Segir að flugvélunum hafi verið snúið við

Segir að flugvélunum hafi verið snúið við

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael muni ekki ráðast á Íran til að hefna fyrir árásir í kjölfar þess að vopnahlé á milli ríkjanna var tilkynnt.

Segir að flugvélunum hafi verið snúið við

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 24. júní 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir framan Hvíta húsið í Washington-borg áður …
Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir framan Hvíta húsið í Washington-borg áður en hann lagði af stað til Hollands á leiðtogafund NATO. AFP/Mandel Ngan

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir að Ísra­el muni ekki ráðast á Íran til að hefna fyr­ir árás­ir í kjöl­far þess að vopna­hlé á milli ríkj­anna var til­kynnt.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir að Ísra­el muni ekki ráðast á Íran til að hefna fyr­ir árás­ir í kjöl­far þess að vopna­hlé á milli ríkj­anna var til­kynnt.

„All­ar flug­vél­ar munu snúa við og halda heim á leið,“ skrif­ar hann í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth Social.

Tek­ur hann þá fram að flug­vél­arn­ar muni senda vina­lega „flug­véla­kveðju“ til Írans og bæt­ir við: „Eng­inn verður særður, vopna­hlé er í gildi!“

„Ákveðinn og af­drátt­ar­laus“ í sím­tali við Net­anja­hú

Trump hafði tíu mín­út­um áður birt færslu þar sem hann biðlaði til yf­ir­valda í Ísra­el um að láta ekki sprengj­ur falla í Íran eft­ir meint­ar loft­árás­ir Írana í kjöl­far þess að vopna­hlé tók í gildi.

Blaðamaður New York Times hef­ur eft­ir tals­manni Hvíta húss­ins að for­set­inn banda­ríski hafi rætt við Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, í for­seta­flug­vél­inni á leið frá Banda­ríkj­un­um til Hol­lands þar sem Trump sæk­ir leiðtoga­fund NATO.

Er hann sagður hafa verið „ákveðinn og af­drátt­ar­laus“ við Net­anja­hú um það sem þyrfti að ger­ast til að vopna­hléð myndi halda. Net­anja­hú hafi skilið áhyggj­ur Trumps og al­var­leika ástands­ins.

mbl.is