Væri gríðarlega dýrt og þjónaði litlu gagni

Varnarmál Íslands | 25. júní 2025

Væri gríðarlega dýrt og þjónaði litlu gagni

Umræðan um stofnun íslensks hers hefur dúkkað upp af og til. Aríel Pétursson, liðsforingi hjá danska sjóhernum, telur enga raunhæfa ástæðu fyrir því að Ísland fari þessa leið. Hann bendir á að slíkt væri bæði gríðarlega kostnaðarsamt og í raun gagnslaust.

Væri gríðarlega dýrt og þjónaði litlu gagni

Varnarmál Íslands | 25. júní 2025

Ljósmynd frá heræfingu í Hvalfirði árið 2022.
Ljósmynd frá heræfingu í Hvalfirði árið 2022. mbl.is/Árni Sæberg

Umræðan um stofn­un ís­lensks hers hef­ur dúkkað upp af og til. Arí­el Pét­urs­son, liðsfor­ingi hjá danska sjó­hern­um, tel­ur enga raun­hæfa ástæðu fyr­ir því að Ísland fari þessa leið. Hann bend­ir á að slíkt væri bæði gríðarlega kostnaðarsamt og í raun gagns­laust.

Umræðan um stofn­un ís­lensks hers hef­ur dúkkað upp af og til. Arí­el Pét­urs­son, liðsfor­ingi hjá danska sjó­hern­um, tel­ur enga raun­hæfa ástæðu fyr­ir því að Ísland fari þessa leið. Hann bend­ir á að slíkt væri bæði gríðarlega kostnaðarsamt og í raun gagns­laust.

Arí­el bend­ir á í sam­tali við mbl.is að her­starf­semi bygg­ist alltaf á þrem­ur meg­in­stoðum: landi, lofti og sjó. Hér sé um að ræða liði sem kosti gíf­ur­lega fjár­muni.

Nefn­ir hann sem dæmi að freigáta af gerðinni Iver Huit­feldt, eins og danski sjó­her­inn not­ar, kosti um 50 millj­arða króna ein og sér og þá kosti vopnapakk­inn fyr­ir skipið aðra 50 millj­arða. Þá er ótal­inn kostnaður­inn við rekst­ur skips­ins, sem gæti verið um 10 millj­arðar á ári, auk áhafn­ar sem tel­ur á annað hundrað manns.

mbl.is