„Það er eitthvað að, það er eitthvað klikkað“

Alþingi | 24. júní 2025

„Það er eitthvað að, það er eitthvað klikkað“

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Alþingi í morgun að búið væri að vinna veiðigjaldsfrumvarpið mjög vel og náin samskipti hefðu verið höfð við aðila í samfélaginu, þar á meðal Skattinn og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

„Það er eitthvað að, það er eitthvað klikkað“

Alþingi | 24. júní 2025

Sigurjón og Njáll á samsettri mynd.
Sigurjón og Njáll á samsettri mynd. mbl.is/Kristinn Magnússon/Eyþór

Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins, sagði á Alþingi í morg­un að búið væri að vinna veiðigjalds­frum­varpið mjög vel og náin sam­skipti hefðu verið höfð við aðila í sam­fé­lag­inu, þar á meðal Skatt­inn og Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins, sagði á Alþingi í morg­un að búið væri að vinna veiðigjalds­frum­varpið mjög vel og náin sam­skipti hefðu verið höfð við aðila í sam­fé­lag­inu, þar á meðal Skatt­inn og Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Áður hafði Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýnt Sig­ur­jón fyr­ir að tala í saln­um um „klikkað lið” í tengsl­um við umræðu stjórn­ar­and­stöðunn­ar um veiðigjöld­in og um­mæli for­sæt­is­ráðherra í Kast­ljósi í gær. Sagði Njáll Trausti fram­komu Sig­ur­jóns vera gjör­sam­lega óþolandi.

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í ræðu sinni talaði Sig­ur­jón um „viðkvæmu blóm­in í Sjálf­stæðis­flokkn­um” og bætti við:

„Þær ræður sem hafa verið flutt­ar hér úr þess­um ræðustól und­an­farna sól­ar­hringa hafa nú verið með þeim hætti að hér hafa jafn­vel verið ástundaðar blekk­ing­ar,” sagði hann.

„Hvað eru það annað en fals­frétt­ir?“ hélt hann áfram og sagði mál­flutn­ing stjórn­ar­and­stöðunn­ar bil­l­eg­an og að hann væri stjórn­ar­and­stöðunni til skamm­ar.

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins..
Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins.. mbl.is/​Eyþór

„Það er eitt­hvað að, það er eitt­hvað klikkað þegar menn koma hérna fram í þessu máli sem hér er um að ræða og líkja mönn­um jafn­vel við Trump, menn eru orðnir komm­ún­ist­ar, menn geta þess til að for­sæt­is­ráðherra hafi próf frá Sov­ét­ríkj­un­um og ráðuneyti ástundi blekk­ing­ar,” sagði hann jafn­framt.

„Það er eitt­hvað að, það er eitt­hvað klikkað.”

mbl.is