„Heppnar að fá að sjá þetta með eigin augum“

Heimsreisa | 22. júní 2025

„Heppnar að fá að sjá þetta með eigin augum“

Vinkonurnar Birna Mjöll Björgvinsdóttir og Isabella Ó. J. Morthens hafa farið yfir heimsins höf síðastliðna mánuði, en þær voru að klára fjögurra mánaða heimsreisu. Þær bjuggu til TikTok og Instagram aðgang undir nafninu Ljóskureisan og átti sá reikningur fyrst og fremst að vera minningarbók fyrir þær sjálfar, fjölskyldu, vini og vandamenn til að fylgjast með ferðinni, en nú hafa fleiri áhugasamir bæst í fylgjendahópinn og eru þær með nokkur þúsund fylgjendur á báðum miðlum.

„Heppnar að fá að sjá þetta með eigin augum“

Heimsreisa | 22. júní 2025

Birna Mjöll Björgvinsdóttir og Isabella Ó. J. Morthens.
Birna Mjöll Björgvinsdóttir og Isabella Ó. J. Morthens. Ljósmynd/Aðsend

Vin­kon­urn­ar Birna Mjöll Björg­vins­dótt­ir og Isa­bella Ó. J. Mort­hens hafa farið yfir heims­ins höf síðastliðna mánuði, en þær voru að klára fjög­urra mánaða heims­reisu. Þær bjuggu til TikT­ok og In­sta­gram aðgang und­ir nafn­inu Ljós­kureis­an og átti sá reikn­ing­ur fyrst og fremst að vera minn­ing­ar­bók fyr­ir þær sjálf­ar, fjöl­skyldu, vini og vanda­menn til að fylgj­ast með ferðinni, en nú hafa fleiri áhuga­sam­ir bæst í fylgj­enda­hóp­inn og eru þær með nokk­ur þúsund fylgj­end­ur á báðum miðlum.

Vin­kon­urn­ar Birna Mjöll Björg­vins­dótt­ir og Isa­bella Ó. J. Mort­hens hafa farið yfir heims­ins höf síðastliðna mánuði, en þær voru að klára fjög­urra mánaða heims­reisu. Þær bjuggu til TikT­ok og In­sta­gram aðgang und­ir nafn­inu Ljós­kureis­an og átti sá reikn­ing­ur fyrst og fremst að vera minn­ing­ar­bók fyr­ir þær sjálf­ar, fjöl­skyldu, vini og vanda­menn til að fylgj­ast með ferðinni, en nú hafa fleiri áhuga­sam­ir bæst í fylgj­enda­hóp­inn og eru þær með nokk­ur þúsund fylgj­end­ur á báðum miðlum.

„Ferðin gekk von­um fram­ar og við gæt­um í raun ekki verið ánægðari með það hvernig allt þróaðist. Auðvitað mætt­um við áskor­un­um inn á milli en það er ein­mitt hluti af svona ferðalagi, að þurfa að tak­ast á við óvænt­ar aðstæður, læra af þeim og vaxa í leiðinni.

Eft­ir fjóra mánuði þar sem nán­ast hver ein­asti dag­ur bauð upp á eitt­hvað nýtt og spenn­andi, var það sér­stök og óvenju­leg til­finn­ing að snúa aft­ur heim í hvers­dags­leik­ann á Íslandi. Þess­ir fjór­ir mánuðir voru svo sann­ar­lega bestu mánuðir lífs okk­ar, svo það tek­ur sinn tíma að lenda og ná aft­ur teng­ingu við dag­legt líf heima,“ seg­ir Isa­bella. 

Þær enduðu ferðina í New York og fóru þar á …
Þær enduðu ferðina í New York og fóru þar á tón­leika. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað fóru þið til margra landa?

„Við fór­um alls til tíu landa á ferðalag­inu okk­ar og það var ótrú­lega dýr­mæt reynsla að fá að kynn­ast ólík­um menn­ing­ar­heim­um og um­hverfi þar sem að hvert land hafði eitt­hvað sér­stakt upp á að bjóða. Lengst­um tíma eydd­um við í Taílandi, Indó­nes­íu og Ástr­al­íu, um þrjár vik­ur í hverju landi. Þegar litið er til­baka hefðum við viljað vera leng­ur á hverj­um stað en á sama tíma að þá voru mörg lönd sem okk­ur dreymdi um að heim­sækja svo þetta var hinn full­komni milli­veg­ur. Við ferðuðumst hratt um en feng­um að sjá ótal staði með mis­mun­andi menn­ingu, nátt­úru og sögu,“ seg­ir Birna. 

