„Ánægður með samtalið og þakklátur Trump“

Úkraína | 25. júní 2025

„Ánægður með samtalið og þakklátur Trump“

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddu vopnahlé í Úkraínu á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í Haag í Hollandi.

„Ánægður með samtalið og þakklátur Trump“

Úkraína | 25. júní 2025

Starfsbræðurnir áttu langan fund um vopnahlé í Úkraínu á leiðtoga­fundi …
Starfsbræðurnir áttu langan fund um vopnahlé í Úkraínu á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í Haag í Hollandi. Samsett mynd/AFP/Piroschka Van De Wouw/John Thys

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ræddu vopna­hlé í Úkraínu á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í Haag í Hollandi.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ræddu vopna­hlé í Úkraínu á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í Haag í Hollandi.

Selenskí skrifaði á sam­fé­lags­miðla að fund­ur hans með Trump hefði bæði verið lang­ur og inni­halds­rík­ur og bætti við: „Við rædd­um hvernig við gæt­um náð fram vopna­hléi og raun­veru­leg­um friði. Við rædd­um hvernig við get­um varið fólkið okk­ar.“

Starfsmaður á for­seta­skrif­stofu Selenskís sagði við AFP-frétta­stof­una að for­set­inn væri „ánægður með sam­talið og þakk­lát­ur Trump“. Fund­ur­inn hefði tekið um 50 mín­út­ur.

„Hefði ekki getað verið al­menni­legri“

Trump tók í svipaðan streng og sagði að fund­ur­inn hefði gengið vel.

„Vitið þið það, við höf­um átt erfitt stund­um, en hann hefði ekki getað gengið bet­ur fyr­ir sig,“ sagði Banda­ríkja­for­seti og vitnaði lík­lega í spennuþrung­inn fund þeirra á for­seta­skrif­stof­unni í Hvíta hús­inu í fe­brú­ar.

mbl.is