Sigrún Ósk komin með nýtt starf

Framakonur | 18. júní 2025

Sigrún Ósk komin með nýtt starf

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpsstjarna á Stöð 2, sem nú hefur verið lögð niður, er komin með nýtt starf. Nýja starfið er staða upplýsingafulltrúa Akraneskaupstaðar en þar býr Sigrún Ósk og hefur gert lengi. Sigrún Ósk var valin úr 31. manna hópi. Smartland sagði frá því á dögunum að Sigrún Ósk hefði sagt upp starfi sínu á Stöð 2 eftir 16 ára starf hjá fyrirtækinu. 

Sigrún Ósk komin með nýtt starf

Framakonur | 18. júní 2025

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Ljósmynd/aðsend

Sigrún Ósk Kristjáns­dótt­ir sjón­varps­stjarna á Stöð 2, sem nú hef­ur verið lögð niður, er kom­in með nýtt starf. Nýja starfið er staða upp­lýs­inga­full­trúa Akra­nes­kaupstaðar en þar býr Sigrún Ósk og hef­ur gert lengi. Sigrún Ósk var val­in úr 31. manna hópi. Smart­land sagði frá því á dög­un­um að Sigrún Ósk hefði sagt upp starfi sínu á Stöð 2 eft­ir 16 ára starf hjá fyr­ir­tæk­inu. 

Sigrún Ósk Kristjáns­dótt­ir sjón­varps­stjarna á Stöð 2, sem nú hef­ur verið lögð niður, er kom­in með nýtt starf. Nýja starfið er staða upp­lýs­inga­full­trúa Akra­nes­kaupstaðar en þar býr Sigrún Ósk og hef­ur gert lengi. Sigrún Ósk var val­in úr 31. manna hópi. Smart­land sagði frá því á dög­un­um að Sigrún Ósk hefði sagt upp starfi sínu á Stöð 2 eft­ir 16 ára starf hjá fyr­ir­tæk­inu. 

Sigrún Ósk er með BA-próf í heim­speki, hag­fræði og stjórn­mála­fræði frá Há­skól­an­um á Bif­röst. Hún hef­ur víðtæka og far­sæla reynslu úr fjöl­miðlum, þar sem hún hef­ur starfað sem blaðamaður, rit­stjóri og við dag­skrár­gerð ým­issa sjón­varps- og út­varpsþátta. Auk þess hef­ur hún gegnt starfi markaðs- og at­vinnu­full­trúa hjá Akra­nes­kaupstað og verið varamaður í bæj­ar­stjórn.

„Ég er afar þakk­lát fyr­ir að hafa verið treyst fyr­ir því mik­il­væga verk­efni að móta nýtt starf upp­lýs­inga­full­trúa hjá Akra­nes­kaupstað og er full til­hlökk­un­ar að hefja störf. Mér hef­ur alla tíð þótt mjög vænt um þetta góða bæj­ar­fé­lag og er spennt fyr­ir að leggja mín lóð á vog­ar­skál­arn­ar," seg­ir Sigrún Ósk í viðtali á vefn­um Akra­nes.is. 

 „Með starfi upp­lýs­inga­full­trúa er ætl­un okk­ar að bæta upp­lýs­inga­miðlun til íbúa Akra­ness og viðskipta­vina Akra­nes­kaupstaðar. Það er mik­ill feng­ur fyr­ir sveit­ar­fé­lagið að fá Sigrúnu Ósk til starfa. Hún býr yfir mik­illi þekk­ingu og reynslu á sviði miðlun­ar og þekk­ir jafn­framt sam­fé­lagið og mál­efni Akra­ness afar vel,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son, bæj­ar­stjóri. 

Sigrún Ósk mun hefja störf í byrj­un ág­úst og mun meðal ann­ars bera ábyrgð á sam­fé­lags­miðlum Akra­nes­kaupstaðar, út­gáfu frétta­til­kynn­inga, upp­lýs­inga­gjöf um verk­efni og stefnu­mál sveit­ar­fé­lags­ins, sem og tengsl­um við fjöl­miðla.

mbl.is