Hér eru Isabella og Birna með hressum hóp af ferðalöngum, …
Hér eru Isa­bella og Birna með hress­um hóp af ferðalöng­um, sem ferðaðist með þeim í nokkra daga í Ástr­al­íu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða land kom ykk­ur mest á óvart?

„Það land sem kom okk­ur hvað mest á óvart var án efa Ástr­al­ía. Við eydd­um þrem­ur vik­um í að ferðast niður aust­ur­strönd­ina með rútu og urðum al­gjör­lega heillaðar af land­inu. Við átt­um ekki von á að nátt­úr­an væri svona fjöl­breytt og fal­leg, allt frá hvít­um strönd­um Whitsundays-eyja til kór­alrif­anna í Great Barrier Reef, regn­skóga Cairns og eyj­unn­ar Fraser. Þetta voru staðir sem heilluðu okk­ur al­gjör­lega,“ seg­ir Isa­bella. 

Hér er Birna á gullfallegri bjartri strönd, ein af mörgum …
Hér er Birna á gull­fal­legri bjartri strönd, ein af mörg­um slík­um í reis­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við vor­um bún­ar að heyra marg­ar sög­ur um hættu­legt dýra­líf í Ástr­al­íu og við vor­um smá stressaðar fyr­ir ferðina, maður sér jú allt mögu­legt á TikT­ok um köngu­lær í skóm, sná­ka inn á baðher­bergj­um og há­karla í sjón­um. Við sáum vissu­lega köngu­lær, en bara úti í nátt­úr­unni, eins og við má bú­ast. Þetta var alls ekk­ert eins og sög­urn­ar gáfu í skyn og var í raun bara part­ur af æv­in­týr­inu.

Það sem heillaði okk­ur líka var and­rúms­loftið í land­inu og fólkið sem við kynnt­umst. All­ir voru svo opn­ir, hjálp­sam­ir, glaðlynd­ir og við upp­lifðum okk­ur strax vel­komn­ar. Ástr­al­ía stal sann­ar­lega hjört­un­um okk­ar,“ seg­ir Birna. 

Stelpurnar lögðu af stað í febrúar.
Stelp­urn­ar lögðu af stað í fe­brú­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Syntu með risa­vöxn­um sköt­um á Balí

Þið voruð með „bucket-lista“ yfir hluti sem ykk­ur langaði að af­reka í heims­reis­unni, hvernig ykk­ur gekk að klára hann?

„Áður en við lögðum af stað í reis­una gerðum við bucket-lista, þar á meðal var að fá köf­un­ar­rétt­indi, læra á brimbretti, fara í fall­hlíf­ar- og teygju­stökk, kafa í Great Barrier Reef, synda með skjald­bök­um og hákörl­um. Okk­ur tókst að klára allt þetta, og meira til!

Á meðan ferðalag­inu stóð bætt­um við líka reglu­lega við list­ann, þá bæði afþrey­ing­um ásamt stöðum sem okk­ur dreymdi um að sjá ein­hvern tím­ann á æv­inni. Sem dæmi ákváðum við al­veg óvænt að synda með risa­stór­um sköt­um á Balí, eitt­hvað sem við höfðum ekki planað, en það var al­gjör­lega ógleym­an­leg upp­lif­un.

Í Air­lie Beach í Ástr­al­íu stukk­um við úr flug­vél og það var svo sann­ar­lega eitt­hvað sem við mun­um aldrei gleyma. Orð ná varla að lýsa þeirri mögnuðu til­finn­ingu, að vera í frjálsu falli og öll­um þeim hugs­un­um sem fljúga í gegn­um haus­inn á manni í því augna­bliki. Útsýnið var líka al­veg klikkað og það var ótrú­legt að svífa um í þessu fal­lega lands­lagi. Maður átt­ar sig á því að lífið er núna, og maður á að njóta þess til fulls á meðan maður get­ur,“ seg­ir Birna. 

Hér er Isabella í flugvélinni á leiðinni upp, fyrir fallhlífarstökkið.
Hér er Isa­bella í flug­vél­inni á leiðinni upp, fyr­ir fall­hlíf­ar­stökkið. Ljós­mynd/​Aðsend
Hér er Birna Mjöll, jafnspennt og vinkona sín, á leiðinni …
Hér er Birna Mjöll, jafn­spennt og vin­kona sín, á leiðinni upp í vél­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

„Teygju­stökkið var í bæn­um Taupo í Nýja-Sjálandi og það var meiri skyndi­ákvörðun, bókað með aðeins eins dags fyr­ir­vara. Sú til­finn­ing var allt öðru­vísi en fall­hlíf­ar­stökkið, til­finn­inga­lega sjokkið var meira og allt var mun fljót­ara að ger­ast. Og það kom augna­blik þar sem að okk­ur leið eins og að það væri ekk­ert að fara að grípa okk­ur. Báðar þess­ar upp­lif­an­ir voru ein­stak­ar á sinn hátt og klár­lega á meðal hápunkta ferðar­inn­ar,“ seg­ir Ísa­bella. 

