Á annan tug Íslendinga í Íran og Ísrael

Á annan tug Íslendinga í Íran og Ísrael

Á annan tug Íslendinga eru staddir í Íran og Ísrael, en átök geisa nú á milli ríkjanna tveggja. 

Á annan tug Íslendinga í Íran og Ísrael

Átök á milli Ísraels og Írans | 22. júní 2025

Bygging í ísrael sem var lögð í eyði af flugskeyti …
Bygging í ísrael sem var lögð í eyði af flugskeyti Írana. AFP/Menahem Kahana

Á ann­an tug Íslend­inga eru stadd­ir í Íran og Ísra­el, en átök geisa nú á milli ríkj­anna tveggja. 

Á ann­an tug Íslend­inga eru stadd­ir í Íran og Ísra­el, en átök geisa nú á milli ríkj­anna tveggja. 

Þetta seg­ir Ægir Þór Ey­steins­son, upp­lýs­inga­full­trúi hjá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is. 

„Ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu er kunn­ugt um tíu ís­lenska rík­is­borg­ara í Íran og fjóra í Ísra­el og hef­ur borg­araþjón­usta ráðuneyt­is­ins verið í sam­skipt­um við þenn­an hóp sem og ætt­ingja þeirra hér á landi,“ skrif­ar Ægir. 

Á síðustu dög­um hafa Ísra­els­menn helst beint árás­um sín­um á kjarn­orku- og hernaðar­innviði í Íran en árás­ir Írana hafa verið ómark­viss­ari og hafa flug­skeyti þeirra, sem kom­ast fram hjá loft­vörn­um Ísra­ela, að mestu lent á borg­ara­leg­um innviðum í Ísra­el.

Banda­rík­in sprengdu í gær­kvöldi á þrem­ur stöðum í Íran, þar sem Íran­ar hafa kjarn­orku­starf­semi sína. Íran­ar hafa heitið hefnd­um fyr­ir árás­irn­ar og er talið nær víst að þeir muni svara fyr­ir sig á ein­hvern hátt. 

mbl.is