Hollywood-stjarnan Zendaya gerði sér glaðan dag í miðbæ Reykjavíkur í dag og heimsótti meðal annars fatabúðina Mamma Mia Vintage á Bergstaðastræti. Sigrún Guðný, einn stofnenda verslunarinnar, deildi myndbandi á TikTok þar sem hún lýsti spennufalli eftir heimsókn Zendayu.
Hollywood-stjarnan Zendaya gerði sér glaðan dag í miðbæ Reykjavíkur í dag og heimsótti meðal annars fatabúðina Mamma Mia Vintage á Bergstaðastræti. Sigrún Guðný, einn stofnenda verslunarinnar, deildi myndbandi á TikTok þar sem hún lýsti spennufalli eftir heimsókn Zendayu.
Hollywood-stjarnan Zendaya gerði sér glaðan dag í miðbæ Reykjavíkur í dag og heimsótti meðal annars fatabúðina Mamma Mia Vintage á Bergstaðastræti. Sigrún Guðný, einn stofnenda verslunarinnar, deildi myndbandi á TikTok þar sem hún lýsti spennufalli eftir heimsókn Zendayu.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem frægt fólk frá Hollywood heimsækir búðina, því áhrifavaldurinn og söngkonan Addison Rae kíkti einnig nýlega í verslunina þegar hún var á Íslandi við tökur á tónlistarmyndbandi og keypti sér jakka.
Zendaya er hér á landi vegna tökum á stórmyndinni The Odyssey, myndin er ein stærsta kvikmyndaframleiðsla sem hefur farið fram á Íslandi frá því Flags of Our Fathers var tekin hér árið 2005. Á meðal Zendayu í aðalhlutverkum eru meðal annars Matt Damon, Tom Holland, Anne Hathaway, Elliot Page, Lupita Nyong’o, Robert Pattinson og Charlize Theron.
Matt Damon sást einnig rölta um miðbæ Reykjavíkur um helgina og virðist njóta dvalarinnar vel.