Nýtt afbrigði ekki greinst hér

Kórónuveiran Covid-19 | 24. júní 2025

Nýtt afbrigði ekki greinst hér

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, NB.1.8.1, hefur ekki greinst í raðgreiningum í sýnum hér á landi, en borið hefur á afbrigðinu í útlöndum. Nýja afbrigðið kallast nimbus og virðist hvorki vera meira smitandi né valda skæðari veikindum en önnur afbrigði veirunnar.

Nýtt afbrigði ekki greinst hér

Kórónuveiran Covid-19 | 24. júní 2025

Guðrún Aspelund segir lítið um covid í samfélaginu.
Guðrún Aspelund segir lítið um covid í samfélaginu. mbl.is/Hallur Már

Nýtt af­brigði kór­ónu­veirunn­ar, NB.1.8.1, hef­ur ekki greinst í raðgrein­ing­um í sýn­um hér á landi, en borið hef­ur á af­brigðinu í út­lönd­um. Nýja af­brigðið kall­ast ni­mb­us og virðist hvorki vera meira smit­andi né valda skæðari veik­ind­um en önn­ur af­brigði veirunn­ar.

Nýtt af­brigði kór­ónu­veirunn­ar, NB.1.8.1, hef­ur ekki greinst í raðgrein­ing­um í sýn­um hér á landi, en borið hef­ur á af­brigðinu í út­lönd­um. Nýja af­brigðið kall­ast ni­mb­us og virðist hvorki vera meira smit­andi né valda skæðari veik­ind­um en önn­ur af­brigði veirunn­ar.

Guðrún Asp­e­lund sótt­varna­lækn­ir seg­ir að ekki hafi mikið verið gert af raðgrein­ing­um á sýn­um hér á landi að und­an­förnu, meðal ann­ars af því að fá sýni hafi verið tek­in og kostnaðarsamt sé að keyra raðgrein­ing­ar.

Sótt­varna­lækn­ir fylg­ist vel með stöðunni í út­lönd­um og seg­ir að ein­staka lönd hafi til­kynnt auk­inn fjölda grein­inga á kór­ónu­veirunni. Ni­mb­us-af­brigðið hef­ur greinst í ríkj­um við aust­ur­hluta Miðjarðar­hafs­ins, við Vest­ur-Kyrra­haf og í Suðaust­ur-Asíu. Á landa­mær­um Banda­ríkj­anna hef­ur borið á ni­mb­us-­af­brigðinu í sýn­um sem tek­in eru úr fólki sem kem­ur úr ferðalög­um frá þess­um svæðum.

mbl.is