Sendi Trump hálfgert ástarbréf fyrir fundinn

Sendi Trump hálfgert ástarbréf fyrir fundinn

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta smjaðursleg skilaboð fyrr í dag þar sem hann kallaði aðgerðir forsetans í Íran „sannarlega ótrúlegar“. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Haag í Hollandi í kvöld.

Sendi Trump hálfgert ástarbréf fyrir fundinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 24. júní 2025

Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO.
Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO. AFP

Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, sendi Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta smjaðurs­leg skila­boð fyrr í dag þar sem hann kallaði aðgerðir for­set­ans í Íran „sann­ar­lega ótrú­leg­ar“. Leiðtoga­fund­ur Atlants­hafs­banda­lags­ins hefst í Haag í Hollandi í kvöld.

Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, sendi Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta smjaðurs­leg skila­boð fyrr í dag þar sem hann kallaði aðgerðir for­set­ans í Íran „sann­ar­lega ótrú­leg­ar“. Leiðtoga­fund­ur Atlants­hafs­banda­lags­ins hefst í Haag í Hollandi í kvöld.

„Kæri for­seti, kæri Don­ald, ham­ingjuósk­ir og takk fyr­ir þínar ákveðnu aðgerðir í Íran, þetta var sann­ar­lega ótrú­legt og eitt­hvað sem eng­inn ann­ar hef­ur þorað að gera. Við erum öll ör­ugg­ari fyr­ir vikið.“

Svona hóf­ust skila­boð Rutte til Trumps sem for­set­inn birti á eig­in sam­fé­lags­miðli, Truth Social, fyrr í dag. Vís­ar Rutte þarna til þess að Banda­rík­in hafi staðið að vopna­hlés­samn­ingi á milli Íran og Ísra­els í kjöl­far ell­efu daga átaka á milli land­anna þar sem Banda­rík­in skár­ust í leik­inn og sprengdu mik­il­væg kjarn­orku­innviði í Íran.

Flýg­ur í átt að öðrum sigri

Næst beindi Rutte tali sínu að leiðtoga­fund­in­um sem hefst í kvöld í Haag en fyr­ir fund­inn hef­ur Trump lagt áherslu á að öll ríki NATO samþykki að eyða 5% af rík­is­út­gjöld­um í varn­ar­mál.

„Nú flýg­ur þú í átt að öðrum sigri í Haag í kvöld. Það var ekki auðvelt en þú hef­ur fengið þau öll til að samþykkja fimm pró­sent­in!

Don­ald, þú hef­ur komið að okk­ur að virki­lega virki­lega mik­il­vægu augna­bliki fyr­ir Am­er­íku og Evr­ópu, og heim­inn. Þú munt af­reka eitt­hvað sem að eng­um Banda­ríkja­for­seta hef­ur tek­ist ára­tug­um sam­an,“ skrifaði Rutte.

mbl.is