Hefði viljað að fleiri flokkar styrktu Samstöðina

Dagmál | 20. júní 2025

Hefði viljað að fleiri flokkar styrktu Samstöðina

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og fyrrverandi formaður Sósíalistaflokksins, sér ekkert athugavert við það að stjórnmálaflokkar færi ríkisstyrki ætlaða starfsemi þeirra í óskylda starfsemi sem ekki lýtur sömu gagnsæiskröfum og eftirliti.

Hefði viljað að fleiri flokkar styrktu Samstöðina

Dagmál | 20. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:45
Loaded: 4.39%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:45
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Gunn­ar Smári Eg­ils­son, rit­stjóri Sam­stöðvar­inn­ar og fyrr­ver­andi formaður Sósí­al­ista­flokks­ins, sér ekk­ert at­huga­vert við það að stjórn­mála­flokk­ar færi rík­is­styrki ætlaða starf­semi þeirra í óskylda starf­semi sem ekki lýt­ur sömu gagn­sæis­kröf­um og eft­ir­liti.

Gunn­ar Smári Eg­ils­son, rit­stjóri Sam­stöðvar­inn­ar og fyrr­ver­andi formaður Sósí­al­ista­flokks­ins, sér ekk­ert at­huga­vert við það að stjórn­mála­flokk­ar færi rík­is­styrki ætlaða starf­semi þeirra í óskylda starf­semi sem ekki lýt­ur sömu gagn­sæis­kröf­um og eft­ir­liti.

Gunn­ar Smári ræddi mál­efni Sósí­al­ista­flokks­ins í Dag­mál­um við Andr­eu Sig­urðardótt­ur.

„Ég las hérna á föstu­dag­inn haft eft­ir Rík­is­end­ur­skoðanda í blaðinu að hann segði eitt­hvað svona að það sé ekki hægt að finna að þessu. Stjórn­mála­flokk­arn­ir verði að hafa eitt­hvert svig­rúm til þess að ráðstafa sínu fé eins og þeir telja best,“ seg­ir Gunn­ar Smári.

Hann seg­ir ekki beint að það sé ekk­ert hægt að finna að þessu, en að það sé var­huga­vert að skipta sér af innri mál­efn­um. En eru þetta innri mál­efni stjórn­mála­flokks þegar þetta kom út fyr­ir stjórn­mála­flokk­inn?

„Það er að ráðstafa þessu með þess­um hætti. Ég hefði viljað að fleiri flokk­ar hefðu til dæm­is lagt inn styrk inn í Vor­stjórn­ina og þar með inn í Leigj­enda­sam­tök­in. Ég hefði kosið það, ég hefði kosið að fleiri flokk­ar myndu leggja Sam­stöðinni lið.

En það eru alls kon­ar styrk­ir fyr­ir alls kon­ar svona fé­lög sem eru ætluð þeim. Þess­ir styrk­ir eru ætlaðir lýðræðinu, upp­bygg­ingu starf­semi stjórn­mála­flokka og efla þá, sam­kvæmt lög­un­um.

„Svona lög eru í flest­um lönd­um í kring­um okk­ur. Í Þýskalandi er þetta til dæm­is þannig að flokk­arn­ir fá ekki þessa styrki held­ur svona ein­hverj­ir svona „think-tanks“ sem eru á þeirra veg­um, þannig að það séu sjálf­stæðar stofn­an­ir. Það sem að er hluti af þessu, fyr­ir utan það að við þurf­um að búa til breiða fylk­ingu al­menn­ings til þess að sósí­al­ista­flokk­ur „meiki sens“, eins og sagt er, að þá telj­um við líka að flokk­arn­ir hingað til hafi ekk­ert ráðstafað þessu fé neitt sér­stak­lega vel.“

Ekk­ert eft­ir af fram­lög­um til Pírata og VG

Gunn­ar Smári bend­ir á að fjár­magnið hafi ann­ars staðar farið í kosn­inga­sjóð og til rekst­urs kosn­inga­skrif­stofu.

„Sósí­al­ista­flokk­ur­inn hef­ur kosið að verja þessu til þess að byggja upp fjöl­miðil sem að er þó til. Það er ekk­ert eft­ir af fram­lag­inu til Pírata eða VG, það er bara 'púff', það er bara farið. Við höf­um byggt upp Vor­stjörn­una sem hef­ur þó sann­an­lega ein­hverja fal­lega og góða hug­sjón og skipt­ir rosa­lega miklu máli í lýðræðis­legu sam­fé­lagi. Það skipt­ir máli þar sem að við erum með bara opið markaðstorg hug­mynd­anna, svo maður tali eins og hægri­menn gera, að þar eru þeir sem að geta verið að berj­ast þar.“

Hann nefn­ir mátt Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi í aug­lýs­ing­um þessa dag­ana, sem hafi pen­ing til þess að berj­ast fyr­ir hug­mynd­um sín­um.

„En svo erum við með hópa eins og leigj­end­ur, ein­stæða for­eldra, inn­flytj­end­ur, leigj­end­ur hjá Fé­lags­bú­stöðum, fá­tækt fólk á fram­færslu sveit­ar­fé­lag­anna sem hef­ur enga pen­inga­lega burði til þess að heyja sína bar­áttu. Þess vegna töld­um við að það væri, til þess að auka lýðræðið í sam­fé­lag­inu, verðugt hjá okk­ur að taka all­an styrk­inn frá Reykja­vík­ur­borg og helm­ing­inn af styrkn­um frá rík­inu og verja til lýðræðis­legr­ar þátt­töku þess­ara hópa.“

Brot úr viðtal­inu má sjá í spil­ar­an­um efst á síðunni en áskrif­end­ur geta horft á all­an þátt­inn með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

mbl.is