Suðurnesin leiðandi í farsæld barna

Raddir Grindvíkinga | 23. júní 2025

Suðurnesin leiðandi í farsæld barna

Farsældarráð Suðurnesja, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, var formlega stofnað í morgun. 

Suðurnesin leiðandi í farsæld barna

Raddir Grindvíkinga | 23. júní 2025

Nýstofnuðu farsældarráði Suðurnesja er ætlað að efla og samræma þjónustu …
Nýstofnuðu farsældarráði Suðurnesja er ætlað að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur. Ljósmynd/Eyþór Sæmundsson

Far­sæld­ar­ráð Suður­nesja, hið fyrsta sinn­ar teg­und­ar á Íslandi, var form­lega stofnað í morg­un. 

Far­sæld­ar­ráð Suður­nesja, hið fyrsta sinn­ar teg­und­ar á Íslandi, var form­lega stofnað í morg­un. 

Ráðinu er ætlað að efla og sam­ræma þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur, meðal ann­ars með því að styrkja sam­starf og tryggja jöfn tæki­færi barna til þátt­töku, náms og fé­lags­legr­ar virkni þvert á kerfi.

Frá þessu seg­ir í til­kynn­ingu Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um.

Hjör­dís Eva Þórðardótt­ir, verk­efna­stjóri far­sæld­ar barna á Suður­nesj­um, seg­ir að með fram­tak­inu stígi Suður­nes­in mik­il­væg skref sem leiðandi afl í þróun nýrra lausna í þágu barna á landsvísu og móti for­dæmi fyr­ir aðra lands­hluta.

Sögu­legt skref fyr­ir lands­hlut­ann

Bæj­ar­stjór­ar sveit­ar­fé­lag­anna sem standa að ráðinu, Reykja­nes­bæj­ar, Suður­nesja­bæj­ar, Grinda­vík­ur­bæj­ar og Voga, segja stofn­un­ina sögu­legt skref fyr­ir lands­hlut­ann.

Ásamt lyk­ilaðilum í þjón­ustu, svo sem heil­brigðis­stofn­un, fjöl­brauta­skóla og ung­mennaráði Suður­nesja, standi bæj­ar­stjórn­ir þétt sam­an til þess að tryggja börn­um og fjöl­skyld­um þeirra bestu mögu­legu tæki­fær­in í líf­inu.

„Ráðið er skýrt merki um metnað og vilja til að tryggja að kerf­in okk­ar virki fyr­ir þau sem þau eiga að grípa og styðja,“ segja bæj­ar­stjór­ar sveit­ar­fé­lag­anna, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

Skipulagi farsældarráðsins er skipt í fjórar einingar.
Skipu­lagi far­sæld­ar­ráðsins er skipt í fjór­ar ein­ing­ar. Ljós­mynd/​Eyþór Sæ­munds­son

Mik­il­væg­ur liður í vel­ferð Grind­vík­inga

Árni Þór Sig­urðsson, formaður Grinda­vík­ur­nefnd­ar, seg­ir stofn­un far­sæld­ar­ráðs mik­il­væg­an lið í samþætt­ingu þjón­ustu og gott tæki til þess að ná utan um og hlúa að börn­um.

„Vel­ferð Grind­vík­inga og far­sæld barna ekki síst er brýnt viðfangs­efni í kjöl­far nátt­úru­ham­fara,“ seg­ir hann í til­kynn­ing­unni.

Aðgerðaráætl­un mótuð inn­an árs

Skipu­lag ráðsins bygg­ir á fjór­um ein­ing­um: far­sæld­ar­ráðinu sjálfu, fram­kvæmda­hópi þess, tíma­bundn­um verk­efna­hóp­um og fag­hópi.

Inn­an tólf mánaða verður mótuð svæðis­bund­in fjög­urra ára aðgerðaáætl­un um far­sæld barna sem byggð verður á kort­lagn­ingu ráðsins á styrk­leik­um og áskor­un­um á svæðinu.

mbl.is