Sara Miller útskrifast frá Bifröst en vill verða dýralæknir

Framakonur | 19. júní 2025

Sara Miller útskrifast frá Bifröst en vill verða dýralæknir

Sara Miller, áður þekkt sem Sara Piana, útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind frá Háskólanum á Bifröst.

Sara Miller útskrifast frá Bifröst en vill verða dýralæknir

Framakonur | 19. júní 2025

Söru hefur alltaf langað til þess að verða dýralæknir.
Söru hefur alltaf langað til þess að verða dýralæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sara Miller, áður þekkt sem Sara Pi­ana, út­skrifaðist með BS-gráðu í viðskipta­fræði með áherslu á viðskipta­greind frá Há­skól­an­um á Bif­röst.

Sara Miller, áður þekkt sem Sara Pi­ana, út­skrifaðist með BS-gráðu í viðskipta­fræði með áherslu á viðskipta­greind frá Há­skól­an­um á Bif­röst.

„Ég er ótrú­lega stolt af þessu augna­bliki, ekki bara vegna próf­skír­tein­is­ins, held­ur vegna ferðalags­ins sem gráðan tákn­ar. Áskor­an­ir, lang­ar næt­ur og fram­far­irn­ar... hvert skref var þess virði,“ seg­ir Sara í In­sta­gram-færslu sinni.

Sara flutti aft­ur til Íslands árið 2020 eft­ir tíu ára bú­setu í Banda­ríkj­un­um. Sara ákvað að flytja aft­ur heim eft­ir frá­fall fyrr­ver­andi eig­in­manns henn­ar, Rich Pi­ana.

Sara kynnt­ist Chris Miller og giftu þau sig árið 2022 og tók hún í fram­hald­inu upp eft­ir­nafnið Miller.

Sara ætl­ar að skrá sig í dýra­lækn­is­fræði á næstu miss­er­um en það hef­ur alltaf verið draum­ur Söru að starfa með dýr­um.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Sara Miller 🩷 (@sarafit­biz)

Smart­land ósk­ar Söru til ham­ingju með ár­ang­ur­inn!

mbl.is