Bandaríkjunum verði svarað fyrir árásirnar

Bandaríkjunum verði svarað fyrir árásirnar

Masoud Pezeshkian, forseti Írans, segir brýnt að Bandaríkjamönnum verði svarað fyrir loftárásir á kjarnorkuinnviði í Íran.

Bandaríkjunum verði svarað fyrir árásirnar

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 22. júní 2025

Masoud Pezeshkian, forseti Írans.
Masoud Pezeshkian, forseti Írans. AFP/Skrifstofa forseta Írans

Masoud Pezes­hki­an, for­seti Írans, seg­ir brýnt að Banda­ríkja­mönn­um verði svarað fyr­ir loft­árás­ir á kjarn­orku­innviði í Íran.

Masoud Pezes­hki­an, for­seti Írans, seg­ir brýnt að Banda­ríkja­mönn­um verði svarað fyr­ir loft­árás­ir á kjarn­orku­innviði í Íran.

Þessu grein­ir rík­is­fjöl­miðill Írans (IRNA) frá og vitn­ar í sím­tal á milli Pezes­hik­i­an og Emm­anu­els Macrons, for­seta Frakk­lands.

„Banda­ríkja­menn verða að fá svar við árás sinni,“ er haft eft­ir ír­anska for­set­an­um.

Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína í Hvíta húsinu.
Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ávarp­ar þjóð sína í Hvíta hús­inu. AFP/​Car­los Barria

Verja sig með öll­um til­tæk­um ráðum

Es­ma­eil Baqa­ei, talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Írans, seg­ir að ríkið sé til­búið að verja sig með öll­um til­tæk­um ráðum, í kjöl­far loft­árás­anna.

„Íran er staðráðið í að verja full­veldi sitt, land­helgi, þjóðarör­yggi og þjóð með öll­um til­tæk­um ráðum,“ skrif­ar Baqa­ei á sam­fé­lags­miðlin­um X.

For­dæm­ir hann árás­irn­ar og lýs­ir þeim sem óskilj­an­leg­um af hendi rík­is, sem hafi í vopna­búri sínu kjarn­orku­vopn, gegn ríki sem eigi eng­in slík vopn.

mbl.is