Óttast allsherjarstríð í Persaflóa

Óttast allsherjarstríð í Persaflóa

Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segir samtökin hrædd um að allsherjarstríð geti sprottið upp í Persaflóa eftir árásir Ísraels og Bandaríkjanna á Íran.

Óttast allsherjarstríð í Persaflóa

Átök á milli Ísraels og Írans | 23. júní 2025

Reykur í Teheran, höfuðborg Írans, eftir árás Ísraels.
Reykur í Teheran, höfuðborg Írans, eftir árás Ísraels. AFP

Gutt­orm­ur Þor­steins­son, formaður Sam­taka hernaðarand­stæðinga, seg­ir sam­tök­in hrædd um að alls­herj­ar­stríð geti sprottið upp í Persa­flóa eft­ir árás­ir Ísra­els og Banda­ríkj­anna á Íran.

Gutt­orm­ur Þor­steins­son, formaður Sam­taka hernaðarand­stæðinga, seg­ir sam­tök­in hrædd um að alls­herj­ar­stríð geti sprottið upp í Persa­flóa eft­ir árás­ir Ísra­els og Banda­ríkj­anna á Íran.

„Við höf­um áhyggj­ur af því að Banda­rík­in hafi fylkt sér að baki árás Ísra­els og erum hrædd um að það geti sprottið upp alls­herj­ar­stríð þarna í Persa­flóa,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Gutt­orm­ur seg­ir það einnig sorg­legt að ekki hafi verið reynt að koma aft­ur á ein­hvers kon­ar viðræðum á milli ríkj­anna.

Álit­gjaf­ar ef­ist um kjarn­orku­vopna­fram­leiðslu

„Þetta er gert þegar Banda­rík­in og Íran eru að fara að byrja samn­ingaviðræður um kjarn­orku­áætlun Írana, sem gjör­sam­lega eyðilegg­ur hana. Þótt Banda­ríkja­menn og Ísra­el­ar tali um að þeir séu að fyr­ir­byggja ógn af því að Íran­ir byggi sér kjarn­orku­vopn, þá hafa helstu álits­gjaf­ar ekki sagt að það hafi verið sér­stök vís­bend­ing um að þau hafi verið að byggja kjarn­orku­vopn," bæt­ir Gutt­orm­ur við. 

Guttormur Þorsteinsson segir það sorglegt að ekki hafi verið reynt …
Gutt­orm­ur Þor­steins­son seg­ir það sorg­legt að ekki hafi verið reynt að koma á ein­hvers kon­ar viðræðum á milli ríkj­anna. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Hann seg­ir sam­tök­in, sem friðarsinna og and­stæðinga út­breiðslu kjarn­orku­vopna, hafa áhyggj­ur af því að þetta muni mögu­lega sann­færa ír­önsk stjórn­völd um að eina leiðin til að verja sig fyr­ir svona árás­um sé að koma upp kjarn­orku­vopn­um eins og Norður-Kórea gerði.

„Það mætti kannski aðeins fjar­lægja sig þess­ari línu sem er alltaf farið eft­ir frá Banda­ríkj­un­um um að þetta sé ein­hvers kon­ar sjálfs­vörn Ísra­ela. Það er alltaf byrjað á þess­ari möntru um að Ísra­el­ar hafi mátt verja sig, frek­ar en að fara beint í það að hvetja til friðar og samn­inga.“

Evr­ópuþjóðir setji þving­an­ir á Ísra­el

Gutt­orm­ur seg­ir að Evr­ópuþjóðir mættu gera al­vöru úr því að hlíta þeim alþjóðalög­um sem Evr­ópu­sam­bandið og fleiri tala um að séu svo mik­il­væg, til að gera eitt­hvað til að stöðva þjóðarmorð og her­för Ísra­ela gagn­vart ná­grön­um sín­um með al­vöru þving­un­um.

„Þessi van­v­irðing gangvart alþjóðalög­um, mannn­rétt­inda­sátt­mál­an­um og alþjóðasamn­ing­um sem hef­ur ein­kennt fram­ferði Banda­ríkj­anna, Ísra­ela og Vest­ur­landa. Þetta er eitt­hvað sem Íslend­ing­ar tala um að sé svo mik­il­vægt fyr­ir smáþjóðir og svo er maður að sjá að þessi lönd sem hafa virki­lega verið að grafa und­an þessu kerfi samn­inga eru þau lönd sem við köll­um okk­ar helstu banda­menn. Íslensk stjórn­völd mættu hugsa út í það á hvaða leið við erum,“ seg­ir hann.

mbl.is