Fékk peysufötin frá eiginmanninum

Fatastíllinn | 20. júní 2025

Fékk peysufötin frá eiginmanninum

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík klæddist 20. aldar peysufötum á 17. júní. Sagan á bak við peysufötin eru skemmtileg en fötin fékk hún að gjöf frá eiginmanni sínum. 

Fékk peysufötin frá eiginmanninum

Fatastíllinn | 20. júní 2025

Samsett mynd

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri í Reykja­vík klædd­ist 20. ald­ar peysu­föt­um á 17. júní. Sag­an á bak við peysu­föt­in eru skemmti­leg en föt­in fékk hún að gjöf frá eig­in­manni sín­um. 

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri í Reykja­vík klædd­ist 20. ald­ar peysu­föt­um á 17. júní. Sag­an á bak við peysu­föt­in eru skemmti­leg en föt­in fékk hún að gjöf frá eig­in­manni sín­um. 

„Maður­inn minn gaf mér þenn­an þjóðbún­ing. Hann var búin að kaupa upp­hlut en þegar ég kom til sauma­kon­unn­ar og ætlaði að máta pils og svona þá eig­in­lega féll ég fyr­ir þess­um peysu­föt­um. Hún hafði þau í umboðssölu og við ákváðum á staðnum að kaupa þau,“ seg­ir Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri í Reykja­vík. 

Hér er Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík ásamt Ragnhildi …
Hér er Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri í Reykja­vík ásamt Ragn­hildi Gísla­dótt­ur og Skúla Helga­syni. mbl.is/​Há­kon Páls­son
Svuntan á peysufötunum er úr svörtu og gylltu silkiefni.
Svunt­an á peysu­föt­un­um er úr svörtu og gylltu silki­efni. mbl.is/​Há­kon Páls­son

Odd­ný kom til bjarg­ar

Um er að ræða 20. ald­ar peysu­föt með svartri og gylltri silk­isvuntu. Svört slaufa er fram­an á peys­unni og er hvítt brjóst und­ir sem er afar klæðilegt. Þjóðbún­ing­ur­inn var keypt­ur hjá Odd­nýju Kristjáns­dótt­ur sem rek­ur þjóðbún­inga­stof­una 7í­höggi. Odd­ný er helsti þjóðbún­inga­sér­fræðing­ur þjóðar­inn­ar og auk þess að reka fyr­ir­tæki sitt kenn­ir hún þjóðbún­ingasaum hjá Heim­il­isiðnaðarfé­lag­inu. Hún klæddi til dæm­is fjall­kon­una í Reykja­vík í ár en það var leik­kon­an Katrín Hall­dóra Sig­urðardótt­ir sem var í því hlut­verki í ár. 

„Hún lagaði þetta til og saumaði slaufu fyr­ir mig því ég vildi ekki vera með slæðu,“ seg­ir Heiða Björg. 

Hef­ur þú notað bún­ing­inn mikið?

„Ég hef ekki notað hann oft en dótt­ir mín pass­ar í hann og dansaði um bæ­inn í hon­um á peysu­fata­degi Versló,“ seg­ir hún. 

Hjónin Heiða Björg Hilmisdóttir og Hrannar B. Arnarsson.
Hjón­in Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir og Hrann­ar B. Arn­ars­son. mbl.is/​Karítas
mbl.is