Þjóðhátíðardeginum sýnd mikil vanvirðing

Alþingi | 18. júní 2025

Þjóðhátíðardeginum sýnd mikil vanvirðing

Þjóðhátíðardegi Íslands og þjóðfánanum var sýnd mikil vanvirðing á hátíðarhöldum við Austurvöll í gær.

Þjóðhátíðardeginum sýnd mikil vanvirðing

Alþingi | 18. júní 2025

Palestínskum fánum var veifað fyrir framan Alþingi í gær.
Palestínskum fánum var veifað fyrir framan Alþingi í gær. mbl.is/Hákon

Þjóðhátíðar­degi Íslands og þjóðfán­an­um var sýnd mik­il van­v­irðing á hátíðar­höld­um við Aust­ur­völl í gær.

Þjóðhátíðar­degi Íslands og þjóðfán­an­um var sýnd mik­il van­v­irðing á hátíðar­höld­um við Aust­ur­völl í gær.

Þetta sagði Rósa Guðbjarts­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í morg­un und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins.

Þarna átti Rósa við hóp mót­mæl­enda sem mætti með palestínska fána á fund­inn.

„Að hóp­ar fólks skuli koma sam­an á þess­um degi við Alþing­is­húsið og veifa fána ann­ars lands og hrópa ókvæðisorðum að ráðamönn­um og öðrum viðstödd­um er óboðlegt,” sagði Rósa.

mbl.is/​Há­kon

„Þetta var dap­ur­leg til­raun til að niður­lægja ís­lensku þjóðina og hrein van­v­irðing við þjóðfán­ann,” bætti hún við og sagði að mót­mæl­end­ur hefðu næg tæki­færi til að koma sjón­ar­miðum sín­um á fram­færi aðra daga. Þetta sem gerðist í gær ætti ekki að viðgang­ast.

Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi.
Rósa Guðbjarts­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi. mbl.is/​Karítas
mbl.is