Katz segir æðstaklerk verða látinn sæta ábyrgð

Katz segir æðstaklerk verða látinn sæta ábyrgð

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir að æðstiklerkur Írans, Ali Khamenei, verði látinn sæta ábyrgð vegna árása Írana á Soroka-sjúkrahúsið í Beer Sheva í suðurhluta Ísraels í nótt.

Katz segir æðstaklerk verða látinn sæta ábyrgð

Átök á milli Ísraels og Írans | 19. júní 2025

Israel Katz varnarmálaráðherra, Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Yariv Levin dómsmálaráðherra …
Israel Katz varnarmálaráðherra, Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Yariv Levin dómsmálaráðherra Ísraels í ísraelska þinginu. AFP/Menahem Kahana

Isra­el Katz, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, seg­ir að æðstiklerk­ur Írans, Ali Khamenei, verði lát­inn sæta ábyrgð vegna árása Írana á Soroka-sjúkra­húsið í Beer Sheva í suður­hluta Ísra­els í nótt.

Isra­el Katz, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, seg­ir að æðstiklerk­ur Írans, Ali Khamenei, verði lát­inn sæta ábyrgð vegna árása Írana á Soroka-sjúkra­húsið í Beer Sheva í suður­hluta Ísra­els í nótt.

Katz seg­ir þá að Ísra­els­her hafi verið skipað að herða árás­ir á Íran.

Einn al­var­leg­asti stríðsglæp­ur­inn

„Þetta er einn al­var­leg­asti stríðsglæp­ur­inn og Khamenei verður lát­inn sæta ábyrgð vegna gjörða sinna,“ seg­ir Katz og bæt­ir við að hann ásamt Benja­mín Net­anja­hú for­sæt­is­ráðherra hafi skipað hern­um að herða árás­ir á hernaðarleg skot­mörk í Íran til að eyða ógn­um við Ísra­els­ríki og koma höggi á klerka­stjórn­ina.

mbl.is