„Það var ekki ein einasta dauð stund“

Danmörk | 21. júní 2025

„Það var ekki ein einasta dauð stund“

Unnur Ósk Kristinsdóttir er þrítug og hefur nýtt síðastliðin ár vel í alls kyns ferðalög. Í fyrra fór hún í ferð drauma sinni til Japans ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær ferðuðust til nokkurra borga og náðu að gera ótrúlega mikið, en ferðin stóð yfir í um tæpar þrjár vikur.

„Það var ekki ein einasta dauð stund“

Danmörk | 21. júní 2025

Hérna eru vinkonurnar Marie, Unnur Ósk og Sara Kristín að …
Hérna eru vinkonurnar Marie, Unnur Ósk og Sara Kristín að njóta sólarinnar í Kyoto. Ljósmynd/Aðsend

Unn­ur Ósk Krist­ins­dótt­ir er þrítug og hef­ur nýtt síðastliðin ár vel í alls kyns ferðalög. Í fyrra fór hún í ferð drauma sinni til Jap­ans ásamt tveim­ur vin­kon­um sín­um. Þær ferðuðust til nokk­urra borga og náðu að gera ótrú­lega mikið, en ferðin stóð yfir í um tæp­ar þrjár vik­ur.

Unn­ur Ósk Krist­ins­dótt­ir er þrítug og hef­ur nýtt síðastliðin ár vel í alls kyns ferðalög. Í fyrra fór hún í ferð drauma sinni til Jap­ans ásamt tveim­ur vin­kon­um sín­um. Þær ferðuðust til nokk­urra borga og náðu að gera ótrú­lega mikið, en ferðin stóð yfir í um tæp­ar þrjár vik­ur.

„Ég flutti til Kaup­manna­hafn­ar síðastliðið haust og hef verið að njóta lífs­ins þar síðan. Ég vinn hjá Stor­ytel. Það er al­gjör draum­ur að vinna í ná­lægð við bæk­ur alla daga. Ég hef ferðast nokkuð mikið og elska að upp­lifa nýja menn­ingu og fram­andi staði. Ég hef aldrei farið í hefðbundna reisu en ég reyni að fara í minni æv­in­týra­ferðir eins oft og ég get. Fyr­ir tveim­ur árum eyddi ég mánuði í Suður-Am­er­íku, síðasta sum­ar fór ég til Georgíu og í vet­ur fór ég í brimbretta­ferð til Mar­okkó. Þannig að ferðalög eru mjög stór ástríða hjá mér, og í maí­mánuði í fyrra fór ég í æðis­lega vin­konu­ferð til Jap­ans!“

Það er ekki ónýtt að fara í skvísuferð alla leið …
Það er ekki ónýtt að fara í skvísu­ferð alla leið til Jap­ans. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig ákváðu þið að fara í frí til Jap­ans?

„Við fór­um þrjár vin­kon­ur sam­an, en við kynnt­umst í þegar við vor­um all­ar í skipti­námi í Ástr­al­íu árið 2017 og höf­um ferðast mikið sam­an síðan. Hug­mynd­in um Jap­an kom upp stuttu eft­ir að við kynnt­umst og síðan þá hef­ur þetta alltaf verið á list­an­um okk­ar. Þannig að þetta var ekki spurn­ing hvort við fær­um, held­ur hvenær. Mér hef­ur alltaf þótt Jap­an virka spenn­andi, þar er ein­stök blanda af mik­illi sögu, fram­andi menn­ingu, ótrú­legri nátt­úru, geðveik­um borg­um og full­komnu lest­ar­kerfi. Og svo auðvitað; sus­hi, Asa­hi bjór og karíókí, það verður ekki mikið betra en það.“

Marga dreymir um að fara til landisns, einkum vegna einstakrar …
Marga dreym­ir um að fara til land­isns, einkum vegna ein­stakr­ar menn­ing­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert fóru þið?

