Ferðamenn verið þægir í einhvern tíma

Raddir Grindvíkinga | 24. júní 2025

Ferðamenn verið þægir í einhvern tíma

Lögreglan á Suðurnesjum ásamt viðbragsaðilum á svæðinu er viðbúin nýrri hrinu jarðhræringa í Grindavík en lögreglan framkvæmir reglulega talningar á bænum. Annars er löggæsla með nokkuð hefðbundnu móti en björgunarsveitarlið segir ferðamenn almennt hafa hagað sér vel upp á síðkastið.

Ferðamenn verið þægir í einhvern tíma

Raddir Grindvíkinga | 24. júní 2025

Grindvíkingar gista sumir í húsum sínum í sumar.
Grindvíkingar gista sumir í húsum sínum í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á Suður­nesj­um ásamt viðbragsaðilum á svæðinu er viðbúin nýrri hrinu jarðhrær­inga í Grinda­vík en lög­regl­an fram­kvæm­ir reglu­lega taln­ing­ar á bæn­um. Ann­ars er lög­gæsla með nokkuð hefðbundnu móti en björg­un­ar­sveit­arlið seg­ir ferðamenn al­mennt hafa hagað sér vel upp á síðkastið.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um ásamt viðbragsaðilum á svæðinu er viðbúin nýrri hrinu jarðhrær­inga í Grinda­vík en lög­regl­an fram­kvæm­ir reglu­lega taln­ing­ar á bæn­um. Ann­ars er lög­gæsla með nokkuð hefðbundnu móti en björg­un­ar­sveit­arlið seg­ir ferðamenn al­mennt hafa hagað sér vel upp á síðkastið.

„Það er skil­greint óvissu­stig í gangi og það eru ákveðin úrræði til staðar vegna þess. Við erum svo sem í und­ir­bún­ingi eins og alltaf, þó svo að það sé kom­in tölu­verð reynsla lít­um við enn þá þannig á að við séum í miðjum at­b­urði og að það sé mögu­legt gos í haust eins og upp­lýs­ing­ar veður­stof­unn­ar benda til,” seg­ir Mar­grét Krist­ín Páls­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í sam­tali við mbl.is spurð út í viðbragð lög­reglu á svæðinu

Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Mar­grét Krist­ín Páls­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Und­ir­bú­in rým­ingu

Grind­vík­ing­um hef­ur verið heim­ilað að gista í hús­um sem þeir hafa selt fast­eigna­fé­lag­inu Þór­kötlu og dvelja ein­hverj­ir nú í bæn­um yfir sum­arið.

„Við erum að vakta þetta mjög vel og telj­um öðru hvoru hvað eru marg­ir í bæn­um. Það er liður í þeim aðgerðum sem fylgja því að vera á óvissu­stigi. Það er verið að afla upp­lýs­inga um hvað eru marg­ir á svæðinu á hverj­um tíma­punkti ef til rým­ing­ar skyldi koma,” seg­ir Mar­grét.

Viðbragðsaðilar séu til staðar og klár­ir ef til at­b­urðar kem­ur.

Ann­ars seg­ir hún al­menna lög­gæslu í bæn­um vera með sama móti og í lög­reglu­um­dæm­inu öllu.

Sækja bæ­inn þegar sól­in skín

Bogi Ad­olfs­son er formaður Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­bjarn­ar en hann seg­ir sveit­ina ekki hafa þurft að sinna sér­stök­um verk­efn­um upp á síðkastið fyr­ir utan það að sækja fundi inn­an stjórn­skipu­lags bæj­ar­ins.

Nokkuð líf er í Grinda­vík þessa dag­ana og stöðugur straum­ur ferðamanna en að sögn Boga eru þeir dug­legri að sækja bæ­inn þegar sól­in skín.

Spurður hvort eitt­hvað hafi verið um að ferðamenn hagi sér ósk­in­sam­lega á svæðinu seg­ir hann: „Ekki eins og er, þeir eru bún­ir að vera þægir í ein­hvern tíma.“

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.
Bogi Ad­olfs­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­bjarn­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is