Allt brjálað í Feneyjum vegna brúðkaups Bezos og Sánchez

Ítalía | 23. júní 2025

Allt brjálað í Feneyjum vegna brúðkaups Bezos og Sánchez

Skipuleggjendur brúðkaups auðkýfingsins og stofnanda Amazon, Jeff Bezos, og unnustu hans, blaðakonunnar Lauren Sánchez, hafa komið brúðkaupsveislunni til varnar í kjölfar mótmæla í Feneyjum. Brúðkaupsveislan verður haldin þar í borg dagana 24.-26. júní.

Allt brjálað í Feneyjum vegna brúðkaups Bezos og Sánchez

Ítalía | 23. júní 2025

Stofnandi Amazon Jeff Bezos og unnusta hans Lauren Sánchez þegar …
Stofnandi Amazon Jeff Bezos og unnusta hans Lauren Sánchez þegar þau mættu til Vanity Fair Oscar-teitisins í mars. Brúðkaup þeirra er í fullum undirbúningi og um 200 manns eru á gestalistanum en ekki eru allir sáttir við viðburðinn. Photo by Michael Tran / AFP

Skipu­leggj­end­ur brúðkaups auðkýf­ings­ins og stofn­anda Amazon, Jeff Bezos, og unn­ustu hans, blaðakon­unn­ar Lauren Sánchez, hafa komið brúðkaups­veisl­unni til varn­ar í kjöl­far mót­mæla í Fen­eyj­um. Brúðkaups­veisl­an verður hald­in þar í borg dag­ana 24.-26. júní.

Skipu­leggj­end­ur brúðkaups auðkýf­ings­ins og stofn­anda Amazon, Jeff Bezos, og unn­ustu hans, blaðakon­unn­ar Lauren Sánchez, hafa komið brúðkaups­veisl­unni til varn­ar í kjöl­far mót­mæla í Fen­eyj­um. Brúðkaups­veisl­an verður hald­in þar í borg dag­ana 24.-26. júní.

Viðburðafyr­ir­tækið Lanza & Bauc­ina Lim­ited sér um skipu­lagn­ingu brúðkaups Bezos og Sánchez, en fyr­ir­tækið sá einnig um Fen­eyj­ar­brúðkaup Geor­ge og Amal Cloo­ney árið 2014 og Sölmu Hayek og Franco­is-Henri Pi­nault 2009. Nú hef­ur fyr­ir­tækið gefið frá sér yf­ir­lýs­ingu um að millj­arðamær­ing­ur­inn og blaðakon­an hafi beðið um að lág­marka alla trufl­un vegna þriggja daga brúðkaups­veisl­unn­ar sem hald­in verður af virðingu við íbúa Fen­eyja og stofn­an­ir.

Skipu­lögð eru þriggja daga veislu­höld í kring­um brúðkaup Bezos og Sánchez og gestalist­inn inni­held­ur nöfn á borð við Opruh Win­frey, Leon­ar­do DiCaprio, Kim Kar­dashi­an, Bill Gates, Barböru Streisand og Ivönku Trump.

Mótmælendur láta til skarar skríða í Feneyjum: „Ef þú getur …
Mót­mæl­end­ur láta til skar­ar skríða í Fen­eyj­um: „Ef þú get­ur leigt Fen­eyj­ar fyr­ir brúðkaupið þitt þá get­urðu greitt meiri skatta.“ St. Markús­ar­torgið í Fen­eyj­um í dag. Stefano Rell­and­ini / AFP

Ítal­ir hafa mót­mælt fyr­ir­huguðum veislu­höld­um und­ir yf­ir­skrift­inni: „Ekk­ert pláss fyr­ir Bezos“ og hef­ur vegg­spjöld­um verið komið fyr­ir víða um borg­ina með setn­ing­um á borð við: „Fen­eyj­ar: Leik­völl­ur fyr­ir ólíg­arka“. Þá munu mót­mæl­end­ur gera sig lík­lega til að hefta um­ferð um sík­in og göt­ur í þeim til­gangi að trufla veislu­höld­in vegna ým­issa ástæðna sem má rekja m.a. til of mik­ils straums ferðamanna og kapí­tal­isma.

Á sama tíma tel­ur borg­ar­stjóri Fen­eyja, Luigi Brugn­aro, ásamt fleir­um, að veislu­höld­in muni hafa veru­leg­an fjár­hags­leg­an ábata fyr­ir efna­hag borg­ar­inn­ar. 

Sam­kvæmt vef Page Six gáfu Bezos og Sánchez fé til góðgerðar­mála í Fen­eyj­um í apríl sem er einn liður í skipu­lagn­ingu brúðkaups­ins, einnig eru þau sögð hafa nýtt þjón­ustu staðbund­inna fyr­ir­tækja.

Á vef Euro News í síðustu viku kom einnig fram að mót­mæl­end­ur hefðu í huga að hefta aðgang að göt­um og síkj­um borg­ar­inn­ar með skila­boðunum um að stofn­andi Amazon væri ekki vel­kom­inn þangað.

Sjarminn svífur yfir vötnum í Feneyjum.
Sjarm­inn svíf­ur yfir vötn­um í Fen­eyj­um. Kar­sten Wurth/​Unsplash

Einn aðal­skipu­leggj­andi mót­mæl­anna, Marta Sott­ori­va, seg­ir að ekki sé verið að mót­mæla brúðkaup­inu sjálfu held­ur þeirri ímynd og áhrif­um sem veislu­höld­in hafa á borg­ina.

Sott­ori­va legg­ur áherslu á að stöðugt sé verið að hýsa þar stórviðburði og þjóna ferðamönn­um frem­ur en íbú­um borgainn­ar, sem hef­ur leitt til fólks­flótta úr borg­inni og lok­un­ar ým­iss­ar þjón­ustu fyr­ir heima­menn. 

Fen­eyj­ar hef­ur verið sí­vin­sæll áfangastaður fyr­ir ferðamenn í gegn­um árin og á síðasta ári heim­sóttu um 30 millj­ón­ir manna staðinn. Borg­in, sem stund­um er kölluð drottn­ing Adría­hafs­ins, er reist á smá­eyj­um en á milli þeirra eru vatns­veg­ir eða síki. Þannig ferðast flest­ir um á al­menn­ings­bát­um eða á gondól­um. Um 180 síki og 400 brýr skilja að eyj­arn­ar í Fen­eyj­um.

Íbúum Feneyja finnst það alger truflun við daglegt líf að …
Íbúum Fen­eyja finnst það al­ger trufl­un við dag­legt líf að fá auðkýf­inga eins og Bezos og frú með 200 manna gestal­ista til borg­ar­inn­ar. Ang­elo Ca­sto/​Unsplash

Page Six

Euro News

mbl.is