Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Kastljósi í gær þar sem hún talaði um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar í tengslum við veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar væri í falsfréttastíl.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Kastljósi í gær þar sem hún talaði um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar í tengslum við veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar væri í falsfréttastíl.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Kastljósi í gær þar sem hún talaði um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar í tengslum við veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar væri í falsfréttastíl.
Kröfðust þeir þess að ummælin yrðu dregin til baka.
„Auðvitað er það svo að stjórnarandstaðan hér getur ekki setið undir svona ómaklegum ásökunum,” sagði Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fundarstjórn forseta.
Hún sagði að samtal um þinglok gæti ekki haldið áfram meðan orð hennar stæðu óleiðrétt.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði ekkert benda til þess að Kristrúnu hefði tímabundið hlaupið kapp í kinn. „Þá hefðu þessi orð verið dregin til baka eða leiðrétt hið snarasta.”
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði „þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra“ vera skammarlegt. Krafðist hann afsökunarbeiðni og þess að ummælin yrðu dregin til baka.
Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði erfitt fyrir þingflokksformenn að setjast við samningaborðið varðandi þinglok á meðan forsætisráðherra talaði um falsfréttastíl. „Þetta eru alvarlegar ásakanir, mjög alvarlegar.”
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, steig einnig í pontu og talaði um að bensínbrúa hefði verið kastað inn í glæður.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að stór og þung orð hefðu verið látin falla í garð stjórnarmeirihlutans og hann hefði verið sakaður um blekkingar og að halda eftir gögnum.
„Ég held að það gæti verið ágætt ef við myndum núna aðeins anda í kviðinn og athuga hvort við getum náð saman um þinglok þannig að sómi sé að,” sagði hann.