Einbýlishús á Seltjarnarnesi selt á 305 milljónir

Heimili | 19. júní 2025

Einbýlishús á Seltjarnarnesi selt á 305 milljónir

Einbýlishúsin á Seltjarnarnesi eru eftirsótt. Haustið 2022 var eitt slíkt auglýst til sölu við Fornuströnd. Um er að ræða 351.7 fm einbýli á tveimur hæðum sem reist var 1972. Nú hefur húsið verið selt. 

Einbýlishús á Seltjarnarnesi selt á 305 milljónir

Heimili | 19. júní 2025

Húsið er glæsilegt að sjá.
Húsið er glæsilegt að sjá.

Ein­býl­is­hús­in á Seltjarn­ar­nesi eru eft­ir­sótt. Haustið 2022 var eitt slíkt aug­lýst til sölu við Fornu­strönd. Um er að ræða 351.7 fm ein­býli á tveim­ur hæðum sem reist var 1972. Nú hef­ur húsið verið selt. 

Ein­býl­is­hús­in á Seltjarn­ar­nesi eru eft­ir­sótt. Haustið 2022 var eitt slíkt aug­lýst til sölu við Fornu­strönd. Um er að ræða 351.7 fm ein­býli á tveim­ur hæðum sem reist var 1972. Nú hef­ur húsið verið selt. 

Húsið var end­ur­nýjað mikið árið 2007 og var þá skipt um inn­rétt­ing­ar, gól­f­efni og fleira sem ger­ir húsið ennþá eigu­legra. Gler­hand­rið var sett meðfram stiga á milli hæða. Stór­ar stof­ur prýða húsið og eru hvít­ar sprautulakkaðar inn­rétt­ing­ar í eld­húsi með öllu til­heyr­andi. 

Gengið er upp á efri hæð um fal­leg­an stiga. Stór­ar stof­ur og eld­hús með út­sýni. Loft er tekið niður og góð hljóðvist er í eign­inni. Eld­hús með stein á borðplötu. Mikið skápapláss og pláss fyr­ir tvo ís­skápa.

Garður­inn í kring­um húsið hef­ur líka verið end­ur­nýjaður mikið og svalagólf upp­hitað. Í garðinum er heit­ur pott­ur og fal­leg lýs­ing. 

Hrefna Krist­ín Jóns­dótt­ir og Eg­ill Þor­varðar­son eru kaup­end­ur húss­ins og greiddu þau 305.000.000 kr. fyr­ir ein­býlið. Þau keyptu húsið af Lauf­eyju Ásu Njáls­dótt­ur og Bald­vini Val­týs­syni. 

Smart­land ósk­ar Hrefnu og Agli til ham­ingju með húsið!

Garðurinn í kringum húsið er fallega hannaður.
Garður­inn í kring­um húsið er fal­lega hannaður.
mbl.is