Erlendir þjóðarleiðtogar þakklátir Íslandi

Varnarmál Íslands | 25. júní 2025

Erlendir þjóðarleiðtogar þakklátir Íslandi

Ísland nýtur mikils stuðnings innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) og leiðtogar hafa lýst yfir þakklæti fyrir framlag Íslands til bandalagsins. 

Erlendir þjóðarleiðtogar þakklátir Íslandi

Varnarmál Íslands | 25. júní 2025

Kristrún í Haag.
Kristrún í Haag. AFP/John Thys

Ísland nýt­ur mik­ils stuðnings inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) og leiðtog­ar hafa lýst yfir þakk­læti fyr­ir fram­lag Íslands til banda­lags­ins. 

Ísland nýt­ur mik­ils stuðnings inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) og leiðtog­ar hafa lýst yfir þakk­læti fyr­ir fram­lag Íslands til banda­lags­ins. 

Þetta seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is frá Haag í Hollandi, hvar leiðtoga­fund­ur Atlants­hafs­banda­lags­ins fór fram og lauk í dag.

Kristrún seg­ir að fund­ur­inn hafi gengið að ósk­um ef horft er á hvert mark­mið fund­ar­ins var. Hún seg­ir að í aðdrag­anda fund­ar­ins hafi ís­lensk stjórn­völd haldið á lofti sér­stöðu Íslands, sér­stak­lega vegna kröfu um að aðild­ar­rík­in verji 5% af vergri lands­fram­leiðslu í varn­ar­mál.

Sér­stöðu Íslands haldið á lofti

Ísland er und­an­skilið þeirri skyldu en stefn­ir að því að verja 1,5% af vergri lands­fram­leiðslu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál á næstu 10 árum.

„Niðurstaða þessa fund­ar, þó að hún feli í sér að það sé verið að stór­auka varn­ar­fram­lög, er engu að síður sú að í sam­töl­um við banda­lags­ríki, í sam­töl­um við fram­kvæmda­stjóra NATO, þá er sér­stöðu Íslands áfram haldið á lofti sem herlausri þjóð,“ seg­ir Kristrún.

Varðandi það að Ísland ætli að verja 1,5% af vergri lands­fram­leiðslu í ör­ygg­is- og varn­ar­mál þá minn­ir Kristrún á að þetta sé fjár­fest­ing í mik­il­væg­um innviðum og stofn­un­um sem skipti Íslend­inga máli.

Nefn­ir hún sem dæmi Land­helg­is­gæsl­una, al­manna­varn­ir, lög­gæsl­una og al­menna aðstöðu fyr­ir æf­ing­ar.

Ísland sinnt verk­efn­um sín­um vel í Reykja­nes­bæ

Hún seg­ir mikla umræðu hafa sprottið upp um mik­il­vægi þess að styrk­leik­ar hvers rík­is fái að njóta sín og að ekki sé bara horft á krónu­töl­ur þegar litið er til varn­ar­mála.

„Á Íslandi er það þessi gisti­rík­is­stuðning­ur, þar höf­um við staðið okk­ur gríðarlega vel og við mun­um áfram vera með fókus­inn þar.“

Hvernig met­ur þú stöðu Íslands í banda­lag­inu?

„Ísland nýt­ur mik­ils stuðnings inn­an NATO. Fólk er meðvitað um land­fræðilega legu lands­ins. Það er meðvitað um sér­stöðu okk­ar inn­an banda­lags­ins og það veit að við höf­um staðið okk­ur vel sem gisti­ríki. Marg­ir af þeim leiðtog­um sem ég hitti hér hafa sér­stak­lega orð á því að þau hafi notið góðs af þeim stuðningi og eru afar þakk­lát­ir. Við höf­um gert mjög vel það sem við höf­um verið að sinna í Kefla­vík,“ seg­ir Kristrún og vís­ar í varn­ar­svæðið á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Uppbyggingu gistiskála á öryggissvæðinu fyrir erlendan liðsafla.
Upp­bygg­ingu gistiskála á ör­ygg­is­svæðinu fyr­ir er­lend­an liðsafla. mbl.is/​Eyþór

Fundaði með Mark Car­ney

Kristrún hef­ur átt fjölda­mörg sam­töl síðustu tvo sól­ar­hringa á leiðtoga­fund­in­um. Þar að auki átti hún form­leg­an fund með öðrum Norður­landa­leiðtog­um ásamt Mark Car­ney for­sæt­is­ráðherra Kan­ada.

Á þeim fundi ræddu leiðtog­arn­ir um mál­efni norður­slóða og ör­yggi í Norður-Atlants­hafi. Að henn­ar sögn er mik­ill vilji til þess að vinna frek­ar sam­an að ör­yggi, vörn­um og fjár­fest­ingu á svæðinu.

Þó að Úkraína sé ekki NATO-ríki hafa NATO-ríki staðið þétt við bakið á Úkraínu í inn­rás­ar­stríði Rúss­lands. Kristrún seg­ir að þar sé eng­in breyt­ing á.

„Það var ákaf­leg­ur stuðning­ur við Úkraínu á fund­in­um í dag og flest­öll banda­lags­ríki eru mjög meðvituð um mik­il­vægi þess að Úkraína sigri Rússa í þessu stríði, það er að segja að Rúss­land standi ekki eft­ir sem sig­ur­veg­ari. Það þarf að verja stöðu Evr­ópu og þessi landa­mæri, þessi aust­ur­hluti banda­lags­ins. NATO er auðvitað í hættu ef Rúss­ar vinna. Við höfðum sér­stak­lega orð á því og ég í mín­um orðum inni á fund­in­um,“ seg­ir Kristrún.

Mark Carney, forsætisráðherra Kanada.
Mark Car­ney, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada. AFP/​Geoff Robins
mbl.is