Lögreglan á Suðurnesjum ásamt viðbragsaðilum á svæðinu er viðbúin nýrri hrinu jarðhræringa í Grindavík en lögreglan framkvæmir reglulega talningar á bænum. Annars er löggæsla með nokkuð hefðbundnu móti en björgunarsveitarlið segir ferðamenn almennt hafa hagað sér vel upp á síðkastið.
Lögreglan á Suðurnesjum ásamt viðbragsaðilum á svæðinu er viðbúin nýrri hrinu jarðhræringa í Grindavík en lögreglan framkvæmir reglulega talningar á bænum. Annars er löggæsla með nokkuð hefðbundnu móti en björgunarsveitarlið segir ferðamenn almennt hafa hagað sér vel upp á síðkastið.
Lögreglan á Suðurnesjum ásamt viðbragsaðilum á svæðinu er viðbúin nýrri hrinu jarðhræringa í Grindavík en lögreglan framkvæmir reglulega talningar á bænum. Annars er löggæsla með nokkuð hefðbundnu móti en björgunarsveitarlið segir ferðamenn almennt hafa hagað sér vel upp á síðkastið.
„Það er skilgreint óvissustig í gangi og það eru ákveðin úrræði til staðar vegna þess. Við erum svo sem í undirbúningi eins og alltaf, þó svo að það sé komin töluverð reynsla lítum við enn þá þannig á að við séum í miðjum atburði og að það sé mögulegt gos í haust eins og upplýsingar veðurstofunnar benda til,” segir Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is spurð út í viðbragð lögreglu á svæðinu
Grindvíkingum hefur verið heimilað að gista í húsum sem þeir hafa selt fasteignafélaginu Þórkötlu og dvelja einhverjir nú í bænum yfir sumarið.
„Við erum að vakta þetta mjög vel og teljum öðru hvoru hvað eru margir í bænum. Það er liður í þeim aðgerðum sem fylgja því að vera á óvissustigi. Það er verið að afla upplýsinga um hvað eru margir á svæðinu á hverjum tímapunkti ef til rýmingar skyldi koma,” segir Margrét.
Viðbragðsaðilar séu til staðar og klárir ef til atburðar kemur.
Annars segir hún almenna löggæslu í bænum vera með sama móti og í lögregluumdæminu öllu.
Bogi Adolfsson er formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar en hann segir sveitina ekki hafa þurft að sinna sérstökum verkefnum upp á síðkastið fyrir utan það að sækja fundi innan stjórnskipulags bæjarins.
Nokkuð líf er í Grindavík þessa dagana og stöðugur straumur ferðamanna en að sögn Boga eru þeir duglegri að sækja bæinn þegar sólin skín.
Spurður hvort eitthvað hafi verið um að ferðamenn hagi sér óskinsamlega á svæðinu segir hann: „Ekki eins og er, þeir eru búnir að vera þægir í einhvern tíma.“