagnaði hon­um í fyrsta sinn sem faðir, eft­ir að hann og eig­in­kona hans Hailey eignuðust son­inn Jack Blu­es í ág­úst 2024.



mbl.is