Ógleym­a­leg­ar stund­ir hinu meg­in á hnett­in­um

Stelp­urn­ar ferðuðust um Eyja­álfu í dágóðan tíma, bæði í Ástr­al­íu, Nýja-Sjálandi og svo fóru þær þaðan til Cook eyja og vörðu viku í sann­kallaðri para­dís, áður en þær héldu til Norður-Am­er­íku.

„Eins og við sögðum áður, þá urðum strax ást­fangn­ar af Ástr­al­íu og vor­um fljótt farn­ar að íhuga að flytja út og vinna þar eft­ir dvöl­ina. Það sem stóð upp úr var þriggja daga sigl­ing á segl­skipi milli Whitsundays eyja. Við heim­sótt­um meðal ann­ars Whitehaven Beach, en atriði úr Pira­tes of the Caribb­e­an bíó­mynd­un­um voru tek­in þar upp. Við fór­um einnig á Fraser-eyju, sem er þekkt fyr­ir að hafa Dingóa, sem eru villt­ir hund­ar, og þeir ráfa um strend­ur eyj­unn­ar. Þar voru eng­ir veg­ir og við keyrðum um strend­ur eyj­ar­inn­ar á fjór­hjóla­drifn­um bíl­um, gist­um í tjöld­um, vor­um án net­sam­bands í þrjá daga og kynnt­umst ynd­is­legu fólki,“ seg­ir Birna. 

Draumkennt útsýni frá Whitsundays eyjum.
Draum­kennt út­sýni frá Whitsundays eyj­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Í Nýja-Sjálandi ferðuðumst við um norður eyj­una á hús­bíl í tvær vik­ur. Þar keyrðum við á vinstri veg­ar­helm­ing, sem var furðu fljótt að venj­ast, en við höf­um hins­veg­ar lent nokkr­um sinn­um í því að setja rúðuþurrk­urn­ar í gang í stað stefnu­ljóss hérna heima.

Nátt­úr­an þar er hreint út sagt mögnuð og svip­ar margt til Íslands. Við ókum í gegn­um skóga, sáum fjölda fossa, vötn, heit­ar laug­ar, fjöll og strend­ur. Það sem stóð helst upp úr var að sjá Hobbit­on og ganga um þar sem mynd­irn­ar Lord of the Rings og Hobbit­inn voru tekn­ar upp. Hver dag­ur var nýtt­ur æv­in­týri og það var gam­an að hafa frelsi til að ferðast á eig­in hraða, fylgja veðrinu og finna fyr­ir auknu sjálfs­trausti. Við vor­um 19 ára að aka risa stór­um hús­bíl, hinum meg­in á hnett­in­um, á vit­laus­um veg­ar­helm­ing, og öku­sætið er hægra meg­in, frek­ar magnað,“ seg­ir Isa­bella. 

Það má segja að þær hafa öðlast meira sjálfstraust, farið …
Það má segja að þær hafa öðlast meira sjálfs­traust, farið út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og þrosk­ast mikið við að fara tvær sam­an í svona langt ferðalag. Hér eru stelp­urn­ar í Nýja-Sjálandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig ákváðu þið að fara til Cook-eyja?

„Cook Is­lands eru eyríki í Suður-Kyrra­hafi sem við höfðum aldrei heyrt um fyrr en við rák­umst á  það á TikT­ok fyr­ir al­gjöra til­vilj­un. Við enduðum á að breyta nokkr­um flug­um til að kom­ast þangað og það var svo sann­ar­lega þess virði.

Við flug­um frá Nýja-Sjálandi til eyj­unn­ar Rarot­onga, en hápunkt­ur­inn var þegar við flug­um þaðan yfir til Aitutaki, út­sýnið var eins og para­dís á jörðu. Þar fór­um við í báts­ferð um eyj­arn­ar sem liggja við strend­ur Aitutaki. Þetta var ógleym­an­leg­ur dag­ur frá upp­hafi til enda, við synt­um í tær­asta sjó sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð, borðuðum mat að hætti inn­fæddra og upp­lifðum kyrrðina sem fylg­ir því að vera al­gjör­lega utan al­fara­leiðar.

