Rutte: Íranar mega ekki eignast kjarnavopn

Rutte: Íranar mega ekki eignast kjarnavopn

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir að írönsk stjórnvöld eigi ekki að fá að eignast kjarnorkusprengju. 

Rutte: Íranar mega ekki eignast kjarnavopn

Átök á milli Ísraels og Írans | 23. júní 2025

00:00
00:00

Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO), seg­ir að ír­önsk stjórn­völd eigi ekki að fá að eign­ast kjarn­orku­sprengju. 

Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO), seg­ir að ír­önsk stjórn­völd eigi ekki að fá að eign­ast kjarn­orku­sprengju. 

„Þegar kem­ur að af­stöðu NATO gagn­vart kjarn­orku­áætlun Írans þá hafa banda­menn lengi verið sam­mála um að Íran megi ekki þróa kjarna­vopn,“ sagði Rutte fyr­ir NATO-leiðtoga­fund sem fer fram í Haag í Hollandi. 

Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO.
Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri NATO. AFP

Hann vísaði þeim hug­mynd­um á bug að stríðið í Mið-Aust­ur­lönd­um myndi beina at­hygl­inni frá leiðtoga­fundi 32 NATO-ríkja sem hefst á morg­un.

Rutte benti einnig á að Íran tæki virk­an þátt í stríði Rúss­lands gegn Úkraínu.

„Íransk­ar drón­ar drepa sak­laust úkraínskt fólk dag­lega í borg­um og sam­fé­lög­um án nokk­urr­ar virðing­ar fyr­ir lífi,“ sagði Rutte.

mbl.is