Zendaya sást rölta um miðbæinn fyrr í dag

Frægir á Íslandi | 24. júní 2025

Zendaya sást rölta um miðbæinn fyrr í dag

Hollywood-stjarnan Zendaya gerði sér glaðan dag í miðbæ Reykjavíkur í dag og heimsótti meðal annars fatabúðina Mamma Mia Vintage á Bergstaðastræti. Sigrún Guðný, einn stofnenda verslunarinnar, deildi myndbandi á TikTok þar sem hún lýsti spennufalli eftir heimsókn Zendayu. 

Zendaya sást rölta um miðbæinn fyrr í dag

Frægir á Íslandi | 24. júní 2025

Zendaya sást rölta niður Bergstaðastræti fyrr í dag.
Zendaya sást rölta niður Bergstaðastræti fyrr í dag. Skjáskot/Instagram @mammamia_vintage

Hollywood-stjarn­an Zendaya gerði sér glaðan dag í miðbæ Reykja­vík­ur í dag og heim­sótti meðal ann­ars fata­búðina Mamma Mia Vinta­ge á Bergstaðastræti. Sigrún Guðný, einn stofn­enda versl­un­ar­inn­ar, deildi mynd­bandi á TikT­ok þar sem hún lýsti spennu­falli eft­ir heim­sókn Zendayu. 

Hollywood-stjarn­an Zendaya gerði sér glaðan dag í miðbæ Reykja­vík­ur í dag og heim­sótti meðal ann­ars fata­búðina Mamma Mia Vinta­ge á Bergstaðastræti. Sigrún Guðný, einn stofn­enda versl­un­ar­inn­ar, deildi mynd­bandi á TikT­ok þar sem hún lýsti spennu­falli eft­ir heim­sókn Zendayu. 

Add­i­son Rae hef­ur einnig kíkt í búðina

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem frægt fólk frá Hollywood heim­sæk­ir búðina, því áhrifa­vald­ur­inn og söng­kon­an Add­i­son Rae kíkti einnig ný­lega í versl­un­ina þegar hún var á Íslandi við tök­ur á tón­list­ar­mynd­bandi og keypti sér jakka.

Addison Rae í jakka frá Mamma Mia Vintage.
Add­i­son Rae í jakka frá Mamma Mia Vinta­ge. Skjá­skot/​TikT­ok

Er hér á landi vegna tök­um á stór­mynd­inni The Odyss­ey

Zendaya er hér á landi vegna tök­um á stór­mynd­inni The Odyss­ey, mynd­in er ein stærsta kvik­mynda­fram­leiðsla sem hef­ur farið fram á Íslandi frá því Flags of Our Fat­h­ers var tek­in hér árið 2005. Á meðal Zendayu í aðal­hlut­verk­um eru meðal ann­ars Matt Damon, Tom Hol­land, Anne Hat­haway, Elliot Page, Lupita Nyong’o, Robert Patt­in­son og Charlize Theron.

Matt Damon sást einnig rölta um miðbæ Reykja­vík­ur um helg­ina og virðist njóta dval­ar­inn­ar vel.

mbl.is