Auka vöktun í kringum Ljósufjallakerfið

Ljósufjallakerfi | 20. júní 2025

Auka vöktun í kringum Ljósufjallakerfið

Veðurstofa Íslands er smám saman að auka vöktun í kringum Ljósufjallakerfið.

Auka vöktun í kringum Ljósufjallakerfið

Ljósufjallakerfi | 20. júní 2025

Benedikt segir virknina í kerfinu halda áfram og í raun …
Benedikt segir virknina í kerfinu halda áfram og í raun fari skjálftarnir stækkandi. mbl.is/Árni Sæberg

Veður­stofa Íslands er smám sam­an að auka vökt­un í kring­um Ljósu­fjalla­kerfið.

Veður­stofa Íslands er smám sam­an að auka vökt­un í kring­um Ljósu­fjalla­kerfið.

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stof­unni, seg­ir í sam­tali við mbl.is að bæði sé verið að að fjölga GPS- og skjálfta­mæl­um og að því verði von­andi haldið áfram.

Bene­dikt seg­ir virkn­ina í kerf­inu halda áfram og í raun fari skjálft­arn­ir stækk­andi.

„Við erum bæði að sjá stækk­andi skjálfta og stærri hrin­ur en áður. Það er ein­hver þróun en við höf­um ekki enn þá séð af­lög­un sam­fara þess­ari þróun,“ seg­ir Bene­dikt og út­skýr­ir að skjálft­arn­ir liggi mjög djúpt og því erfitt að koma auga á af­lög­un.

Kviku­söfn­un langlík­leg­ust

„Ef kvika er t.d. að safn­ast fyr­ir á mjög miklu dýpi, kannski 20 kíló­metr­um, verður af­lög­un­ar­mynstrið mjög lítið og dreif­ist yfir stórt svæði og þannig er erfitt að sjá það.“

Bene­dikt ját­ar því að langlík­leg­asta skýr­ing­in á jarðhrær­ing­um í kerf­inu sé kviku­söfn­un og seg­ir hann fátt annað en kviku geta valdið svona öfl­ug­um skjálfta­hrin­um.

Hann seg­ir ómögu­legt að nefna ein­hverja tíma­línu framtíðarat­b­urða því sögu­leg­ir at­b­urðir séu fáir og þeir gefi enga full­komna mynd af því hvað gæti gerst í framtíðinni.

Hvað aðdrag­anda varðar seg­ir hann að í flest­um til­fell­um verði að minnsta kosti mánaða aðdrag­andi að því að eitt­hvað meira ger­ist og oft og tíðum ára eða ára­tuga aðdrag­andi.

„Við get­um lítið annað gert en fylgst með og brugðist við ef eitt­hvað meira ger­ist. Við ætt­um að sjá at­b­urði fyr­ir með ein­hverj­um fyr­ir­vara. Það er ekki al­gengt að þeir verði án þess að þeir hafi aðdrag­anda sem er vel mæl­an­leg­ur en við erum smám sam­an að þyngja vökt­un­ina þarna í kring.“

mbl.is