Ósýnilegum sjúkdómi gefin rödd

Alþingi | 18. júní 2025

Ósýnilegum sjúkdómi gefin rödd

Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lýst yfir ánægju sinni með aðgerðir heilbrigðisráðuneytisins um endómetríósu þar sem aðgerðir fyrir konur með endómetríósu hafi verið tryggðar út árið. 

Ósýnilegum sjúkdómi gefin rödd

Alþingi | 18. júní 2025

Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lifað með endómetríósu í yfir …
Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lifað með endómetríósu í yfir fjóra áratugi. mbl.is/Hallur Már

Ey­dís Ásbjörns­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur lýst yfir ánægju sinni með aðgerðir heil­brigðisráðuneyt­is­ins um en­dómetríósu þar sem aðgerðir fyr­ir kon­ur með en­dómetríósu hafi verið tryggðar út árið. 

Ey­dís Ásbjörns­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur lýst yfir ánægju sinni með aðgerðir heil­brigðisráðuneyt­is­ins um en­dómetríósu þar sem aðgerðir fyr­ir kon­ur með en­dómetríósu hafi verið tryggðar út árið. 

Hún fagn­ar því jafn­framt að unnið sé að framtíðarfyr­ir­komu­lagi byggðu á sam­felldri, sann­gjarnri og ör­uggri heil­brigðisþjón­ustu.

Ósýni­leg­ur sjúk­dóm­ur

Ey­dís seg­ir en­dómetríósu hafa verið van­metna þrátt fyr­ir al­var­leika sjúk­dóms­ins svo ára­tug­um skipti. „Ára­tug­um sam­an hef­ur þessi sjúk­dóm­ur verið ósýni­leg­ur í kerf­inu og kon­ur jafn­vel hvatt­ar til að bíta á jaxl­inn eða þeim sagt að þetta séu eðli­leg­ir verk­ir," sagði hún á Alþingi í morg­un. 

Nú sé vilji til að hlusta, skilja og breyta. „Þetta eru ekki bara fal­leg slag­orð held­ur ör­ugg skref sem munu stytta bið, auka ör­yggi og veita kon­um raun­hæfa von.“

Ey­dís, sem hef­ur lifað með sjúk­dómn­um í yfir fjóra ára­tugi, þakk­ar yngri kon­um fyr­ir að hafa haft hug­rekki til að ræða op­in­skátt um en­dómetríósu.

„Þið hafið gefið þess­um sjúk­dómi rödd og and­lit, kraf­ist breyt­inga og neitað að láta van­rækslu viðgang­ast. Fyr­ir það vil ég þakka ykk­ur af öllu hjarta.“

mbl.is