Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddu vopnahlé í Úkraínu á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddu vopnahlé í Úkraínu á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddu vopnahlé í Úkraínu á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi.
Selenskí skrifaði á samfélagsmiðla að fundur hans með Trump hefði bæði verið langur og innihaldsríkur og bætti við: „Við ræddum hvernig við gætum náð fram vopnahléi og raunverulegum friði. Við ræddum hvernig við getum varið fólkið okkar.“
Starfsmaður á forsetaskrifstofu Selenskís sagði við AFP-fréttastofuna að forsetinn væri „ánægður með samtalið og þakklátur Trump“. Fundurinn hefði tekið um 50 mínútur.
Trump tók í svipaðan streng og sagði að fundurinn hefði gengið vel.
„Vitið þið það, við höfum átt erfitt stundum, en hann hefði ekki getað gengið betur fyrir sig,“ sagði Bandaríkjaforseti og vitnaði líklega í spennuþrunginn fund þeirra á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í febrúar.