„Það ætlar sér enginn neitt illt“

Alþingi | 20. júní 2025

„Það ætlar sér enginn neitt illt“

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, telur umræðuna á Alþingi um veiðigjöldin vera á villigötum og nefnir í því samhengi ummæli sem voru látin falla í gærkvöldi.

„Það ætlar sér enginn neitt illt“

Alþingi | 20. júní 2025

Sigmar Guðmundsson í ræðustól.
Sigmar Guðmundsson í ræðustól. mbl.is/Eyþór

Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, tel­ur umræðuna á Alþingi um veiðigjöld­in vera á villi­göt­um og nefn­ir í því sam­hengi um­mæli sem voru lát­in falla í gær­kvöldi.

Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, tel­ur umræðuna á Alþingi um veiðigjöld­in vera á villi­göt­um og nefn­ir í því sam­hengi um­mæli sem voru lát­in falla í gær­kvöldi.

„Menn eru farn­ir að koma upp í ræðustól­inn og segja, og verið þannig í fjöl­miðlum líka, að það sé ætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að rík­is­stjórn­in vilji, það sé mark­mið henn­ar, að setja fyr­ir­tæki á haus­inn, svipta fólk at­vinnu,” sagði Sig­mar á Alþingi í morg­un und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins. Talað væri um að slíkt tengd­ist Evr­ópu­sam­band­inu.

Sömu þing­menn hefðu talað um að í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu væri starfs­fólk að blekkja þingið.

„Við get­um verið ósam­mála um efn­is­atriði en sumt held ég að menn ættu að hugsa bet­ur áður en þeir láta það út úr sér. Við erum ósam­mála um veiðigjöld­in en það ætl­ar sér eng­inn neitt illt, hvorki stjórn­ar­andstaðan né stjórn­in. Við skul­um ekki gera hvert öðru það upp,” sagði Sig­mar.

mbl.is