„Við byrjuðum í Tokyo og vor­um þar í þrjár næt­ur til að venja á okk­ur tíma­mis­mun­inn. Við gerðum það samt ekki því við vor­um of spennt­ar að fara út og skoða. Við sáum ótrú­lega margt fyrsta dag­inn en fund­um svo fyr­ir þreyt­unni næstu daga eft­ir það. Svo fór­um við til Hako­ne þar sem við gist­um á hefðbundnu japönsku Ryok­an- gisti­heim­ili með On­sen-nátt­úru­laug­um, það var al­gjör af­slöpp­un. Planið var að reyna að sjá fjallið Fuji frá Hako­ne, en ský­in ákváðu að stríða okk­ur. Frá Hako­ne fór­um við með hraðlest til Kyoto þar sem við sáum Aoi Matsuri skrúðgöng­una fyr­ir al­gjöra til­vilj­un. Það var eins og að fara í tíma­vél að sjá hana en á þess­um degi eru marg­ar hefðir sem eru yfir 1.500 ára gaml­ar.

Kyoto var æðis­leg og þar smökkuðum við líka Okonomiyaki, sem er eitt það besta sem ég hef borðað. Það er pönnukaka og á hana get­ur verið sett alls kyns græn­meti, kjöt og sós­ur. Við fór­um á veit­ingastað sem heit­ir Gion Tanto og við þurft­um að bíða í einn og hálf­an klukku­tíma þar eft­ir borði, en svo var þetta eldað fyr­ir fram­an okk­ur, og biðin var hverr­ar mín­útu virði,“ seg­ir Unn­ur Ósk.

Unnur var yfir sig hrifin af matnum í Japan og …
Unn­ur var yfir sig hrif­in af matn­um í Jap­an og prófaði marga ólíka rétti. Ljós­mynd/​Aðsend

„Eft­ir Kyoto héld­um við til Hiros­hima, borg sem var ótrú­legt að upp­lifa. Það var magnað að sjá hvernig borg­in hef­ur verið end­ur­byggð og fór­um á friðarsafnið í borg­inni sem fór ótrú­lega ít­ar­lega og fal­lega yfir alla sögu borg­ar­inn­ar og hörm­ung­anna sem hafa dunið þar á. Þar voru meðal ann­ars mynd­ir af fólk­inu sem dó, sög­ur þeirra sagðar og jafn­vel föt­in sem þau voru í þegar sprengj­an sprakk. Þetta var ótrú­lega áhrifa­ríkt að sjá og við kom­um þaðan út með mikla sorg í hjart­anu og end­ur­nýjaða aðdáun á borg­inni. Við fór­um líka í dags­ferð í Miyajima þjóðgarðinn en héld­um svo til Osaka, þar sem við eydd­um fjór­um dög­um, fór­um meðal ann­ars í hefðbundna te at­höfn og lærðum meira um sögu borg­ar­inn­ar,“ seg­ir Unn­ur.

Hér er Unnur Ósk í te athöfn, en hún og …
Hér er Unn­ur Ósk í te at­höfn, en hún og vin­kon­urn­ar tvær voru all­ar sam­mála um það að, njóta land­ins og dýfa sér í japönsku menn­ing­una. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við kíkt­um líka til Nara þjóðgarðinn þar sem við klöppuðum dá­dýr­um og nut­um stór­feng­legr­ar nátt­úru. Enduðum svo á að fara aft­ur til Tokyo og eyða síðustu dög­un­um í að fara á söfn, borða enn meiri góðan mat og syngja meira kara­oke. Við gist­um þá á hylkja­hót­eli, í öðru hverfi borg­ar­inn­ar, í þetta skiptið. Það var ótrú­lega áhuga­verð upp­lif­un að gista í lokuðu hylkja­svefn­her­bergi, og það var ótrú­lega gam­an að sjá aðra hluta borg­ar­inn­ar, sem er ennþá stærri en ég hefði getað ímyndað mér. Við fór­um út um allt með al­menn­ings­sam­göng­um og á milli borga með hraðlest­un­um. Þær eru í dýr­ari kant­in­um en það var allt svo sann­ar­lega þess virði! Að fara yfir 450 kíló­mera á tveim­ur tím­um var ótrú­legt og þetta hraðlest­ar­kerfi gerði okk­ur kleift að sjá mikið af land­inu, á kannski frek­ar stutt­um tíma.“

Það fór vel um stöllurnar, í sitt hvoru herberginu á …
Það fór vel um stöll­urn­ar, í sitt hvoru her­berg­inu á þessu hylkja­hót­eli, en vin­sæld­ir slíkra hót­ela fara vax­andi með ár­un­um í Asíu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða staðir stóðu upp úr og af hverju?

