Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, telur umræðuna á Alþingi um veiðigjöldin vera á villigötum og nefnir í því samhengi ummæli sem voru látin falla í gærkvöldi.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, telur umræðuna á Alþingi um veiðigjöldin vera á villigötum og nefnir í því samhengi ummæli sem voru látin falla í gærkvöldi.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, telur umræðuna á Alþingi um veiðigjöldin vera á villigötum og nefnir í því samhengi ummæli sem voru látin falla í gærkvöldi.
„Menn eru farnir að koma upp í ræðustólinn og segja, og verið þannig í fjölmiðlum líka, að það sé ætlun ríkisstjórnarinnar, að ríkisstjórnin vilji, það sé markmið hennar, að setja fyrirtæki á hausinn, svipta fólk atvinnu,” sagði Sigmar á Alþingi í morgun undir dagskrárliðnum störf þingsins. Talað væri um að slíkt tengdist Evrópusambandinu.
Sömu þingmenn hefðu talað um að í atvinnuvegaráðuneytinu væri starfsfólk að blekkja þingið.
„Við getum verið ósammála um efnisatriði en sumt held ég að menn ættu að hugsa betur áður en þeir láta það út úr sér. Við erum ósammála um veiðigjöldin en það ætlar sér enginn neitt illt, hvorki stjórnarandstaðan né stjórnin. Við skulum ekki gera hvert öðru það upp,” sagði Sigmar.