Á annan tug Íslendinga eru staddir í Íran og Ísrael, en átök geisa nú á milli ríkjanna tveggja.
Á annan tug Íslendinga eru staddir í Íran og Ísrael, en átök geisa nú á milli ríkjanna tveggja.
Á annan tug Íslendinga eru staddir í Íran og Ísrael, en átök geisa nú á milli ríkjanna tveggja.
Þetta segir Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.
„Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael og hefur borgaraþjónusta ráðuneytisins verið í samskiptum við þennan hóp sem og ættingja þeirra hér á landi,“ skrifar Ægir.
Á síðustu dögum hafa Ísraelsmenn helst beint árásum sínum á kjarnorku- og hernaðarinnviði í Íran en árásir Írana hafa verið ómarkvissari og hafa flugskeyti þeirra, sem komast fram hjá loftvörnum Ísraela, að mestu lent á borgaralegum innviðum í Ísrael.
Bandaríkin sprengdu í gærkvöldi á þremur stöðum í Íran, þar sem Íranar hafa kjarnorkustarfsemi sína. Íranar hafa heitið hefndum fyrir árásirnar og er talið nær víst að þeir muni svara fyrir sig á einhvern hátt.