Sara Miller, áður þekkt sem Sara Piana, útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind frá Háskólanum á Bifröst.
Sara Miller, áður þekkt sem Sara Piana, útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind frá Háskólanum á Bifröst.
Sara Miller, áður þekkt sem Sara Piana, útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind frá Háskólanum á Bifröst.
„Ég er ótrúlega stolt af þessu augnabliki, ekki bara vegna prófskírteinisins, heldur vegna ferðalagsins sem gráðan táknar. Áskoranir, langar nætur og framfarirnar... hvert skref var þess virði,“ segir Sara í Instagram-færslu sinni.
Sara flutti aftur til Íslands árið 2020 eftir tíu ára búsetu í Bandaríkjunum. Sara ákvað að flytja aftur heim eftir fráfall fyrrverandi eiginmanns hennar, Rich Piana.
Sara kynntist Chris Miller og giftu þau sig árið 2022 og tók hún í framhaldinu upp eftirnafnið Miller.
Sara ætlar að skrá sig í dýralæknisfræði á næstu misserum en það hefur alltaf verið draumur Söru að starfa með dýrum.
Smartland óskar Söru til hamingju með árangurinn!