Sló í brýnu í þingsal

Alþingi | 18. júní 2025

Sló í brýnu í þingsal

Það sló í brýnu með Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Sjálfstæðisflokksins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar í þingsal í dag.

Sló í brýnu í þingsal

Alþingi | 18. júní 2025

Guðrún Hafsteinsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Samsett mynd/Karítas

Það sló í brýnu með Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra og for­manns Viðreisn­ar í þingsal í dag.

Það sló í brýnu með Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra og for­manns Viðreisn­ar í þingsal í dag.

Til­efnið er að Guðrún gerði starfs­lok Helga Magnús­ar Gunn­ars­son­ar, frá­far­andi vara­rík­is­sak­sókn­ara, að umræðuefni í at­huga­semd­um við at­kvæðagreiðslu um fjár­auka í þing­inu í dag.

Guðrún minnt­ist á fregn­ir af starfs­loka­samn­ingi við Helga Magnús, sem hún sagði myndu lík­lega nema 350 millj­ón­um króna, en það setti hún í sam­hengi við hagræðingu í fjár­auka upp á 330 millj­ón­ir á árs­grund­velli.

„Ég vil fá að upp­lýsa um það að ég hyggst leggja hér fram skrif­lega fyr­ir­spurn til ráðherra um end­an­leg­an kostnað á þess­um starfs­loka­samn­ingi að máli sem var búið að af­greiða í tíð fyrri ráðherra,“ sagði Guðrún.

Guðrún vænd um vanþekk­ingu

Eft­ir að at­kvæðagreiðslu um fjár­auk­ann lauk var at­kvæðagreiðsla um varn­ar­mála­lög á dag­skrá. Steig Þor­gerður Katrín í pontu þar sem gera átti at­huga­semd­ir við þá at­kvæðagreiðslu en hún nýtti tæki­færið til þess að mót­mæla orðum Guðrún­ar í at­huga­semd henn­ar við at­kvæðagreiðslu um fjár­auk­ann.

„Hér var ekki um neinn starfs­loka­samn­ing að ræða og mér finnst miður ef að fyrr­um hæst­virt­ur dóms­málaráðherra veit það ekki að þetta er stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt­ur sem viðkom­andi aðili hafði rétt á.“

Sagði Þor­gerður það risa­stórt mál að henn­ar mati, að Guðrún, sem er fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, kæmi með ávirðing­ar í pontu um að verið væri að gera eitt­hvað sem ekki væri lög­legt og vændi Guðrúnu um vanþekk­ingu.

„Að það hafi verið starfs­loka­samn­ing­ur gerður. Mér finnst miður að upp­lifa það og það er kannski skilj­an­legt að hæst­virt­ur fyrr­um dóms­málaráðherra hafi aflétt líka áminn­ingu á þenn­an til­tekna starfs­mann. Ég kem hingað inn af því að hæst­virt­ur dóms­málaráðherra er ekki í sæt­inu til þess að svara fyr­ir þess­ar ávirðing­ar. Þannig að ég vil halda því til haga að það var ekki gerður starfs­loka­samn­ing­ur, held­ur er þetta stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt­ur viðkom­andi manns, sem mér finnst mjög skrítið að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi ekki þekk­ingu meiri á.“

For­seti þings­ins, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, minnti ráðherr­ann að svo búnu á að til umræðu væri at­kvæðagreiðsla um varn­ar­mála­lög.

Meiri­hátt­ar uppá­koma

Guðrún steig nokkru síðar í pontu og svaraði fyr­ir sig.

„Mér finnst þetta vera orðin meiri­hátt­ar uppá­koma hér í þingsal, ég verð nú að segja eins og er, ég hélt við vær­um hér að út­skýra hvernig við greiðum at­kvæði í varn­ar­mál­um, en hér kem­ur hæst­virt­ur ut­an­rík­is­ráðherra og fer að tala um þegar ég fór í at­kvæðaskýr­ingu varðandi fjár­auka, þar sem að rík­is­stjórn­in er að boða 330 millj­óna króna sparnað og ég bara benti á það að hér var verið að ljúka við starfs­lok hjá vara­rík­is­sak­sókn­ara sem mun lík­lega kosta skatt­greiðend­ur 350 millj­ón­ir króna.“

Brast þá út tölu­vert há­reysti í þingsal og þurfti Guðrún að hafa nokkuð fyr­ir því að fá orðið aft­ur í pontu vegna hávaðans.

„Og af því að, og af því að, og af því að [hér linnti loks lát­um] hæst­virt­ur ut­an­rík­is­ráðherra tal­ar hér um og væn­ir hér fyrr­um dóms­málaráðherra um að hafa ekki sinnt vinn­unni sinni, þá var það mál frá­gengið þegar sá ráðherra fór úr ráðuneyt­inu, það mál var frá­gengið enda er þetta bara starfs­manna­mál sem nú­ver­andi ráðherra hef­ur tekið 6 mánuði í að af­greiða, 6 mánuði.“

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins steig einnig tvisvar í pontu og gerði at­huga­semd við túlk­un ráðherr­ans á stjórn­ar­skrár­bundn­um rétti Helga Magnús­ar til 350 millj­ón­anna.

mbl.is