Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti ráðamenn sína í dag til þess að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hindra efnahagslegt kreppuástand í landinu. Slíkt mætti ekki verða undir neinum kringumstæðum, en embættismenn stjórnar Pútíns hafa haft uppi varnaðarorð um kólnandi hagkerfi.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti ráðamenn sína í dag til þess að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hindra efnahagslegt kreppuástand í landinu. Slíkt mætti ekki verða undir neinum kringumstæðum, en embættismenn stjórnar Pútíns hafa haft uppi varnaðarorð um kólnandi hagkerfi.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti ráðamenn sína í dag til þess að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hindra efnahagslegt kreppuástand í landinu. Slíkt mætti ekki verða undir neinum kringumstæðum, en embættismenn stjórnar Pútíns hafa haft uppi varnaðarorð um kólnandi hagkerfi.
Mánuðum saman hafa hagfræðingar boðað hægari snúning efnahagsvélarinnar sem ekki hefur skilað eins takmörkuðum vexti og á fyrsta fjórðungi þessa árs síðan fyrir tveimur árum, árið eftir innrásina í Úkraínu þegar viðskiptaþvinganir heimsbyggðarinnar settu rússnesku atvinnulífi og milliríkjaviðskiptum stólinn fyrir dyrnar.
Segja stjórnvöld í Kreml að þessa hafi mátt vænta eftir tvö ör vaxtarár þegar hernaðarútgjöld keyrðu rússneskt hagkerfi áfram svo knýja mætti stríðsvélina í Úkraínu og er nú svo komið að embættismenn, þar á meðal sjálfur efnahagsráðherra landsins, hafa varað við mögrum misserum fram undan.
„Sérfræðingar benda nú á hættuna á stöðnun, jafnvel kreppu,“ sagði Pútín í ávarpi er hann flutti á stærstu efnahagsráðstefnu landsins í Pétursborg og bætti því við að til slíks mætti alls ekki koma, hvað sem á dyndi.
„Við verðum að fylgja þaulhugsaðri útgjalda-, skatta- og fjárhagsstefnu,“ sagði forsetinn á ráðstefnunni.
Benda hagfróðir greinendur nú á að yfirdrifin fjárfesting í hergagnaframleiðslu nægi hreinlega ekki lengur til að halda hita á rússnesku hagkerfi – hún gefi ekki af sér neina raunverulega framleiðniaukningu. Neitaði Pútín því hins vegar staðfastlega á ráðstefnunni að hergagnaframleiðsla ein hefði haldið hagkerfinu í uppréttri stöðu.
„Auðvitað hafði varnarmálaiðnaðurinn sitt að segja á þessum vettvangi, en það hafði fjármála- og tölvugeirinn líka,“ sagði hann. Rússneska hagkerfið þyrfti „vöxt í jafnvægi“ sagði hann um leið og hann biðlaði því til embættismanna sinna að „fylgjast grannt með öllum lífsmörkum iðnaðar, atvinnulífs og jafnvel einstakra fyrirtækja“.