Jens Garðar: „Við verðum að staldra við“

Alþingi | 20. júní 2025

Jens Garðar: „Við verðum að staldra við“

Veiðigjöld sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði yrðu 125 milljónir eftir breytingu þá sem liggur í loftinu með frumvarpi þar um, en eru nú 83 milljónir.

Jens Garðar: „Við verðum að staldra við“

Alþingi | 20. júní 2025

Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi frumvarp um hækkun veiðigjalds …
Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi frumvarp um hækkun veiðigjalds í þinginu í kvöld og tók sjávarútvegsfyrirtækið Odda hf. á Patreksfirði sem dæmi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veiðigjöld sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Odda hf. á Pat­reks­firði yrðu 125 millj­ón­ir eft­ir breyt­ingu þá sem ligg­ur í loft­inu með frum­varpi þar um, en eru nú 83 millj­ón­ir.

Veiðigjöld sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Odda hf. á Pat­reks­firði yrðu 125 millj­ón­ir eft­ir breyt­ingu þá sem ligg­ur í loft­inu með frum­varpi þar um, en eru nú 83 millj­ón­ir.

Þetta kom fram í ræðu Jens Garðars Helga­son­ar þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á Alþingi í kvöld þar sem tek­ist var á um frum­varpið, sem stjórn Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga ræddi á fundi sín­um í gær og gerði um sér­staka bók­un þar sem stjórn­in kvaðst undr­ast tregðu stjórn­valda til að veita aðgang að lyk­il­gögn­um sem varpi ljósi á raun­veru­leg áhrif frum­varps­ins.

Sagði Jens í ræðu sinni að ósk­andi hefði verið að ein­hverj­ir úr meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar hefðu séð sér fært að vera viðstadd­ir í þingsaln­um þar sem hann hefði fengið nýj­ar töl­ur frá end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Deloitte um hvaða áhrif veiðigjaldið nýja hefði á Odda sem er meðal­stórt fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi.

Marg­ar krón­ur á kíló

Sagði Jens þessa nýju tölu, 125 millj­ón­ir, vera út­kom­una eft­ir hækk­un frí­tekju­marks og spurði hvernig á því skyldi standa. Þar væri skýr­ing­in breytt­ur reikni­stofn.

„Þetta eru marg­ar krón­ur á kíló fyr­ir þorsk og ýsu. Hann [reikni­stofn­inn] breytt­ist og hann snar­hækkaði sem verður til þess að þetta er 50 pró­senta hækk­un með öll­um þeim mögu­legu af­slátt­um sem til eru í kerf­inu. Þetta er 50 pró­senta hækk­un á veiðigjöld­um, 50 pró­senta hækk­un, en þar með er ekki öll sag­an sögð um þetta litla meðal­stóra fyr­ir­tæki, virðuleg­ur for­seti,“ sagði þingmaður­inn í ræðu sinni.

Þar sem nú­ver­andi veiðigjald tæki 75 til 80 pró­sent af ráðstöf­un­ar­tekj­um Odda, að greidd­um rekstri, fjár­magns­gjöld­um og nauðsyn­leg­um viðhalds­fjár­fest­ing­um, færi það sem eft­ir stæði í nýja gjaldið, fé fyr­ir­tækja sem for­sæt­is­ráðherra hafi á fundi með íbú­um á Vest­fjörðum í gær talað um að búið væri að koma í var.

Nýj­ar töl­ur, nýj­ar grein­ing­ar

Töl­urn­ar segðu hins veg­ar sitt og sagði Jens það bein­lín­is rangt að búið væri að koma til móts við litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir. „Það er bein­lín­is rangt. Af því að við erum að fá núna inn nýj­ar töl­ur, nýj­ar grein­ing­ar, frá Deloitte og ég get tekið það fram að Deloitte er ekki einu sinni end­ur­skoðandi þessa fé­lags, Odda á Pat­reks­firði,“ sagði þingmaður­inn.

Kvað Jens málið stóral­var­legt og biðlaði und­ir lok ræðu sinn­ar til rík­is­stjórn­ar­inn­ar og meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar.

„Við verðum að staldra við. Það get­ur vel verið að hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra standi í þeirri trú að þetta hafi átt að hafa til­ætlaðan ár­ang­ur, að koma til móts við þess­ar út­gerðir. En það ger­ir það bara ekki og töl­urn­ar tala sínu máli. Við verðum að staldra við,“ lauk Jens Garðar Helga­son máli sínu.

mbl.is