Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir að írönsk stjórnvöld eigi ekki að fá að eignast kjarnorkusprengju.
Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir að írönsk stjórnvöld eigi ekki að fá að eignast kjarnorkusprengju.
Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir að írönsk stjórnvöld eigi ekki að fá að eignast kjarnorkusprengju.
„Þegar kemur að afstöðu NATO gagnvart kjarnorkuáætlun Írans þá hafa bandamenn lengi verið sammála um að Íran megi ekki þróa kjarnavopn,“ sagði Rutte fyrir NATO-leiðtogafund sem fer fram í Haag í Hollandi.
Hann vísaði þeim hugmyndum á bug að stríðið í Mið-Austurlöndum myndi beina athyglinni frá leiðtogafundi 32 NATO-ríkja sem hefst á morgun.
Rutte benti einnig á að Íran tæki virkan þátt í stríði Rússlands gegn Úkraínu.
„Íranskar drónar drepa saklaust úkraínskt fólk daglega í borgum og samfélögum án nokkurrar virðingar fyrir lífi,“ sagði Rutte.