Bandaríkin sprengja í Íran

Bandaríkin sprengja í Íran

Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að Bandaríkin hafi sprengt á þremur stöðum í Íran, þar sem Íranar hafa kjarnorkustarfsemi sína. 

Bandaríkin sprengja í Íran

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 22. júní 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir árásirnar hafa verið mjög árangursríkar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir árásirnar hafa verið mjög árangursríkar. AFP/Michael Ngan

Trump for­seti Banda­ríkj­anna hef­ur til­kynnt að Banda­rík­in hafi sprengt á þrem­ur stöðum í Íran, þar sem Íran­ar hafa kjarn­orku­starf­semi sína. 

Trump for­seti Banda­ríkj­anna hef­ur til­kynnt að Banda­rík­in hafi sprengt á þrem­ur stöðum í Íran, þar sem Íran­ar hafa kjarn­orku­starf­semi sína. 

Í yf­ir­lýs­ingu Trump kem­ur fram að „full­um skammti“ af sprengj­um hafi verið varpað á For­do, en þar er helsti hluti kjarn­orku­áætlun­ar Írans tal­inn staðsett­ur djúpt í jörðu. Þá var sprengj­um varpað á Natans og Is­fan, sem einnig eru hluti af kjarn­orku­starf­semi Írans. 

Fram kom að árás­irn­ar hefðu verið mjög ár­ang­urs­rík­ar.

All­ar flug­vél­arn­ar voru komn­ar út úr flug­helgi Írans þegar Trump setti yf­ir­lýs­ing­una á sam­fé­lags­miðil sinn, Truth Social. 

„Ham­ingjuósk­ir til hinna miklu am­er­ísku stríðshetja. Eng­inn ann­ar her í heim­in­um hefði getað fram­kvæmt þetta,“ skrifaði hann, og bætti við, með há­stöf­um: „Nú er tími kom­inn á frið!“

Átök hafa lengi staðið yfir á milli Ísra­els og Írans eða ým­issa skjól­stæðinga Írans, svo sem hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as, Hes­bollah og Húta. Með sprengju­árás­um Ísra­els sem hóf­ust fyr­ir rúmri viku mögnuðust bein átök við Íran og hafa Ísra­el­ar laskað loft­varn­ir Írans, kjarn­orku­fram­leiðslu þess og fellt marga her­for­ingja og vís­inda­menn sem störfuðu að kjarn­orku­áætlun­inni. 

Trump hafði gefið í skyn að lengri tími kynni að líða áður en hann léti til skar­ar skríða, ef af yrði, en nú hef­ur hann tekið af skarið og látið varpa sprengj­um á þessa þrjá mik­il­vægu staði, sem tald­ir eru meg­in­stöðvar kjarn­orku­áætlun­ar Írans. 

Ástæða þess að Banda­rík­in blanda sér nú með bein­um hætti í átök­in er tal­in vera sú að Ísra­el­ar búa ekki yfir þeim sprengj­um sem þurfti til að eyðileggja neðanj­arðar­starf­semi Írans á þessu sviði. Fyrr í dag, laug­ar­dag, fóru marg­ar B-2 sprengjuþotur frá Mis­souri og yfir Kyrra­hafið, að sögn WSJ, en slík­ar vél­ar geta borið stór­ar sér­út­bún­ar sprengj­ur til að vinna bug á mann­virkj­um neðanj­arðar.  

Að und­an­förnu hafa komið fram vís­bend­ing­ar um að stutt kunni að vera, jafn­vel fá­ein­ar vik­ur, í að Íran­ar geti komið sér upp kjarn­orku­vopn­um. Viðræður við Írana um að þeir láti af kjarn­orku­áætlun sinni hafa ekki skilað ár­angri.

Bandarískar sprengjuvélar af gerðinni B-2 í Keflavík, sama gerð og …
Banda­rísk­ar sprengju­vél­ar af gerðinni B-2 í Kefla­vík, sama gerð og talið er að hafi verið notuð við árás­ina á Íran. Vél­arn­ar leyn­ast vel í lofti og geta flogið langt með öfl­ug­ar sprengju­hleðslur. Banda­ríski flug­her­inn
mbl.is