Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að Bandaríkin hafi sprengt á þremur stöðum í Íran, þar sem Íranar hafa kjarnorkustarfsemi sína.
Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að Bandaríkin hafi sprengt á þremur stöðum í Íran, þar sem Íranar hafa kjarnorkustarfsemi sína.
Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að Bandaríkin hafi sprengt á þremur stöðum í Íran, þar sem Íranar hafa kjarnorkustarfsemi sína.
Í yfirlýsingu Trump kemur fram að „fullum skammti“ af sprengjum hafi verið varpað á Fordo, en þar er helsti hluti kjarnorkuáætlunar Írans talinn staðsettur djúpt í jörðu. Þá var sprengjum varpað á Natans og Isfan, sem einnig eru hluti af kjarnorkustarfsemi Írans.
Fram kom að árásirnar hefðu verið mjög árangursríkar.
Allar flugvélarnar voru komnar út úr flughelgi Írans þegar Trump setti yfirlýsinguna á samfélagsmiðil sinn, Truth Social.
„Hamingjuóskir til hinna miklu amerísku stríðshetja. Enginn annar her í heiminum hefði getað framkvæmt þetta,“ skrifaði hann, og bætti við, með hástöfum: „Nú er tími kominn á frið!“
Átök hafa lengi staðið yfir á milli Ísraels og Írans eða ýmissa skjólstæðinga Írans, svo sem hryðjuverkasamtakanna Hamas, Hesbollah og Húta. Með sprengjuárásum Ísraels sem hófust fyrir rúmri viku mögnuðust bein átök við Íran og hafa Ísraelar laskað loftvarnir Írans, kjarnorkuframleiðslu þess og fellt marga herforingja og vísindamenn sem störfuðu að kjarnorkuáætluninni.
Trump hafði gefið í skyn að lengri tími kynni að líða áður en hann léti til skarar skríða, ef af yrði, en nú hefur hann tekið af skarið og látið varpa sprengjum á þessa þrjá mikilvægu staði, sem taldir eru meginstöðvar kjarnorkuáætlunar Írans.
Ástæða þess að Bandaríkin blanda sér nú með beinum hætti í átökin er talin vera sú að Ísraelar búa ekki yfir þeim sprengjum sem þurfti til að eyðileggja neðanjarðarstarfsemi Írans á þessu sviði. Fyrr í dag, laugardag, fóru margar B-2 sprengjuþotur frá Missouri og yfir Kyrrahafið, að sögn WSJ, en slíkar vélar geta borið stórar sérútbúnar sprengjur til að vinna bug á mannvirkjum neðanjarðar.
Að undanförnu hafa komið fram vísbendingar um að stutt kunni að vera, jafnvel fáeinar vikur, í að Íranar geti komið sér upp kjarnorkuvopnum. Viðræður við Írana um að þeir láti af kjarnorkuáætlun sinni hafa ekki skilað árangri.