Skipuleggjendur brúðkaups auðkýfingsins og stofnanda Amazon, Jeff Bezos, og unnustu hans, blaðakonunnar Lauren Sánchez, hafa komið brúðkaupsveislunni til varnar í kjölfar mótmæla í Feneyjum. Brúðkaupsveislan verður haldin þar í borg dagana 24.-26. júní.
Skipuleggjendur brúðkaups auðkýfingsins og stofnanda Amazon, Jeff Bezos, og unnustu hans, blaðakonunnar Lauren Sánchez, hafa komið brúðkaupsveislunni til varnar í kjölfar mótmæla í Feneyjum. Brúðkaupsveislan verður haldin þar í borg dagana 24.-26. júní.
Skipuleggjendur brúðkaups auðkýfingsins og stofnanda Amazon, Jeff Bezos, og unnustu hans, blaðakonunnar Lauren Sánchez, hafa komið brúðkaupsveislunni til varnar í kjölfar mótmæla í Feneyjum. Brúðkaupsveislan verður haldin þar í borg dagana 24.-26. júní.
Viðburðafyrirtækið Lanza & Baucina Limited sér um skipulagningu brúðkaups Bezos og Sánchez, en fyrirtækið sá einnig um Feneyjarbrúðkaup George og Amal Clooney árið 2014 og Sölmu Hayek og Francois-Henri Pinault 2009. Nú hefur fyrirtækið gefið frá sér yfirlýsingu um að milljarðamæringurinn og blaðakonan hafi beðið um að lágmarka alla truflun vegna þriggja daga brúðkaupsveislunnar sem haldin verður af virðingu við íbúa Feneyja og stofnanir.
Skipulögð eru þriggja daga veisluhöld í kringum brúðkaup Bezos og Sánchez og gestalistinn inniheldur nöfn á borð við Opruh Winfrey, Leonardo DiCaprio, Kim Kardashian, Bill Gates, Barböru Streisand og Ivönku Trump.
Ítalir hafa mótmælt fyrirhuguðum veisluhöldum undir yfirskriftinni: „Ekkert pláss fyrir Bezos“ og hefur veggspjöldum verið komið fyrir víða um borgina með setningum á borð við: „Feneyjar: Leikvöllur fyrir ólígarka“. Þá munu mótmælendur gera sig líklega til að hefta umferð um síkin og götur í þeim tilgangi að trufla veisluhöldin vegna ýmissa ástæðna sem má rekja m.a. til of mikils straums ferðamanna og kapítalisma.
Á sama tíma telur borgarstjóri Feneyja, Luigi Brugnaro, ásamt fleirum, að veisluhöldin muni hafa verulegan fjárhagslegan ábata fyrir efnahag borgarinnar.
Samkvæmt vef Page Six gáfu Bezos og Sánchez fé til góðgerðarmála í Feneyjum í apríl sem er einn liður í skipulagningu brúðkaupsins, einnig eru þau sögð hafa nýtt þjónustu staðbundinna fyrirtækja.
Á vef Euro News í síðustu viku kom einnig fram að mótmælendur hefðu í huga að hefta aðgang að götum og síkjum borgarinnar með skilaboðunum um að stofnandi Amazon væri ekki velkominn þangað.
Einn aðalskipuleggjandi mótmælanna, Marta Sottoriva, segir að ekki sé verið að mótmæla brúðkaupinu sjálfu heldur þeirri ímynd og áhrifum sem veisluhöldin hafa á borgina.
Sottoriva leggur áherslu á að stöðugt sé verið að hýsa þar stórviðburði og þjóna ferðamönnum fremur en íbúum borgainnar, sem hefur leitt til fólksflótta úr borginni og lokunar ýmissar þjónustu fyrir heimamenn.
Feneyjar hefur verið sívinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn í gegnum árin og á síðasta ári heimsóttu um 30 milljónir manna staðinn. Borgin, sem stundum er kölluð drottning Adríahafsins, er reist á smáeyjum en á milli þeirra eru vatnsvegir eða síki. Þannig ferðast flestir um á almenningsbátum eða á gondólum. Um 180 síki og 400 brýr skilja að eyjarnar í Feneyjum.