„Ástandið er eldfimt, óstöðugt og stórhættulegt“

„Ástandið er eldfimt, óstöðugt og stórhættulegt“

Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að vopnahléið milli Ísraels og Írans virðist ekki ætla að halda. Staðreyndin sé sú að stríð geisi í Mið-Austurlöndum og að Bandaríkjamenn hafi með árásum sínum leyst úr læðingi öfl sem erfitt sé að stjórna.

„Ástandið er eldfimt, óstöðugt og stórhættulegt“

Átök á milli Ísraels og Írans | 24. júní 2025

Hér má sjá loftvarnarkerfi Ísraels verja borgara gegn flugskeytaárásum Írans.
Hér má sjá loftvarnarkerfi Ísraels verja borgara gegn flugskeytaárásum Írans. AFP/Menahem Kahana

Arn­ór Sig­ur­jóns­son, sér­fræðing­ur í varn­ar­mál­um, seg­ir að vopna­hléið milli Ísra­els og Írans virðist ekki ætla að halda. Staðreynd­in sé sú að stríð geisi í Mið-Aust­ur­lönd­um og að Banda­ríkja­menn hafi með árás­um sín­um leyst úr læðingi öfl sem erfitt sé að stjórna.

Arn­ór Sig­ur­jóns­son, sér­fræðing­ur í varn­ar­mál­um, seg­ir að vopna­hléið milli Ísra­els og Írans virðist ekki ætla að halda. Staðreynd­in sé sú að stríð geisi í Mið-Aust­ur­lönd­um og að Banda­ríkja­menn hafi með árás­um sín­um leyst úr læðingi öfl sem erfitt sé að stjórna.

„Ég held að menn verði að horf­ast í augu við raun­veru­leik­ann og raun­veru­leik­inn er að það geis­ar stríð í Mið-Aust­ur­lönd­um. Það nær til Líb­anons, Sýr­lands, Írans og Ísra­els,” seg­ir Arn­ór og bend­ir á flug­skeyta- og dróna­árás­ir gegn Kat­ar, Írak og Ísra­el.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í gær­kvöldi að Íran­ar og Ísra­els­menn hefðu fall­ist á vopna­hléstil­lögu hans. Í morg­uns­árið hafa hins veg­ar ásak­an­ir gengið á víxl um brot á vopna­hlé­inu.

„Ástandið er eld­fimt, óstöðugt og stór­hættu­legt. Þetta vopna­hlé sem Trump kunn­gerði í gær­kvöldi virðist ekki ætla að halda,” seg­ir hann.

Árás­irn­ar þjappi sam­an Írön­um

Um helg­ina gerðu Banda­ríkja­menn stór­fellda árás á kjarn­orku­innviði Írans til að koma í veg fyr­ir getu Írana til að byggja kjarn­orku­vopn.

Arn­ór seg­ir að árás­in hafi leyst úr læðingi öfl sem erfitt sé að stjórna og ótt­ast hann að árás­ir Ísra­els­manna und­an­farna daga hafi þétt sam­an ír­önsku þjóðinni.

„Ég hygg að meðan þeir standa and­spæn­is þeirri ógn sem þess­ar árás­ir Ísra­els­manna eru, bæði á kjarn­orku­vinnviði og borg­ara­leg skot­mörk í Teher­an og ann­ars staðar, að þá held ég að staða klerka­stjórn­ar­inn­ar kunni að styrkj­ast til skemmri tíma. Ég held að þetta hafi þver­öfug áhrif við það sem menn hefðu kannski talið, að þetta myndi vera til þess að klerka­stjórn­in hrynji,” seg­ir Arn­ór.

Arnór Sigurjónsson.
Arn­ór Sig­ur­jóns­son. mbl.is/​Hall­ur Már

Hann seg­ir að ekki eigi að af­skrifa stuðning His­bollah-hryðju­verka­sam­tak­anna í Líb­anon við Íran sem og stuðning hryðju­verka­hópa í Írak við Íran.

Tel­ur hann til dæm­is að dróna­árás­ir á her­stöðvar Banda­ríkj­anna í Írak séu að und­ir­lagi þess­ara hópa.

mbl.is