„Þetta eru alvarlegar ásakanir“

Alþingi | 24. júní 2025

„Þetta eru alvarlegar ásakanir“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Kastljósi í gær þar sem hún talaði um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar í tengslum við veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar væri í falsfréttastíl.

„Þetta eru alvarlegar ásakanir“

Alþingi | 24. júní 2025

Ingibjörg Isaksen í pontu.
Ingibjörg Isaksen í pontu. mbl.is/Karítas

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar létu í ljós óánægju sína með um­mæli Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í Kast­ljósi í gær þar sem hún talaði um að gagn­rýni stjórn­ar­and­stöðunn­ar í tengsl­um við veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri í fals­frétta­stíl.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar létu í ljós óánægju sína með um­mæli Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í Kast­ljósi í gær þar sem hún talaði um að gagn­rýni stjórn­ar­and­stöðunn­ar í tengsl­um við veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri í fals­frétta­stíl.

Kröfðust þeir þess að um­mæl­in yrðu dreg­in til baka.

„Auðvitað er það svo að stjórn­ar­andstaðan hér get­ur ekki setið und­ir svona ómak­leg­um ásök­un­um,” sagði Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, um fund­ar­stjórn for­seta.

Hún sagði að sam­tal um þinglok gæti ekki haldið áfram meðan orð henn­ar stæðu óleiðrétt.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Skamm­ar­legt rugl

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, sagði ekk­ert benda til þess að Kristrúnu hefði tíma­bundið hlaupið kapp í kinn. „Þá hefðu þessi orð verið dreg­in til baka eða leiðrétt hið snar­asta.”

Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði „þetta rugl í Kast­ljósi í gær af hálfu for­sæt­is­ráðherra“ vera skamm­ar­legt. Krafðist hann af­sök­un­ar­beiðni og þess að um­mæl­in yrðu dreg­in til baka.

Njáll Trausti Friðbertsson.
Njáll Trausti Friðberts­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði erfitt fyr­ir þing­flokks­for­menn að setj­ast við samn­inga­borðið varðandi þinglok á meðan for­sæt­is­ráðherra talaði um fals­frétta­stíl. „Þetta eru al­var­leg­ar ásak­an­ir, mjög al­var­leg­ar.”

Jón Pét­ur Zimsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, steig einnig í pontu og talaði um að bens­ín­brúa hefði verið kastað inn í glæður.

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þarf að anda í kviðinn

Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, sagði að stór og þung orð hefðu verið lát­in falla í garð stjórn­ar­meiri­hlut­ans og hann hefði verið sakaður um blekk­ing­ar og að halda eft­ir gögn­um.

„Ég held að það gæti verið ágætt ef við mynd­um núna aðeins anda í kviðinn og at­huga hvort við get­um náð sam­an um þinglok þannig að sómi sé að,” sagði hann.

mbl.is