Veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar var enn til umræðu á Alþingi í gær, fimmti dagur annarrar umræðu sem stóð fram á nótt, og beindi Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spjótum sínum að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.
Veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar var enn til umræðu á Alþingi í gær, fimmti dagur annarrar umræðu sem stóð fram á nótt, og beindi Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spjótum sínum að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.
Veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar var enn til umræðu á Alþingi í gær, fimmti dagur annarrar umræðu sem stóð fram á nótt, og beindi Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spjótum sínum að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.
Vitnaði Hildur til ummæla Kristrúnar í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gærkvöldi þar sem forsætisráðherra brigslaði stjórnarandstöðuþingmönnum um falsfréttastíl í umræðu sinni um frumvarpið.
„Ég vil, frú forseti, minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu [og] minna trausti til upplýsinga, en það virðist ekki ætla að stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kannski kappið kemur yfir fólk og rökþurrðin kannski líka, í að halda svona fram,“ sagði Hildur í ræðu sinni.
Beindi hún því næst þeirri áskorun til forsætisráðherra að Kristrún benti á einn hlut, „eitt það atriði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðunni um veiðigjöldin sem ekki er rétt. Eitt atriði sem er ekki rétt, fer ég þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi ummæli sín til baka, þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur í niðurlagi máls síns.