Jón Gnarr gerði óformlegar reglur og venjur um klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta.
Jón Gnarr gerði óformlegar reglur og venjur um klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta.
Jón Gnarr gerði óformlegar reglur og venjur um klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta.
Þingmaðurinn hefur áður rætt um klæðaburð sinn og annarra þingmanna í ræðustól Alþingis en það gerði hann í kjölfar þess að hann var ávíttur fyrir að mæta í þingið í gallabuxum.
„Ég kom hérna einu sinni í gallabuxum og ég veit ekki með ykkur en ég elska klæðaburð. Ég kom hérna einu sinni í gallabuxum og fékk smá nótur út af því og tók það mjög nærri mér. Ég sit við hliðina á púltinu og ég sé að það er mjög margt fólk hérna í gallabuxum og jafnvel í strigaskóm,“ segir Jón í þingsal í dag í upphafi ræðu sinnar.
Jón segir að í kjölfar þessa hafi hann „fatað sig vel af jakkafötum“ en hann segir að þau séu öll úr mjög þykku efni og valdi honum óþægindum í sumarhitanum, sér í lagi vegna þrengsla í þingsalnum.
„Mig langar svo mikið að fá að fara úr jakkanum en mér skilst að það sé eina reglan hérna að ég þurfi að vera í jakka, mig langar svo að fá að vera á skyrtunni. Ég grátbið því forseta um að veita undanþágu frá þessu stranga banni,“ sagði þingmaðurinn hnyttni að lokum.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, kom í ræðustól að lokinni ræðu Jóns og hvatti forseta þingsins til þess að veita ekki undanþágur frá almennum viðmiðum um klæðaburð.