Það var ein­mitt þarna sem við lituðum hvor á aðra og sögðum hlæj­andi: „Því­lík for­rétt­indi að fá að vera hérna, hvernig erum við svona heppn­ar að fá að sjá þetta með eig­in aug­um?“ Þetta var eitt af þess­um augna­blik­um sem við mun­um aldrei gleyma og mun lifa með okk­ur alla ævi,“ seg­ir Birna. 

Hér er Isabella að sóla sig á ströndinni.
Hér er Isa­bella að sóla sig á strönd­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Næsta stopp bauð líka upp á strönd og sól, en þann stað þekkja fleiri. Önnur sann­kölluð para­dís, Havaí.

„Havaí kom skemmti­lega á óvart, við vor­um ekki með mikl­ar vænt­ing­ar þegar við lent­um á eyj­unni, en við dýrkuðum að vera þar. Við gist­um á gisti­heim­ili í Waikiki sem var aðeins tveim­ur mín­út­um frá strönd­inni, og leigðum brimbretti við sól­set­ur. Við kynnt­umst einnig tveim­ur stelp­um frá Kan­ada sem voru her­berg­is­fé­lag­ar okk­ar og við átt­um dýr­mæt­ar stund­ir með þeim, leigðum all­ar sam­an bíl og ferðuðumst um eyj­una. Það var hápunkt­ur ferðar­inn­ar, að kom­ast úr borg­ar stemn­ing­unni sem er við strand­lengj­una og fara að öll­um nátt­úruperl­un­um sem Honolulu hef­ur upp á að bjóða,“ seg­ir Birna. 

Það var ekki annað hægt en að stoppa bílinn og …
Það var ekki annað hægt en að stoppa bíl­inn og dást að nátt­úru­feg­urðinni á Honolulu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða dag­ur úr reis­unni er eft­ir­minni­leg­ast­ur?

„Það eru svo marg­ir dag­ar sem standa upp úr og erfitt að velja einn sem eft­ir­minni­leg­ast­an, auðveld­asta svarið væri dag­ur­inn sem við fór­um í fall­hlíf­a­stökkið, það er augna­blik sem við mun­um aldrei gleyma. Ef við ætt­um að velja dag þar sem hafði ein­hverja merk­ingu fyr­ir okk­ur þá er það dag­ur­inn þar sem við vor­um á segl­skipi í Ástr­al­íu og við vöknuðum klukk­an hálf­sex og horfðum út á hafið á sól­ar­upp­rás­ina sam­an. Það var svona augna­blik þar sem við lit­um á hvor aðra og sögðum: ,,Er þetta í al­vöru lífið okk­ar?’’ Eft­ir það snorkluðum við all­an dag­inn, stukk­um út í sjó­inn af rólu sem hékk á bátn­um og stoppuðum á eyj­un­um sem voru í kring,“ seg­ir Isa­bella. 

Er eitt­hvað land sem ykk­ur lang­ar að fara til aft­ur á næstu árum?

„Klár­lega, það eru mörg lönd sem við vilj­um heim­sækja aft­ur. Okk­ur lang­ar að fara aft­ur til Ástr­al­íu og gefa okk­ur meiri tíma á hverj­um stað, við vilj­um skoða suður eyju Nýja-Sjá­lands sem við náðum ekki að sjá í þetta sinn. Hver staður setti sitt mark á ferðalagið okk­ar og það er ómögu­legt að bera þá sam­an, því feg­urðin ligg­ur í því hvað þeir voru ólík­ir,“ seg­ir Ísa­bella og Birna bæt­ir við: 

„Eft­ir að hafa ferðast víða, og kynnst fólki sem hef­ur heim­sótt ótelj­andi staði, erum við nú að líta til annarra heims­hluta fyr­ir næsta æv­in­týri okk­ar. Afr­íka, Fil­ipps­eyj­ar og Suður-Am­er­íka hafa vakið sér­staka for­vitni og spennu hjá okk­ur.“

Sumarlegar og sætar í Ástralíu.
Sum­ar­leg­ar og sæt­ar í Ástr­al­íu. Ljós­mynd/​Aðsend

Má bú­ast við fleiri æv­in­týr­um hjá Ljós­kureis­unni?

„Já, al­veg pottþétt! Við höf­um fengið ótrú­lega góðar und­ir­tekt­ir og okk­ur finnst virki­lega skemmti­legt að deila þessu æv­in­týri með fylgj­end­um okk­ar. Við bjugg­umst ekki við að fólki fynd­ist svona gam­an að fylgj­ast með, en þetta hef­ur verið ynd­is­legt og okk­ur finnst ekk­ert skemmti­legra en að fá spurn­ing­ar um reis­una og von­um að við get­um verið inn­blást­ur fyr­ir annað fólk til að fara í svona heims­reisu,“ seg­ir Birna. 

mbl.is