Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík klæddist 20. aldar peysufötum á 17. júní. Sagan á bak við peysufötin eru skemmtileg en fötin fékk hún að gjöf frá eiginmanni sínum.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík klæddist 20. aldar peysufötum á 17. júní. Sagan á bak við peysufötin eru skemmtileg en fötin fékk hún að gjöf frá eiginmanni sínum.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík klæddist 20. aldar peysufötum á 17. júní. Sagan á bak við peysufötin eru skemmtileg en fötin fékk hún að gjöf frá eiginmanni sínum.
„Maðurinn minn gaf mér þennan þjóðbúning. Hann var búin að kaupa upphlut en þegar ég kom til saumakonunnar og ætlaði að máta pils og svona þá eiginlega féll ég fyrir þessum peysufötum. Hún hafði þau í umboðssölu og við ákváðum á staðnum að kaupa þau,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík.
Um er að ræða 20. aldar peysuföt með svartri og gylltri silkisvuntu. Svört slaufa er framan á peysunni og er hvítt brjóst undir sem er afar klæðilegt. Þjóðbúningurinn var keyptur hjá Oddnýju Kristjánsdóttur sem rekur þjóðbúningastofuna 7íhöggi. Oddný er helsti þjóðbúningasérfræðingur þjóðarinnar og auk þess að reka fyrirtæki sitt kennir hún þjóðbúningasaum hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Hún klæddi til dæmis fjallkonuna í Reykjavík í ár en það var leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem var í því hlutverki í ár.
„Hún lagaði þetta til og saumaði slaufu fyrir mig því ég vildi ekki vera með slæðu,“ segir Heiða Björg.
Hefur þú notað búninginn mikið?
„Ég hef ekki notað hann oft en dóttir mín passar í hann og dansaði um bæinn í honum á peysufatadegi Versló,“ segir hún.