VÆB halda í Evróputúr

Eurovision | 19. júní 2025

VÆB halda í Evróputúr

Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir, bræðurnir sem skipa hljómsveitina VÆB, hafa nú tilkynnt að þeir ætli í stóra tónleikaferð um Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Sveitin sló í gegn þegar hún sigraði Söngvakeppnina fyrr á þessu ári og tók þátt í Eurovision-keppninni í Basel í maí fyrir Íslands hönd með laginu RÓA.

VÆB halda í Evróputúr

Eurovision | 19. júní 2025

Væb stefna á tónleikaferð um Evrópu í febrúar.
Væb stefna á tónleikaferð um Evrópu í febrúar. AFP

Hálf­dán Helgi og Matth­ías Davíð Matth­ías­syn­ir, bræðurn­ir sem skipa hljóm­sveit­ina VÆB, hafa nú til­kynnt að þeir ætli í stóra tón­leika­ferð um Evr­ópu í fe­brú­ar og mars á næsta ári. Sveit­in sló í gegn þegar hún sigraði Söngv­akeppn­ina fyrr á þessu ári og tók þátt í Eurovisi­on-keppn­inni í Basel í maí fyr­ir Íslands hönd með lag­inu RÓA.

Hálf­dán Helgi og Matth­ías Davíð Matth­ías­syn­ir, bræðurn­ir sem skipa hljóm­sveit­ina VÆB, hafa nú til­kynnt að þeir ætli í stóra tón­leika­ferð um Evr­ópu í fe­brú­ar og mars á næsta ári. Sveit­in sló í gegn þegar hún sigraði Söngv­akeppn­ina fyrr á þessu ári og tók þátt í Eurovisi­on-keppn­inni í Basel í maí fyr­ir Íslands hönd með lag­inu RÓA.

Vin­sæld­ir sveit­ar­inn­ar hafa haldið áfram að aukast og hef­ur lagið nú þegar verið spilað tæp­lega 18 millj­ón sinn­um, sem ger­ir það að þriðja vin­sæl­asta Eurovisi­on-lagi Íslands frá upp­hafi.

Byrja í Skandi­nav­íu og fara svo suður í Evr­ópu

Túr­inn hefst í Skandi­nav­íu þar sem sveit­in mun spila í eft­ir­far­andi borg­um: Osló, Þránd­heim­um, Hels­inki, Stokk­hólmi og Kaup­manna­höfn.

Í kjöl­farið halda bræðurn­ir áfram tón­leika­ferðinni suður í Evr­ópu, þar sem meðal ann­ars Þýska­land og fleiri lönd eru á dag­skránni, en nán­ari staðfest­ing­ar á borg­um verða gefn­ar út síðar.

„Fyr­ir nokkru send­um við út könn­un til aðdá­enda okk­ar í Evr­ópu þar sem við óskuðum eft­ir til­lög­um að borg­um til að heim­sækja. Viðbrögðin voru svaka­leg. Þegar við sáum all­an þenn­an áhuga ákváðum við bara að skella okk­ur í túr um Evr­ópu. Þetta verður amaz­ing. Let’s go,“ segja þeir bræður spennt­ir.

mbl.is