Pútín segir samtöðu í Íran aukast

Pútín segir samtöðu í Íran aukast

Vladimír Pútín forseti Rússlands sagði að samkomulag til að binda enda á átökin milli Ísraels og Írans væri mögulegt og að árásir Ísraels á Íran hefðu leitt til „samstöðu“ í írönsku samfélagi í kringum forystu landsins.

Pútín segir samtöðu í Íran aukast

Átök á milli Ísraels og Írans | 18. júní 2025

Pútín ræddi við erlenda blaðamenn fyrr í kvöld.
Pútín ræddi við erlenda blaðamenn fyrr í kvöld. AFP

Vla­dimír Pútín for­seti Rúss­lands sagði að sam­komu­lag til að binda enda á átök­in milli Ísra­els og Írans væri mögu­legt og að árás­ir Ísra­els á Íran hefðu leitt til „sam­stöðu“ í ír­önsku sam­fé­lagi í kring­um for­ystu lands­ins.

Vla­dimír Pútín for­seti Rúss­lands sagði að sam­komu­lag til að binda enda á átök­in milli Ísra­els og Írans væri mögu­legt og að árás­ir Ísra­els á Íran hefðu leitt til „sam­stöðu“ í ír­önsku sam­fé­lagi í kring­um for­ystu lands­ins.

„Við sjá­um að í dag í Íran er samstaða í sam­fé­lag­inu í kring­um póli­tíska for­ystu lands­ins,“ sagði Pútín á blaðamanna­fundi með er­lend­um blaðamönn­um í kvöld.

„Þetta er viðkvæmt mál og auðvitað þurf­um við að fara mjög var­lega, en að mínu mati er hægt að finna lausn,“ bætti hann við og vísaði til mögu­legs sam­komu­lags sem væri í þágu bæði Ísra­els og Írans.

Gerði lítið úr til­boðinu

Pútín hef­ur verið iðinn við að tjá sig um átök­in milli Ísra­els og Írans síðan árás­ir Ísra­ela hóf­ust fyr­ir helgi og meðal ann­ars hvatt til þess að lausn verði leitað í gegn­um póli­tísk­ar og diplóma­tísk­ar leiðir.

Þá hafa rúss­nesk yf­ir­völd boðist til að miðla mál­um í átök­un­um en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti gerði lítið úr því til­boði fyrr í dag. 

„Hann bauðst reynd­ar til að hjálpa til við sáttamiðlun­ina. „Ég sagði gerðu mér greiða, leitaðu sátta í þínu eig­in stríði. Við skul­um leita sátta fyr­ir Rússlandi fyrst, allt í lagi?““ sagði Trump og bætti við:

„Ég sagði Vla­dimír, við skul­um leita sátta fyr­ir Rússlandi fyrst, þú get­ur haft áhyggj­ur af þessu síðar.“

Auk­in fjár­út­lát ekki ógn

Á blaðamann­fund­in­um í kvöld gerði Pútín NATO-sam­starfið sömu­leiðis að umræðuefni og hélt því fram að fyr­ir­ætlan­ir ríkja sam­bands­ins um að auka hernaðartengd út­gjöld væru ekki ógn við Rúss­land.

„Við lít­um ekki á neina end­ur­vopn­un NATO sem ógn við Rúss­neska sam­bands­ríkið, því við erum sjálf­um okk­ur nóg hvað varðar að tryggja eigið ör­yggi,“ sagði Pútín við blaðamenn.

Hann bætti við að Rúss­land væri „stöðugt að nú­tíma­væða herafla okk­ar og varn­ar­getu“.

mbl.is