Bæði yfirvöld í Ísrael og Íran hafa samþykkt vopnahléstillögu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
Bæði yfirvöld í Ísrael og Íran hafa samþykkt vopnahléstillögu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
Bæði yfirvöld í Ísrael og Íran hafa samþykkt vopnahléstillögu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
Yfirvöld í Íran tilkynntu í nótt um að hafa samþykkt vopnahléstillögu Trumps, að því er fram kemur hjá ríkismiðlinum þar í landi.
Yfirvöld í Ísrael gáfu út yfirlýsingu sama efnis fyrir skemmstu þar sem kemur fram að „Ísrael mun bregðast við öllum brotum á vopnahléinu af miklu afli“.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að Ísraelar og Íranar hefðu samið um allsherjarvopnahlé í átökum sínum, sem staðið hafa yfir í tólf daga.
Yfirvöld í Ísrael segja að þau hafi samþykkt tillögu að vopnahléi eftir að hafa „náð markmiðum“ árása sinna á Íran.
Samkvæmt yfirlýsingu þeirra hefur Ísrael eytt „tvöfaldri bráðri tilvistarógn“ (e. „dual immediate existential threat“) Írans af kjarnorkuvopnum og skotflaugum.
Þar segir einnig að Ísrael hafi „valdið alvarlegu tjóni á hernaðarforystu [Írans] og eyðilagt tugi mikilvægra skotmarka á írönsk stjórnvöld“.
Í yfirlýsingunni segir enn fremur að ísraelskar hersveitir hafi á síðasta sólarhring gert mikla árás á stjórnvöld í hjarta Teheran og fellt hundruð Basij-liða. Einnig hafi verið felldur háttsettur kjarnorkuvísindamaður.
„Ísrael þakkar Trump forseta og Bandaríkjunum fyrir stuðning þeirra við varnir og þátttöku þeirra í að útrýma íranskri kjarnorkuógn,“ segir í yfirlýsingunni.
Fréttin hefur verið uppfærð.