Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael muni ekki ráðast á Íran til að hefna fyrir árásir í kjölfar þess að vopnahlé á milli ríkjanna var tilkynnt.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael muni ekki ráðast á Íran til að hefna fyrir árásir í kjölfar þess að vopnahlé á milli ríkjanna var tilkynnt.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael muni ekki ráðast á Íran til að hefna fyrir árásir í kjölfar þess að vopnahlé á milli ríkjanna var tilkynnt.
„Allar flugvélar munu snúa við og halda heim á leið,“ skrifar hann í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social.
Tekur hann þá fram að flugvélarnar muni senda vinalega „flugvélakveðju“ til Írans og bætir við: „Enginn verður særður, vopnahlé er í gildi!“
Trump hafði tíu mínútum áður birt færslu þar sem hann biðlaði til yfirvalda í Ísrael um að láta ekki sprengjur falla í Íran eftir meintar loftárásir Írana í kjölfar þess að vopnahlé tók í gildi.
Blaðamaður New York Times hefur eftir talsmanni Hvíta hússins að forsetinn bandaríski hafi rætt við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í forsetaflugvélinni á leið frá Bandaríkjunum til Hollands þar sem Trump sækir leiðtogafund NATO.
Er hann sagður hafa verið „ákveðinn og afdráttarlaus“ við Netanjahú um það sem þyrfti að gerast til að vopnahléð myndi halda. Netanjahú hafi skilið áhyggjur Trumps og alvarleika ástandsins.