Stefnan að vinna gegn gullhúðun

Alþingi | 25. júní 2025

Stefnan að vinna gegn gullhúðun

Stefna ríkisstjórnarinnar er að vinna skuli gegn svokallaðri gullhúðun reglna Evrópska efnahagssvæðisins.

Stefnan að vinna gegn gullhúðun

Alþingi | 25. júní 2025

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur svarað fyrirspurn um gullhúðun EES-reglna.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur svarað fyrirspurn um gullhúðun EES-reglna. mbl.is/Karítas

Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að vinna skuli gegn svo­kallaðri gull­húðun reglna Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að vinna skuli gegn svo­kallaðri gull­húðun reglna Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

Þetta kem­ur fram í svari Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Berg­lind­ar Hörpu Svavars­dótt­ur, varaþing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem innti ráðherra eft­ir því hvaða vinna stæði yfir á veg­um ráðuneyt­is­ins gegn gull­húðun við inn­leiðingu EES-gerða.

Með gull­húðun er átt við það þegar stjórn­völd herða á regl­um EES-gerða eða bæta við heima­smíðuðum ákvæðum í inn­leiðing­ar­frum­vörp sem ekki leiða af skuld­bind­ing­um sam­kvæmt EES-samn­ingn­um. 

Þá spurði Berg­lind hvort unnið væri eft­ir þeim til­lög­um til úr­bóta sem nefnd­ar eru í skýrslu starfs­hóps um aðgerðir gegn téðri gull­húðun og að lok­um hvort ráðherra teldi að festa ætti í lög um þingsköp Alþing­is að meg­in­regl­an verði að ekki verði gengið lengra í inn­leiðing­ar­lög­gjöf­inni en leiðir af lág­marks­kröf­um þeirr­ar EES-gerðar sem verið sé að inn­leiða.

Mik­il­væg­asti alþjóðasamn­ing­ur­inn

Svaraði ráðherra því til að íþyngj­andi reglu­verk kæmi niður á sam­keppn­is­hæfni Íslands. „Mik­il­vægt er að gefa gull­húðun við inn­leiðingu EES-reglna sér­stak­an gaum í þessu sam­bandi því heima­smíðaðar viðbót­ar­regl­ur geta skaðað sam­keppn­is­stöðu ís­lenskra fyr­ir­tækja á innri markaði EES og þar með komið niður á viðskipt­um þeirra og jafn­framt niður á neyt­end­um. Gull­húðun við inn­leiðingu EES-reglna gref­ur jafn­framt und­an ávinn­ingi Íslands af EES-samn­ingn­um, sem er einn mik­il­væg­asti alþjóðasamn­ing­ur sem Íslandi er aðili að,“ seg­ir þá í svar­inu.

Seg­ir ráðherra enn frem­ur í svari sínu að um þess­ar mund­ir legði ný fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins áherslu á að ein­falda reglu­um­hverfi fyr­ir­tækja og skyti því enn frek­ar skökku við ef sett­ar væru meira íþyngj­andi regl­ur hér á landi en þörf krefði sam­kvæmt EES-samn­ingn­um.

Í þeim til­vik­um sem talið væri nauðsyn­legt að fara um­fram kröf­ur viðkom­andi EES-gerðar skuli gerð krafa um að það sé vel rök­stutt og áhrif þess met­in áður en inn­leiðing fer fram. Al­menn vit­und um hætt­una á gull­húðun sé hugs­an­lega besta for­vörn­in og sú umræða sem átt hafi sér stað um málið síðustu miss­eri hafi þar mik­il­vægt gildi.

Til­lög­ur starfs­hóps­ins

Tí­und­ar ráðherra þá úr­bæt­ur sem ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi unnið að í sam­starfi við for­sæt­is­ráðuneytið, dóms­málaráðuneytið og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið og bygg­ist á til­lög­um er fram komi í nefndri skýrslu starfs­hóps um aðgerðir gegn gull­húðun EES-reglna.

Rifjar ráðherra til­lög­ur hóps­ins upp:


 1) Eyðublöð með laga­frum­vörp­um verði upp­færð og skýr krafa gerð um lýs­ingu á inn­leiðingu, hvort til­skip­un veiti svig­rúm við inn­leiðingu og hvernig vikið er frá lág­marks­kröf­um henn­ar. Krafa verði gerð um rök­stuðning og að mat verði lagt á áhrif þess og kostnað. Jafn­framt verði gerð krafa um að til­greint sé hvort vikið sé frá meg­in­regl­unni um hrein inn­leiðing­ar­frum­vörp.

2) Gerð verði krafa um nýj­an kafla í grein­ar­gerð með stjórn­ar­frum­vörp­um við inn­leiðingu á EES-gerðum þar sem greina ber frá á skýr­an og aðgengi­leg­an hátt hvort ætl­un­in er að beita gull­húðun og/​eða víkja frá meg­in­regl­unni um hrein inn­leiðing­ar­frum­vörp, sbr. 8. gr. reglna um þing­lega meðferð EES-mála.

3) Gerð verði krafa um það í verklagi við inn­leiðingu til­skip­ana að sam­an­b­urðartafla sé unn­in sam­hliða frum­varpi við inn­leiðingu á til­skip­un­um og fylgi frum­varpi í gegn­um sam­ráðsferli, til rík­is­stjórn­ar og Alþing­is.

4) Þegar drög að stjórn­valds­fyr­ir­mæl­um við inn­leiðingu EES-gerða eru birt í sam­ráðsgátt sé þess getið með skýr­um hætti ef stjórn­völd­um er veitt svig­rúm við inn­leiðingu þeirra gerða sem um ræðir og hvort og hvernig það svig­rúm sé nýtt við inn­leiðing­una.

5) Hvert ráðuneyti leggi mat á það hvort gull­húðun hafi átt sér stað á mál­efna­sviðum sín­um í gild­andi lög­gjöf og taki upp­lýsta af­stöðu til þess hvort ástæða sé til þess að end­ur­skoða slík til­vik hvert fyr­ir sig.

Tryggt að stjórn­ar­frum­vörp feli ekki í sér gull­húðun

Inn­leiðing til­lag­anna krefðist þess að upp­færð verði samþykkt rík­is­stjórn­ar­inn­ar um und­ir­bún­ing og frá­gang stjórn­ar­frum­varpa og breyt­ing­ar gerðar á eyðublöðum, sniðmáti og leiðbein­ing­um í sam­ræmi við það. Meðal þess sem unnið sé að séu upp­færsl­ur á eyðublöðum Stjórn­ar­ráðsins sem fylgja með stjórn­ar­frum­vörp­um, hand­bók um und­ir­bún­ing og frá­gang laga­frum­varpa og EES-hand­bók Stjórn­ar­ráðsins.

„Með þess­um hætti sem rakið hef­ur verið er ætlað að tryggja að stjórn­ar­frum­vörp til inn­leiðing­ar á EES-skuld­bind­ing­um feli ekki í sér gull­húðun, eða að lág­marki að Alþingi hafi skýr­ar upp­lýs­ing­ar um hvar kunni að vera farið um­fram lág­marks­kröf­ur þeirr­ar EES-gerðar sem verið er að inn­leiða og rök­stuðning fyr­ir því,“ seg­ir þá í svari ráðherra.

mbl.is