Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega Facebook-færslu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á þingfundi nú í dag.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega Facebook-færslu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á þingfundi nú í dag.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega Facebook-færslu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á þingfundi nú í dag.
Í færslu sinni sem birtist í gærkvöldi segir Inga að veiðigjaldafrumvarpið sem liggur fyrir á þinginu muni þegar upp er staðið skila sér í hundruð milljóna tekjuaukningu fyrir sveitarfélög.
Í færslu sinni sakar Inga einnig stjórnarandstöðuna um að dreifa falsfréttum og hræðsluáróðri en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um slíkt hið sama í Kastljósi fyrr í vikunni.
Í veiðigjaldafrumvarpinu segir að það hafi ekki í för með sér breytingar sem hafi bein áhrif á tekjustofna sveitarfélaga.
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, steig fyrst allra í pontu á þingfundi dagsins og gagnrýndi Ingu harðlega.
Hildur segir að á einhverjum tímapunkti sé komið nóg af því að stjórnarliðar augljóslegi viti ekki um hvað málið snýst, á sama tíma og gert sé lítið úr málflutningi þeirra sem viti um hvað málið snúist.
„Ég held það væri rétt að ráðherrar kynni sér um hvað málið snýst áður en þeim sem lýsa yfir áhyggjum sínum hér sé brigslað um falsfréttir vegna málflutnings síns um málið,“ segir Hildur í ræðustól í morgun.
Fleiri þingmenn stjórnarandstöðum lýstu yfir óánægju sinni vegna skrifa Ingu.
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars að það væri ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands tali með þessum hætti. Hann segir orðræðu Ingu vera birtingarmynd þess á hvaða stað veiðigjaldafrumvarpið sé.
Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir það einnig ljóst af skrifum Ingu að hún hafi ekki lesið eða kynnt sér frumvarpið. Hún bætti því við að orðum fylgi ábyrgð og því sé mikilvægt að þingmenn skilji það sem þeir segi.
Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir það mjög sérstakt að „ein valkyrjan sé svo illa rangstæð“ í þessu máli. Hann bað forseta að koma því áleiðis til Ingu að í frumvarpinu standi að ekki séu lagðar til breytingar á tekjustofnun sveitarfélaga.