Pútín felmt við kreppu

Rússland | 20. júní 2025

Pútín felmt við kreppu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti ráðamenn sína í dag til þess að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hindra efnahagslegt kreppuástand í landinu. Slíkt mætti ekki verða undir neinum kringumstæðum, en embættismenn stjórnar Pútíns hafa haft uppi varnaðarorð um kólnandi hagkerfi.

Pútín felmt við kreppu

Rússland | 20. júní 2025

Vladimír Pútín flytur ávarp á alþjóðlegu fjögurra daga efnhagsráðstefnunni SPIEF …
Vladimír Pútín flytur ávarp á alþjóðlegu fjögurra daga efnhagsráðstefnunni SPIEF í Pétursborg sem lýkur á morgun, laugardag. AFP/Olga Maltseva

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hvatti ráðamenn sína í dag til þess að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hindra efna­hags­legt kreppu­ástand í land­inu. Slíkt mætti ekki verða und­ir nein­um kring­um­stæðum, en emb­ætt­is­menn stjórn­ar Pútíns hafa haft uppi varnaðarorð um kóln­andi hag­kerfi.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hvatti ráðamenn sína í dag til þess að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hindra efna­hags­legt kreppu­ástand í land­inu. Slíkt mætti ekki verða und­ir nein­um kring­um­stæðum, en emb­ætt­is­menn stjórn­ar Pútíns hafa haft uppi varnaðarorð um kóln­andi hag­kerfi.

Mánuðum sam­an hafa hag­fræðing­ar boðað hæg­ari snún­ing efna­hags­vél­ar­inn­ar sem ekki hef­ur skilað eins tak­mörkuðum vexti og á fyrsta fjórðungi þessa árs síðan fyr­ir tveim­ur árum, árið eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu þegar viðskiptaþving­an­ir heims­byggðar­inn­ar settu rúss­nesku at­vinnu­lífi og milli­ríkjaviðskipt­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar.

Segja stjórn­völd í Kreml að þessa hafi mátt vænta eft­ir tvö ör vaxt­ar­ár þegar hernaðarút­gjöld keyrðu rúss­neskt hag­kerfi áfram svo knýja mætti stríðsvél­ina í Úkraínu og er nú svo komið að emb­ætt­is­menn, þar á meðal sjálf­ur efna­hags­ráðherra lands­ins, hafa varað við mögr­um miss­er­um fram und­an.

Her­gagna­fram­leiðsla dugi ekki leng­ur til

„Sér­fræðing­ar benda nú á hætt­una á stöðnun, jafn­vel kreppu,“ sagði Pútín í ávarpi er hann flutti á stærstu efna­hags­ráðstefnu lands­ins í Pét­urs­borg og bætti því við að til slíks mætti alls ekki koma, hvað sem á dyndi.

„Við verðum að fylgja þaul­hugsaðri út­gjalda-, skatta- og fjár­hags­stefnu,“ sagði for­set­inn á ráðstefn­unni.

Benda hag­fróðir grein­end­ur nú á að yf­ir­drif­in fjár­fest­ing í her­gagna­fram­leiðslu nægi hrein­lega ekki leng­ur til að halda hita á rúss­nesku hag­kerfi – hún gefi ekki af sér neina raun­veru­lega fram­leiðniaukn­ingu. Neitaði Pútín því hins veg­ar staðfast­lega á ráðstefn­unni að her­gagna­fram­leiðsla ein hefði haldið hag­kerf­inu í upp­réttri stöðu.

„Auðvitað hafði varn­ar­málaiðnaður­inn sitt að segja á þess­um vett­vangi, en það hafði fjár­mála- og tölvu­geir­inn líka,“ sagði hann. Rúss­neska hag­kerfið þyrfti „vöxt í jafn­vægi“ sagði hann um leið og hann biðlaði því til emb­ætt­is­manna sinna að „fylgj­ast grannt með öll­um lífs­mörk­um iðnaðar, at­vinnu­lífs og jafn­vel ein­stakra fyr­ir­tækja“.

mbl.is