Öskra „líkt og börn með tilfinningavanda“

Alþingi | 18. júní 2025

Öskra „líkt og börn með tilfinningavanda“

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi á Alþingi þingmenn minnihlutans fyrir framgöngu sína í ræðustól að undanförnu.

Öskra „líkt og börn með tilfinningavanda“

Alþingi | 18. júní 2025

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi ásamt Bergþóri Ólasyni, …
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi ásamt Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi á Alþingi þing­menn minni­hlut­ans fyr­ir fram­göngu sína í ræðustól að und­an­förnu.

Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi á Alþingi þing­menn minni­hlut­ans fyr­ir fram­göngu sína í ræðustól að und­an­förnu.

„Vona að eng­inn sé að horfa“

Hún sagði að ekki aðeins hefði verið talað mun meira í hverju mál­inu á fæt­ur öðru held­ur en hefði tíðkast und­an­far­in ár í þeim til­gangi til að koma í veg fyr­ir fram­gang mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, held­ur hefðu sum­ir þing­menn „sýnt á sér þannig hliðar að ég hrein­lega vona að eng­inn sé að horfa”.

Ása Berg­lind bætti við und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins: „Hátt­virt­ir þing­menn hafa komið upp og bók­staf­lega öskrað á sam­starfs­fólk sitt líkt og börn með til­finn­inga­vanda sem þau hafa ekki þroska til að ráða við.”

Prest­ar lands­ins hljóta að fara með bæn

Hún nefndi að for­seta Alþing­is hefði verið sýnd mik­il van­v­irðing með framíköll­um og óviðeig­andi orðum og sagði jafn­framt að þing­menn hefðu stigið í pontu og hneyksl­ast á því að ekki væri verið að virða siði kirkj­unn­ar um hvíld­ar­daga.

„Á sama tíma er orðræðan með þeim hætti að prest­ar lands­ins hljóta að taka fyr­ir höfuðið og fara með bæn fyr­ir hátt­virtu Alþingi.”

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar.
Guðbrand­ur Ein­ars­son, þingmaður Viðreisn­ar. mbl.is/​Arnþór

Velti fyr­ir sér kvóta á umræðuna

Guðbrand­ur Ein­ars­son, þingmaður Viðreisn­ar, talaði á svipuðum nót­um er hann steig í pontu og sagði skrítið að þrátt fyr­ir að sterk­ur meiri­hluti væri á þing­inu kæmi hann ekki nein­um mál­um þangað í gegn.

Hann kvaðst velta fyr­ir sér hvort setja ætti kvóta á umræðuna á Alþingi.

„Ég get skilið að minni­hlut­inn verður með ein­hverj­um hætti að fá eitt­hvað hólf til að vinna með sín mál en það er ekki reynd­in,” sagði hann og bætti við að rík­is­stjórn­in væri sterk og ætti því að ná mál­um í gegn­um þingið.

„Það get­ur ekki gengið að hóp­ur þing­manna sem er kannski með 45% lands­manna á bak við sig komi ekki nokkr­um sköpuðum hlut­um í gegn,” sagði Guðbrand­ur og taldi að taka ætti þessi mál til gagn­gerr­ar end­ur­skoðunar.

mbl.is