Þingfundir í júlí mögulegir

Alþingi | 19. júní 2025

Þingfundir í júlí mögulegir

Ríkisstjórnin kannar nú hvort unnt sé að halda þingfundum áfram inn í júlí. Um það hefur verið hvíslað á göngum þingsins undanfarna daga, en Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingar staðfesti í viðtali við Dagmál Morgunblaðsins, sem birt eru í dag, að það kæmi vel til greina ef þurfa þætti.

Þingfundir í júlí mögulegir

Alþingi | 19. júní 2025

Samfellt þinghald inn í sumarið er óþekkt.
Samfellt þinghald inn í sumarið er óþekkt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn­in kann­ar nú hvort unnt sé að halda þing­fund­um áfram inn í júlí. Um það hef­ur verið hvíslað á göng­um þings­ins und­an­farna daga, en Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar staðfesti í viðtali við Dag­mál Morg­un­blaðsins, sem birt eru í dag, að það kæmi vel til greina ef þurfa þætti.

Rík­is­stjórn­in kann­ar nú hvort unnt sé að halda þing­fund­um áfram inn í júlí. Um það hef­ur verið hvíslað á göng­um þings­ins und­an­farna daga, en Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar staðfesti í viðtali við Dag­mál Morg­un­blaðsins, sem birt eru í dag, að það kæmi vel til greina ef þurfa þætti.

Það sagði hún hins veg­ar ekki á ábyrgð stjórn­ar­liða, það væri á valdi stjórn­ar­and­stæðinga hversu lengi þing­fund­ir drægj­ust, en rík­is­stjórn­in ætlaði sér að klára sín mál.

Að störf­um þar til for­seti frest­ar fund­um

Hins veg­ar kvaðst Dag­björt ekki hafa heyrt nein­ar bolla­legg­ing­ar af hálfu stjórn­ar­meiri­hlut­ans um að beita ákvæði þing­skap­a­laga til þess að stöðva umræðu og ganga til at­kvæða.

„Eft­ir því sem ég best veit er það ekk­ert á dag­skránni.“

Morg­un­blaðið leitaði svara hjá Rögnu Árna­dótt­ur skrif­stofu­stjóra Alþing­is um hvort rétt væri að at­hugað hefði verið að færa til sum­ar­leyfi starfs­manna þings­ins eða jafn­vel ráða tíma­bundið starfs­fólk, en hún hef­ur ekki svarað því.

Í þing­skap­a­lög­um seg­ir að sum­ar­hlé þings­ins sé frá 1. júlí til 10. ág­úst, en það þarf þó ekki að hafa þýðingu. Alþingi ræður sér sjálft og er að störf­um þar til for­seti frest­ar fund­um.

Afar fátítt er þó að fund­ur sé á Alþingi í júlí, helst þá sér­stak­ir hátíðar­fund­ir. For­dæmi er þó einn júlí­dag­ur 2021, þegar laga þurfti ákvæði í kosn­inga­lög­um. Sam­fellt þing­hald inn í sum­arið er hins veg­ar óþekkt.

Lesa má nán­ar um málið á bls. 4, 6, 42 og 74 í Morg­un­blaðinbu og í Mogga-app­inu í dag.

mbl.is