Þingmenn gagnrýna færslu Ingu

Alþingi | 25. júní 2025

Þingmenn gagnrýna færslu Ingu

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega Facebook-færslu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á þingfundi nú í dag. 

Þingmenn gagnrýna færslu Ingu

Alþingi | 25. júní 2025

Þingmenn Stjórnarandstöðunnar eru ósáttir við skrif Ingu.
Þingmenn Stjórnarandstöðunnar eru ósáttir við skrif Ingu. Samsett mynd Mbl/Karítas mbl/Eyþór

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu harðlega Face­book-færslu Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, á þing­fundi nú í dag. 

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu harðlega Face­book-færslu Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, á þing­fundi nú í dag. 

Í færslu sinni sem birt­ist í gær­kvöldi seg­ir Inga að veiðigjalda­frum­varpið sem ligg­ur fyr­ir á þing­inu muni þegar upp er staðið skila sér í hundruð millj­óna tekju­aukn­ingu fyr­ir sveit­ar­fé­lög.

Í færslu sinni sak­ar Inga einnig stjórn­ar­and­stöðuna um að dreifa fals­frétt­um og hræðslu­áróðri en Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sakaði stjórn­ar­and­stöðuna um slíkt hið sama í Kast­ljósi fyrr í vik­unni. 

Í veiðigjalda­frum­varp­inu seg­ir að það hafi ekki í för með sér breyt­ing­ar sem hafi bein áhrif á tekju­stofna sveit­ar­fé­laga. 

Ráðherr­ar kynni sér málið

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, steig fyrst allra í pontu á þing­fundi dags­ins og gagn­rýndi Ingu harðlega. 

Hild­ur seg­ir að á ein­hverj­um tíma­punkti sé komið nóg af því að stjórn­ar­liðar aug­ljós­legi viti ekki um hvað málið snýst, á sama tíma og gert sé lítið úr mál­flutn­ingi þeirra sem viti um hvað málið snú­ist. 

„Ég held það væri rétt að ráðherr­ar kynni sér um hvað málið snýst áður en þeim sem lýsa yfir áhyggj­um sín­um hér sé brigslað um fals­frétt­ir vegna mál­flutn­ings síns um málið,“ seg­ir Hild­ur í ræðustól í morg­un.

Facebook-færslan hefur valdið fjaðrafoki.
Face­book-færsl­an hef­ur valdið fjaðrafoki. mbl.is/​Eyþór

Val­kyrj­an illa rang­stæð

Fleiri þing­menn stjórn­ar­and­stöðum lýstu yfir óánægju sinni vegna skrifa Ingu.

Jón Pét­ur Zimsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði meðal ann­ars að það væri ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á það að ráðherra í rík­is­stjórn Íslands tali með þess­um hætti. Hann seg­ir orðræðu Ingu vera birt­ing­ar­mynd þess á hvaða stað veiðigjalda­frum­varpið sé. 

Ingi­björg Isak­sen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar, seg­ir það einnig ljóst af skrif­um Ingu að hún hafi ekki lesið eða kynnt sér frum­varpið. Hún bætti því við að orðum fylgi ábyrgð og því sé mik­il­vægt að þing­menn skilji það sem þeir segi.

Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, seg­ir það mjög sér­stakt að „ein val­kyrj­an sé svo illa rang­stæð“ í þessu máli. Hann bað for­seta að koma því áleiðis til Ingu að í frum­varp­inu standi að ekki séu lagðar til breyt­ing­ar á tekju­stofn­un sveit­ar­fé­laga.

mbl.is