Brigslað um falsfréttastíl

Alþingi | 24. júní 2025

Stjórnarandstöðu brigslað um falsfréttastíl

Veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar var enn til umræðu á Alþingi í gær, fimmti dagur annarrar umræðu sem stóð fram á nótt, og beindi Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spjótum sínum að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.

Stjórnarandstöðu brigslað um falsfréttastíl

Alþingi | 24. júní 2025

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður gerði harðorðar athugasemdir við ummæli forsætisráðherra í …
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður gerði harðorðar athugasemdir við ummæli forsætisráðherra í Kastljósi gærkvöldsins og kallaði skammarleg og ómakleg. mbl.is/Karítas

Veiðigjalds­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar var enn til umræðu á Alþingi í gær, fimmti dag­ur annarr­ar umræðu sem stóð fram á nótt, og beindi Hild­ur Sverr­is­dótt­ir þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins spjót­um sín­um að Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Veiðigjalds­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar var enn til umræðu á Alþingi í gær, fimmti dag­ur annarr­ar umræðu sem stóð fram á nótt, og beindi Hild­ur Sverr­is­dótt­ir þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins spjót­um sín­um að Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Vitnaði Hild­ur til um­mæla Kristrún­ar í Kast­ljósi Rík­is­út­varps­ins í gær­kvöldi þar sem for­sæt­is­ráðherra brigslaði stjórn­ar­and­stöðuþing­mönn­um um fals­frétta­stíl í umræðu sinni um frum­varpið.

Kappið og rökþurrðin

„Ég vil, frú for­seti, minna á að á tylli­dög­um höf­um við flest okk­ar hér áhyggj­ur af póli­tískri umræðu, upp­lýs­inga­óreiðu [og] minna trausti til upp­lýs­inga, en það virðist ekki ætla að stoppa hæst­virt­an for­sæt­is­ráðherra, þegar kannski kappið kem­ur yfir fólk og rökþurrðin kannski líka, í að halda svona fram,“ sagði Hild­ur í ræðu sinni.

Kristrún Frostadóttir sætti gagnrýni fyrir ummæli í Kastljósi.
Kristrún Frosta­dótt­ir sætti gagn­rýni fyr­ir um­mæli í Kast­ljósi. Morg­un­blaðið/​Karítas

Beindi hún því næst þeirri áskor­un til for­sæt­is­ráðherra að Kristrún benti á einn hlut, „eitt það atriði sem þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa haldið hér fram í umræðunni um veiðigjöld­in sem ekki er rétt. Eitt atriði sem er ekki rétt, fer ég þess á leit við hæst­virt­an for­sæt­is­ráðherra að hún bendi á hvað er, ell­egar dragi um­mæli sín til baka, þessi skamm­ar­legu ómak­legu um­mæli,“ sagði Hild­ur í niður­lagi máls síns.

mbl.is