Jón Gnarr vill fá að fara úr jakkanum

Alþingi | 24. júní 2025

Jón Gnarr vill fá að fara úr jakkanum

Jón Gnarr gerði óformlegar reglur og venjur um klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta.

Jón Gnarr vill fá að fara úr jakkanum

Alþingi | 24. júní 2025

Jóni Gnarr kvartar yfir hitanum í þingsal.
Jóni Gnarr kvartar yfir hitanum í þingsal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gn­arr gerði óform­leg­ar regl­ur og venj­ur um klæðaburð þing­manna að um­tals­efni sínu á Alþingi í dag und­ir dag­skrárliðnum fund­ar­stjórn for­seta.

Jón Gn­arr gerði óform­leg­ar regl­ur og venj­ur um klæðaburð þing­manna að um­tals­efni sínu á Alþingi í dag und­ir dag­skrárliðnum fund­ar­stjórn for­seta.

Þingmaður­inn hef­ur áður rætt um klæðaburð sinn og annarra þing­manna í ræðustól Alþing­is en það gerði hann í kjöl­far þess að hann var ávítt­ur fyr­ir að mæta í þingið í galla­bux­um. 

„Ég kom hérna einu sinni í galla­bux­um og ég veit ekki með ykk­ur en ég elska klæðaburð. Ég kom hérna einu sinni í galla­bux­um og fékk smá nót­ur út af því og tók það mjög nærri mér. Ég sit við hliðina á púlt­inu og ég sé að það er mjög margt fólk hérna í galla­bux­um og jafn­vel í striga­skóm,“ seg­ir Jón í þingsal í dag í upp­hafi ræðu sinn­ar.

Grátbað for­seta um und­anþágu

Jón seg­ir að í kjöl­far þessa hafi hann „fatað sig vel af jakka­föt­um“ en hann seg­ir að þau séu öll úr mjög þykku efni og valdi hon­um óþæg­ind­um í sum­ar­hit­an­um, sér í lagi vegna þrengsla í þingsaln­um.

„Mig lang­ar svo mikið að fá að fara úr jakk­an­um en mér skilst að það sé eina regl­an hérna að ég þurfi að vera í jakka, mig lang­ar svo að fá að vera á skyrt­unni. Ég grát­bið því for­seta um að veita und­anþágu frá þessu stranga banni,“ sagði þingmaður­inn hnyttni að lok­um. 

Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins, kom í ræðustól að lok­inni ræðu Jóns og hvatti for­seta þings­ins til þess að veita ekki und­anþágur frá al­menn­um viðmiðum um klæðaburð. 

mbl.is