„Umræðuþörfin er greinileg“

Alþingi | 21. júní 2025

„Umræðuþörfin er greinileg“

Þingfundur um veiðigjöld sem hófst á Alþingi klukkan 10:30 í morgun stendur enn yfir. Önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra er eina málið á dagskrá.

„Umræðuþörfin er greinileg“

Alþingi | 21. júní 2025

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir umræður um veiðigjöld ganga …
Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir umræður um veiðigjöld ganga ágætlega. mbl.is/Eyþór

Þing­fund­ur um veiðigjöld sem hófst á Alþingi klukk­an 10:30 í morg­un stend­ur enn yfir. Önnur umræða um veiðigjalda­frum­varp at­vinnu­vegaráðherra er eina málið á dag­skrá.

Þing­fund­ur um veiðigjöld sem hófst á Alþingi klukk­an 10:30 í morg­un stend­ur enn yfir. Önnur umræða um veiðigjalda­frum­varp at­vinnu­vegaráðherra er eina málið á dag­skrá.

Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir umræðurn­ar ganga ágæt­lega. „Það er mynd­ar­leg mæl­enda­skrá enn þá, og umræðuþörf­in er greini­leg.“

Stjórn­ar­andstaða fyll­ir mæl­enda­skrá

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar eru þeir einu á mæl­enda­skrá.

Umræður um málið hafa verið skraut­leg­ar að und­an­förnu og stóru orðin ekki spöruð.

Guðmund­ur seg­ist í dag gera ráð fyr­ir því að umræðan klárist og málið fari hugs­an­lega aft­ur til nefnd­ar þar sem það gæti tekið breyt­ing­um.

mbl.is