„Kyoto var al­gjör­lega ein­stök, þá verð ég að nefna menn­ing­una, það er mik­il saga þar og and­rúms­loftið var öðru­vísi en ann­ars staðar. Hiros­hima hafði líka gríðarleg áhrif og setti marga hluti í nýtt sam­hengi. En ferðin fór fram úr öll­um vænt­ing­um, það var ekki ein ein­asta dauð stund í Jap­an,“ seg­ir Unn­ur.

Stelpurnar áttu frábæran dag í borginni Nara, þar sem þessi …
Stelp­urn­ar áttu frá­bær­an dag í borg­inni Nara, þar sem þessi dá­dýr eiga heima. Ljós­mynd/​Aðsend

Hefðuð þið viljað plana ferðina öðru­vísi?

„Já, ef við hefðum haft lengri tíma hefðum við mögu­lega farið á fleiri staði. Við geng­um 20-30 kíló­metra á dag, þannig að und­ir lok­in vor­um við orðnar ansi þreytt­ar. Það hefði verið gott að eiga fleiri daga til að slaka aðeins á. Við fór­um líka bara á lítið svæði lands­ins en það hefði líka verið ótrú­lega gam­an að kom­ast víðar, á aðeins ótroðnari slóðir, þar sem það var allt mor­andi í ferðalöng­um allsstaðar sem við fór­um. Við heim­sótt­um ótrú­lega mörg musteri og und­ir lok­in vor­um við orðnar ör­lítið mettaðar af þeim. Þau voru öll ótrú­lega fal­leg, en renna sum svo­lítið sam­an í minn­ing­unni,“ seg­ir hún.

Hún var ánægð að fá að sjá kastalann í Osaka.
Hún var ánægð að fá að sjá kast­al­ann í Osaka. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað finnst þér áhuga­verðast við Jap­an?

„Ótrú­leg­ur mat­ur! Við prófuðum all­an skalann, dýra og fína veit­ingastaði, lít­il veit­inga­hús og snarlið í 7/​11, og það var ekki ein slæm máltíð. Okonomiyaki, ramen, kobe nauta­kjöt, sus­hi, onig­iri, list­inn er enda­laus.

Að fara í lest þar var líka mjög gam­an og skipu­lagið í lest­ar­kerf­inu var al­veg magnað. Það var stór upp­lif­un að fara í hraðlest­arn­ar, við vor­um orðnar ótrú­lega góðu van­ar að fara þvert yfir landið á auga­bragði.

Fólkið var ótrú­lega al­menni­legt og kurt­eist og það var al­gjör lúx­us að upp­lifa ör­yggið í Jap­an. Og svo verð ég auðvitað að nefna kló­sett­in, þau eru ótrú­leg, karókókíið, hylkja­hót­el­in, sake-ið, skilt­in, menn­ing­in, sag­an, ég gæti haldið áfram enda­laust! Ef ein­hver er að pæla í að fara til Jap­ans, þá gæti ég ekki mælt meira með því.“

Hér eru vinkonurnar í hið fræga Fushimi Inari í Kyoto.
Hér eru vin­kon­urn­ar í hið fræga Fus­himi In­ari í Kyoto. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig lít­ur sum­arið út hjá þér?

„Ég er búin að vera að njóta þess að koma mér fyr­ir í Kaup­manna­höfn og er spennt fyr­ir að eyða sumr­inu hér, en alltaf með aug­un opin fyr­ir næsta æv­in­týri. Ég fór í brimbretta­ferðina um pásk­ana og svo kíkti ég til Möltu í maí svo það hef­ur verið nóg að gera. Í augna­blik­inu eru Indó­nesía og Víet­nam efst á list­an­um, við sjá­um hvað verður,“ seg­ir Unn­ur Ósk.

mbl.is