Þriðjungur segist þekkja veiðigjaldafrumvarpið vel

Veiðiþjófar á Ströndum | 24. júní 2025

Þriðjungur segist þekkja veiðigjaldafrumvarpið vel

Um 34% aðspurðra segjast þekkja vel fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum og þar af 12,4% sem segjast þekkja það mjög vel.

Þriðjungur segist þekkja veiðigjaldafrumvarpið vel

Veiðiþjófar á Ströndum | 24. júní 2025

Um 62% aðspurðra eru hlynntir frumvarpinu.
Um 62% aðspurðra eru hlynntir frumvarpinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 34% aðspurðra segj­ast þekkja vel fyr­ir­hugað frum­varp at­vinnu­vegaráðherra um breyt­ing­ar á veiðigjöld­um og þar af 12,4% sem segj­ast þekkja það mjög vel.

Um 34% aðspurðra segj­ast þekkja vel fyr­ir­hugað frum­varp at­vinnu­vegaráðherra um breyt­ing­ar á veiðigjöld­um og þar af 12,4% sem segj­ast þekkja það mjög vel.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í könn­un Maskínu um fyr­ir­hugaða hækk­un á veiðigjöld­um. Þar kem­ur jafn­framt fram að 62% aðspurðra eru hlynnt frum­varp­inu sem er ívið minna en í maí þegar 69% voru hlynnt frum­varp­inu.

Mest­ur stuðning­ur í Reykja­vík

Við nán­ara niður­brot á töl­um í könn­un Maskínu kem­ur fram að rúm 39% eru mjög hlynnt­ir veiðigjalda­frum­varp­inu en um 13,4% eru mjög and­víg­ir því.

Mest andstaða er við frum­varpið á Norður­landi þar sem 45% segj­ast and­víg en 31% eru hlynnt.

Mesti stuðning­ur­inn við það er í Reykja­vík þar sem um 72% aðspurðra eru hlynnt­ir frum­varp­inu en 15,2% and­víg­ir.

Könn­un­in fór fram 20.–24. júní og voru svar­end­ur 975 tals­ins.

mbl.is