Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir, bræðurnir sem skipa hljómsveitina VÆB, hafa nú tilkynnt að þeir ætli í stóra tónleikaferð um Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Sveitin sló í gegn þegar hún sigraði Söngvakeppnina fyrr á þessu ári og tók þátt í Eurovision-keppninni í Basel í maí fyrir Íslands hönd með laginu RÓA.
Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir, bræðurnir sem skipa hljómsveitina VÆB, hafa nú tilkynnt að þeir ætli í stóra tónleikaferð um Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Sveitin sló í gegn þegar hún sigraði Söngvakeppnina fyrr á þessu ári og tók þátt í Eurovision-keppninni í Basel í maí fyrir Íslands hönd með laginu RÓA.
Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir, bræðurnir sem skipa hljómsveitina VÆB, hafa nú tilkynnt að þeir ætli í stóra tónleikaferð um Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Sveitin sló í gegn þegar hún sigraði Söngvakeppnina fyrr á þessu ári og tók þátt í Eurovision-keppninni í Basel í maí fyrir Íslands hönd með laginu RÓA.
Vinsældir sveitarinnar hafa haldið áfram að aukast og hefur lagið nú þegar verið spilað tæplega 18 milljón sinnum, sem gerir það að þriðja vinsælasta Eurovision-lagi Íslands frá upphafi.
Túrinn hefst í Skandinavíu þar sem sveitin mun spila í eftirfarandi borgum: Osló, Þrándheimum, Helsinki, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.
Í kjölfarið halda bræðurnir áfram tónleikaferðinni suður í Evrópu, þar sem meðal annars Þýskaland og fleiri lönd eru á dagskránni, en nánari staðfestingar á borgum verða gefnar út síðar.
„Fyrir nokkru sendum við út könnun til aðdáenda okkar í Evrópu þar sem við óskuðum eftir tillögum að borgum til að heimsækja. Viðbrögðin voru svakaleg. Þegar við sáum allan þennan áhuga ákváðum við bara að skella okkur í túr um Evrópu. Þetta verður amazing. Let’s go,“ segja þeir bræður spenntir.