Sprakk úr hlátri í miðri veiðigjaldaumræðu

Alþingi | 24. júní 2025

Sprakk úr hlátri í miðri veiðigjaldaumræðu

Þegar daginn er farinn að stytta og júní að líða undir lok án þess að nokkuð bóli á þinglokum myndu einhverjir eflaust ætla að þingmönnum væri farið að leiðast að sitja þingfundi sem hafa síðustu vikur gjarnan staðið langt fram á kvöld, eða jafnvel nótt.

Sprakk úr hlátri í miðri veiðigjaldaumræðu

Alþingi | 24. júní 2025

Þórarinn Ingi Pétursson lék á als oddi á þingfundi í …
Þórarinn Ingi Pétursson lék á als oddi á þingfundi í gærkvöldi.

Þegar dag­inn er far­inn að stytta og júní að líða und­ir lok án þess að nokkuð bóli á þinglok­um myndu ein­hverj­ir ef­laust ætla að þing­mönn­um væri farið að leiðast að sitja þing­fundi sem hafa síðustu vik­ur gjarn­an staðið langt fram á kvöld, eða jafn­vel nótt.

Þegar dag­inn er far­inn að stytta og júní að líða und­ir lok án þess að nokkuð bóli á þinglok­um myndu ein­hverj­ir ef­laust ætla að þing­mönn­um væri farið að leiðast að sitja þing­fundi sem hafa síðustu vik­ur gjarn­an staðið langt fram á kvöld, eða jafn­vel nótt.

Svo þarf hins veg­ar ekki að vera en Bryn­dís Har­alds­dótt­ir úr Sjálf­stæðis­flokki og Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son úr Fram­sókn­ar­flokki virt­ust skemmta sér kon­ung­lega í ann­arri umræðu um veiðagjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar í gær­kvöldi þegar sá síðar­nefndi steig upp í pontu í 10. sinn á fund­in­um.

Bíða eft­ir næstu frakt af buxna­dragt

Kjarni ræðu Þór­ar­ins var hið sí­vin­sæla lag Sirk­us Geira Smart með Spil­verki þjóðanna. Fór Þór­ar­inn með eft­ir­far­andi texta­brot úr lag­inu og sagði það minna á rík­is­stjórn lands­ins.

Við í sirk­us Geira Smart

trú­um því að hvítt sé svart

og bíðum eft­ir næstu frakt

af buxna­dragt.

Hvað ná­kvæm­lega Þór­ar­inn átti við með þess­ari til­vís­un ligg­ur milli hluta en greini­legt var að Bryn­dísi, sem þá var for­seti þings­ins, var mjög skemmt og þurfti að hafa sig alla við til að halda inni í sér hlátr­in­um. 

Bað ekki um leyfi 

Í næsta andsvari sínu, þegar Þór­ar­inn steig upp í pontu í ell­efta og síðasta sinn á fund­in­um, byrjaði hann á því að biðjast af­sök­un­ar á þessu.

„Virðuleg­ur for­seti, ég biðst nú af­sök­un­ar á að hafa komið þér úr jafn­vægi áðan,” sagði Þór­ar­inn.

Það er ef­laust rétt hjá Þór­arni að hann hafi slegið for­set­ann úr jafn­vægi. Að minnsta kosti minnt­ist Bryn­dís ekki á að Þór­ar­inn hafi gleymt að biðja for­set­ann um leyfi til að vitna í dæg­ur­laga­text­ann en þingsköp kveða á um að leyfi þurfi til að vitna í skrifaðan texta.

Hér að neðan geta les­end­ur hlýtt á lagið Sirk­us Geira Smart.

mbl.is